Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 16
16 5. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fyrir nokkru bar svo við að í ljós kom heilt kvæði eftir forn- grísku skáldkonuna Saffó, sem uppi var á sjöttu öld fyrir Krist. Áður þekktu menn brot úr þessu kvæði sem fundist hafði á papýrus í sandinum í Egyptalandi, en nú fannst annað brot á sama hátt og þegar þessi papýrus- rifrildi voru lögð saman var kvæðið komið nokkurn veginn heilt. Ekki vantaði þá nema fáeina stafi sem auðvelt var að setja inn. Þetta vakti mikla athygli, því eftir þessa frægu skáldkonu eru ekki varðveitt nema sárafá heilleg kvæði. Allt annað eru brot. Kvæðið var því þegar birt á forngrísku í venjulegri engilsax- neskri pressu, sem verður að teljast nokkuð sjaldgæft, með því fylgdi einföld og bókstafleg þýðing og ítarlegar skýringar. En fljótlega tóku ýmis ensk skáld að spreyta sig á að þýða þetta kvæði á alvöru ljóðmál, og á Íslandi þýddi Helgi Hálfdánarson kvæðið og birti í Lesbók Morgunblaðsins. Þetta var allt saman merkur menningarviðburður og sigur fornleifafræðinnar. Síðasti hermaðurinn En nú víkur sögunni annað. Í lok janúar andaðist í Frakklandi háaldraður maður að nafni Louis de Cazenave, sem þá var elstur allra Fransmanna og hafði barist í stríðinu 1914-1918. En þegar hann var allur rann upp fyrir mönnum að þá var ekki nema einn maður eftirlifandi af þeim átta og hálfri milljón hermanna sem tekið höfðu þátt í þeim mikla hildar- leik, sem sé allra síðasti franski hermaðurinn úr heimsstyrjöld- inni fyrri. Þessi maður hét Lazare Ponticelli, hundrað og tíu ára gamall. Hann hafði boðið sig fram sem sjálfboðaliði þegar árið 1914, aðeins sautján ára að aldri, barist fyrst í franska hernum og síðan ítalska hernum, alveg til stríðs- loka, og sloppið þaðan með svo mikið líf að það hefur enst honum í níutíu ár til viðbótar. En þegar þessi fregn barst inn á skrifstofur dagblaðsins „Libération“ rifjaðist upp fyrir blaðamönnum, að einhvern tíma í fyrndinni, fyrir óralöngu, sem sé árið 2005, hafði einhver af blaðinu tekið viðtal á segulband, og myndband, við þennan fyrrverandi hermann. Það hafði verið útbúið með ýmsum gömlum myndum, svo og texta, því rödd öldungsins var ekki alltaf skýr, og nú var þetta viðtal orðið sögulegt plagg í meira lagi. Þar að auki var gamli maðurinn í fréttunum. Fyrir nokkru ákvað Chirac, þáverandi forseti, að síðasti hermaðurinn úr heimsstyrjöld- inni fyrri skyldi verða greftraður á kostnað ríkisins við mikla viðhöfn í París, og þá hafnaði Lazare Ponticelli því með öllu, ef það skyldi koma í hans hlutskipti að lifa lengst. En nú þegar hann var í raun og veru kominn í þessa stöðu, féllst hann á þetta, með nokkrum semingi þó og með því skilyrði að það yrði allt með virðingu og ekkert húllumhæ. Þetta vakti athygli og þótti hermannlegt. Og á „Libération“ fóru menn að leita að viðtalinu. Sandur og tölvur En nú voru góð ráð dýr. Á öllum þeim óratíma sem liðinn var síðan það var tekið hafði verið skipt tvisvar um tölvukerfi á blaðinu – kannske á svipaðan hátt og Kínverjar hafa tvisvar gert breytingar á letri sínu á tuttugu og einni öld – og af þessu viðtali fannst hvorki tangur né tetur. Forntölvufræðingar voru nú settir í málið, og eftir nokkra leit komust þeir að því að svo virtist sem fræðimaður einn hefði tínt viðtalið upp úr netinu á sínum tíma. Haft var samband við þennan mann í miklu ofboði, en án árangurs. Hann hafði að vísu tekið upp viðtalið, en harði diskurinn á hans eigin tölvu hafði krassað í mars síðastliðnum, og nú var viðtalið ekki lengur fyrir hendi. Það virtist jafn týnt eins og það hefði sokkið niður í sandinn í Egyptalandi. Fræðimaðurinn gat þó vísað forntölvufræðingunum áfram og eftir mikið stríð bar leitin loks árangur, það tókst að hafa upp á þessum ævaforna texta. Þess vegna geta menn nú heyrt frásögn eins og þessa: „Fjörutíu og átta stundum eftir að ég særðist var rifið úr mér sprengju- brotið sem var í höfðinu. Fjórir menn héldu mér meðan læknirinn skar í holdið sem var orðið grænt, því sprengjubrotið var búið að vera þar lengi. Það blæddi mjög mikið. Þegar ég var orðinn betri var ég sendur aftur á víglínuna, þar sem gashylkjum var skotið á okkur. Þeir sem voru á undan okkur voru allir dauðir, kafnaðir. Síðan gekk herflokkur okkar upp á Monte Grappa, þar sem okkur var tilkynnt að brátt yrði friður undirritaður. Við fórum allir upp úr skotgröfunum og lyftum höndunum. Þessu var lokið. Allir voru ánægðir, jafnt Austurríkis- menn sem við. Og menn spurðu: Til hvers vorum við að berjast?