Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 5. mars 2008 17 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Meiðyrðadómur Ómar, er skítt að vera á Kára-hnjúkum? „Þeir sem gleyma að þvo sér um hendurnar geta lent í djúpum.“ Fullt tilefni var til að kalla fjöl- miðlafulltrúann Ómar R. Valdi- marsson rasista, þegar Gaukur Úlfarsson skrifaði ummælin sem héraðsdómur tók svo fyrir í máli Ómars gegn Gauki og dæmdi Gauk sekan um ærumeiðingar. Það er ekki ljóst hvort Ómar var á þeim tímapunkti mesti rasisti Íslands en hann var þá talsmaður alþjóðasamsteypunnar Impregilo á Íslandi, þess fyrirtækis sem hafði einna mest áhrif á aðbúnað hvað flestra útlendinga á landinu. Og hafði sig töluvert í frammi sem slíkur. Þannig hafði Ómar um hríð býsna mikil áhrif á afstöðu lands- manna til útlendinga. Þegar tugir verkamanna veikt- ust vegna lélegs aðbúnaðar í margra kílómetra djúpum námu- göngum, þar sem þeir unnu án aðgangs að klósettum, hreinu drykkjarvatni, eða ferðum upp úr göngunum til að matast, birtust í Fréttablaðinu hnyttin orðaskipti blaðamanns og Ómars. Með orðum sínum gaf Ómar mjög sterklega í skyn að veikindin hefðu minna með aðbúnað á ábyrgð Impregilo að gera og snerust aðallega um óþrifnað útlendinganna. Þetta eru rasísk ummæli af vondri en vel þekktri sort. Algengustu og klén- ustu fordómar á milli samfélags- hópa birtast iðulega í ávæningi um óþrifnað. Trúlega er enginn hinna erlendu starfsmanna, sem Ómar níddist á með ummælum sínum, þess umkominn að verja sinn sóma og heiður, enda flestir þeirra farand- verkamenn sem koma til Íslands að vinna tiltekið verk og fara síðan. Ómar ætlar ekki heldur að verja heiður sinn. Hann vill bara koma í veg fyrir að um hann og starf hans sé rætt. Ómar er fjölmiðlafulltrúi. Það þýðir ekki að á opinberum vett- vangi taki hann ábyrgð á gjörðum annarra, hann reynir aðeins að lágmarka það hversu mikla ábyrgð aðrir þurfa að taka á gjörðum sínum sjálfir. Á vefsvæði fyrir- tækis Ómars er talað um krísu- stjórnun, meðal annars, og hvernig takmarka má skaða af ímyndaráfalli „með vel skipulagðri áætlun“. Sjálfsagt er einhver dyggð í slíku starfi, sjálf- sagt þarf Ómar einhvern tíma að kasta sér fyrir kúluna, svo að segja. Það gerði hann kannski hér og ef til vill er hann alls enginn rasisti „innst inni“ eins og heitir. En Ómar tók að sér að verja starfsemi fyrirtækis sem hirti ekki meira um líf starfs- manna sinna (eða undirverktaka) en svo að þeir hríðféllu. Fimm verkamenn dóu í vinnu- slysum í framkvæmdunum við Kárahnjúka. Það er mikið. Það er raunar öllu hærra mannfall, miðað við höfðatölu, þ.e. miðað við fjölda íbúa á Íslandi og Bandaríkjunum, en mannfall bandaríska hers- ins í Írak. Í augum áhuga- manns virtist Ómar standa sig mjög vel við vörn þessa rekstrar, eins þegar hann þurfti að ófrægja starfsmenn fyrir- tækisins eða undirverk- taka. Hvað sem líður innri manni Ómars í dag, þá voru það á sínum tíma nokkuð mikilvæg pólitísk sann- indi sem Gaukur Úlfarsson hélt fram á bloggsíðu sinni: Að fjöl- miðlafulltrúinn Ómar væri rasisti. Því þannig kom hann fram. Rasismi er hins vegar ekki nákvæmt orðalag yfir faglega afstöðu Ómars, eins þó að upp- runaland virðist spila rullu í þess- ari orðræðu. „Classism“ er orð sem heyrist æ oftar í Bandaríkj- unum, og nær yfir fordóma og mismunun milli stétta, þá einkum fordóma og mismunun efri stétta gegn neðri stéttum, umfram það sem felst í einfaldri efnahagslegri mismunun. Þetta hugtak, klass- ismi eða stéttahyggja, virðist eiga enn betur við um þá afstöðu sem birtist í ummælum Ómars þegar hann starfaði sem fjölmiðlafull- trúi Impregilo. Það má leita lengi í íslenskum dagblöðum áður en finnast nokkrar aðdróttanir um að millistjórnendur, forstjórar eða helstu eigendur stærri fyrirtækja kunni ekki að þrífa sig, hvaðan sem þeir koma. Lýðræðisleg umræða er dóna- leg í huga þeirra sem vilja heldur hafa sitt vald í friði. Það er eins og sú lexía ætli ekki að láta Ísland í friði þetta árið. Ritstjórar íslenku dagblaðanna koma allir úr efstu röðum eins og sama stjórnmála- flokks. Flestir dómarar beggja dómsstiga gera það líka, eins og frægt er orðið. Samstaða meðal þeirra um að fjölmiðlafulltrúar alþjóðlegra stórfyrirtækja megi rægja valdlausa samfélagshópa, en ólöglegt verði að svara því full- um hálsi – að tjáningarfrelsið snúi aðeins í eina átt, ofan frá niður – væri ólýðræðisleg og óþolandi. Þess vegna verður Hæstiréttur að snúa þessum dómi. Höfundur er heimspekingur. Rangur dómur HAUKUR MÁR HELGASON Þetta hugtak, klassismi eða stéttahyggja, virðist eiga enn betur við um þá afstöðu sem birtist í ummælum Ómars þegar hann starfaði sem fjöl- miðlafulltrúi Impregilo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.