“ Þannig getur fornfræðin ekki einungis grafið upp úr sandinum týnd kvæði frá 6. öld fyrir Krist, heldur jafnvel grafið upp úr gömlum tölvum sögulegt viðtal frá árinu 2005. Fornleifar UMRÆÐAN Iðnþing Öll iðnfyrirtæki þarfnast sama grund-vallar til að vaxa, dafna og skila eig- endum sínum og samfélaginu arði. Stöðug leiki verður að ríkja í efnahags- lífinu og vöxtur að vera jafn og öruggur. Þó að vel hafi gengið undanfarin ár er langt í frá að tekist hafi að tryggja stöð- ugleika. Þeirri skoðun vex sífellt fiskur um hrygg að krónan dugi okkur ekki lengur. Það virðist einnig orðin skoðun flestra að tómt mál sé að tala um að taka upp annan gjaldmiðil en evruna og þá aðeins með þeim hætti að ganga fyrst í ESB. Kannanir hafa lengi sýnt að meirihluti lands- manna telur að taka beri upp aðildarviðræður við ESB og að efnahag okkar sé betur borgið með aðild. Ennfremur eru flestir á þeirri skoðun að við verðum aðilar að ESB fyrr eða síðar. Gallinn er hins vegar sá að stjórnvöld mörkuðu sér þá stefnu að á þessu kjörtímabili verði aðild að ESB ekki á dagskrá. Með aðild að ESB og evru er bent á leið til að breyta til langs tíma þeirri umgjörð sem við setjum efnahags- og þjóðlífi okkar, leið sem tekur nokkur ár að feta þar til settu marki er náð. Líklegt má telja að sjálft samningaferlið við ESB um aðild taki allt að ári eftir að samningaviðræður hefjast í alvöru. Stað- festingarferli aðildarsamnings gæti tekið annan eins tíma. Eftir að inn er komið er ekki tæknilega mögulegt að taka upp evru fyrr en að tveimur árum liðnum og þá þarf að fullnægja öllum skilyrðum sem sett eru fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalaginu og því er ekki að heilsa um þessar mundir. Fari allt á besta veg er líklegt að Íslendingar geti tekið upp evru í fyrsta lagi eftir fjögur ár frá þeim tímapunkti sem við tökum ákvörðun. Samtök iðnaðarins halda Iðnþing sitt 6. mars undir yfirskriftinni: Ísland og Evrópa − Mótum eigin framtíð. Það er liður í framlagi okkar til undirbúnings þeirrar ferðar sem framundan er. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mótum eigin framtíð JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Týnd viðtöl og gömul kvæði Berlín og Varsjá 20.–28. maí Fararstjóri: Óttar Guðmundsson 98.700 kr. Verð á mann í tvíbýli 65.900 kr. Verð á mann í tvíbýli Innifalið: Flug til Berlínar og frá Varsjá með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hótelum með morgunverði, akstur á milli Berlínar og Varsjár og íslensk fararstjórn. Hin óviðjafnanlega París 5.–8. júní Fararstjóri: Halldór Laxness Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með morgunverði og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Vinsæll Í skoðanakönnun Fréttablaðsins nefna tæp fjörutíu prósent Arnald Indriða- son sem besta núlifandi rithöfund á Íslandi. Arnaldur ber höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda. Í öðru sæti er Einar Már Guðmundsson með tæp átta prósent. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda seljast bækur glæpasagnahöfundarins jafnan í tugum þúsunda eintaka. Ekki er vitað hvort Samkeppniseftirlitið hyggst bregðast við yfirburðastöðu Arnaldar á bókamarkaði. Í ljósi fyrri úrskurða þar á bæ er ekki loku fyrir það skotið að Arnaldur verði skikkaður til að gefa út ljóðabók eða smá- sagnakver annað hvert ár til að jafna út söluna. Hælt á hvert reipi Bókasjónvarpsþáttastjórnand- inn Egill Helgason gefur lítið fyrir könnunina og segir hana birting- armynd þeirrar tísku að dást að því sem „gengur ofan í fólkið“. Egill bendir réttilega á að ekki sé endilega saman að jafna vinsældum og gæðum og rökstyður það með skotheldu dæmi. Á tíunda áratugn- um vann Egill á Alþýðublaðinu, sem hafði um sex hundruð áskrifend- ur – þar af fjölmarga dauða. „En það er enn talað um að þetta sé eitthvert besta blað sem hefur komið út á Íslandi.“ Eða eins og sagt er: Ef enginn hrósar manni er best að gera það sjálfur. Lítill áhugi Staða efnahags-, atvinnu og kjara mála var rædd í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær. Tólf þingmenn tóku til máls, þar af aðeins ein kona – Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Ætli konur á Alþingi hafi ekki áhuga á efnahags-, atvinnu og kjaramál- um? Eða komast þær ekki að fyrir körlunum? Þetta hlýtur að vera nokkurt áfall fyrir konurnar hundrað sem um daginn aug- lýstu sig reiðubúnar að setjast í stjórnir fyrirtækja. bergsteinn@frettabladid.is T æpir tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að læknar hættu að manna neyðarbíl Landspítalans og Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins. Þegar þjónustunni var breytt í ársbyrjun höfðu læknar verið fastir meðlimir í áhöfn neyðarbílsins í rúmlega aldarfjórðung og var árangurinn af því fyrirkomulagi óumdeildur. Hundrað prósent fleiri lifðu af hjartastopp eftir að læknarnir bættust í útkalls- hópinn og hlutfall endurlífgana sjúklinga var með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þegar breyta á því sem vel er gert í opinberri þjónustu gera örugglega fleiri en sá sem hér skrifar ráð fyrir að markmiðið sé að gera enn betur. Því var þó ekki að heilsa með tilfæringum stjórnenda Landspítalans með neyðarbílinn, eins og Magnús Pétursson, forstjóri spítalans, viðurkenndi reyndar þegar til- kynnt var um breytingarnar. „Auðvitað bætir þetta ekki þjón- ustuna, það segir sig sjálft,“ sagði Magnús í samtali við Frétta- blaðið um miðjan desember. Enda var markmið Magnúsar ekki bætt þjónusta heldur niðurskurður og sparnaður. Breytingarnar komu svo til fram- kvæmda þótt Læknafélagið, Félag unglækna og allir sérfræð- ingar landsins í slysa- og bráðalækningum segðu þær skref aftur á bak. Reyndar þarf ekki sérstakan sérfræðing til þess að átta sig á því að það hlýtur að vera betra að læknir sé í slökkvi- stöðinni í Skógarhlíð þar sem neyðarbíllinn er, frekar en að neyðarbíllinn þurfi að koma við á slysadeildinni í Fossvogi og sækja lækni á leið í útkallið, eins og núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að í nokkrum tilvikum, eftir að þjónustunni var breytt, hefur ekki tekist að senda lækni með neyðarbílnum þótt hans hafi verið óskað. Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni. Bjarni Þór Eyvindsson, læknir á slysa- og bráðadeild Land- spítalans, bendir á að erfitt geti verið að meta hvort viðvera læknis ráði úrslitum um líf eða dauða í útköllum neyðarbíls- ins. Það liggur þó í augum uppi að við slíkar aðstæður hlýtur sjúklingurinn að eiga að njóta vafans og læknir að vera með í för. Bjarni Þór er einmitt á þeirri skoðun, sem og allir kollegar hans, deildarlæknar á slysa- og bráðasviði spítalans. Í frétt blaðsins í dag segir Bjarni Þór að yfirstjórn Landspít- alans sé að átta sig á því að mistök hafi verið gerð með breyt- ingunum í janúar. Magnús Pétursson, forstjóri spítalans, tekur hins vegar ekki undir það og segir í samtali við Fréttablaðið að nokkra mánuði þurfi til að meta reynsluna af breytingunum. Tilraunadýrin á þeim tíma verða til dæmis þeir sem verða fyrir þeirri ógæfu að fá hjartaáfall og þurfa á þjónustu neyðar- bílsins að halda. Allt vegna fyrirætlana um sparnað upp á tæpar þrjátíu milljónir króna á ári. Það er ótrúlegt að stjórnendur Landspítalans leggi í þessar æfingar fyrir ekki hærri upphæð, þvert á ráðleggingar meirihluta sérfræðinga. Er íslenskt heil- brigðiskerfi virkilega svona hart keyrt? Neyðarbíll án læknis er skref aftur á bak. Þarf einhver að deyja? JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.