Fréttablaðið - 05.03.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 05.03.2008, Síða 30
 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR14 ● fréttablaðið ● kópavogur Formaður bæjarráðs Kópa- vogs, Ómar Stefánsson, afhenti nýlega MS-félagi Íslands, fyrir hönd bæjaryfirvalda, tveggja milljóna króna styrk til stækk- unar á húsnæði fyrir dagvist félagsins. Styrkurinn var af- hentur í húsnæði Dagvistar- og endurhæfingarmiðstöðvar MS-sjúklinga að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Félagið hefur rekið dagvist- ina í meira en tuttugu ár en hún var stofnuð í þeim tilgangi að veita MS-sjúklingum umönn- un og endurhæfingu sem vegna fötlunar sinnar þurftu á aðstoð við daglegar athafnir að halda. Þjónustan er veitt óháð bú- setu. Mjög var farið að þrengja að starfseminni og því ráðist í það verkefni að stækka hús- næði dagvistarinnar fyrir ári. Styrkurinn frá Kópavogsbæ kemur því að góðum notum. Kópavogsbær styrkir MS- félagið Nú stendur yfir mannréttindavika í Menntaskólanum í Kópavogi með kynjuðu ívafi. Verkefnið er í sam- starfi við jafnréttisnefnd Kópa- vogsbæjar og stendur yfir frá 3.- 6. mars. Öflug dagskrá verður alla dag- ana og er hún samin með kynja- sjónarmið til hliðsjónar. Dagskrá- in er með svipuðu sniði og í fyrra, en þá hlaut MK jafnréttisverð- laun Jafnréttisráðs. Tveir kennar- ar og þrír nemendur úr nemenda- ráði sátu í undirbúningsnefnd auk jafnréttisfulltrúa Kópavogsbæjar. Í dag verður kvikmyndin Börn náttúrunnar sýnd, auk þess sem ungt fólk af ólíkum uppruna segir frá reynslu sinni af Íslandi og Ís- lendingum. Heimildarmyndin Lystin að lifa, sem fjallar um átröskun, er einnig sýnd í dag og deginum lýkur með kynningu Kristínar Njálsdóttur á Ísland Panorama, félagi gegn rasisma. Á morgun verður kvikmyndin Mótorhjóladagbækurnar sýnd auk þess sem umfjöllun um mismun- andi trúarbrögð verður í boði. Vik- unni lýkur með mat í boði skólans þar sem Freyr Eyjólfsson verður með grín og gigg. Yfirskriftin er „dragsýning karlkennara,“ „túlk- un konunnar“ og fleira. Kvikmyndir og fyrirlestrar fara fram í Bleika sal, trúfélög verða í Orminum og hádegisdag- skrá í Sunnusal. Nánari upplýs- ingar fást hjá Garðari Gíslasyni hjá Menntaskólanum í Kópavogi. Dagskrá í heild sinni er á: www. kopavogur.is - rh Mannréttindavika í MK Menntaskólinn í Kópavogi hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir mannréttindaviku sem haldin er árlega. MS-félagið fékk tvær milljónir. ● FYRSTI FUNDUR DÓM- NEFNDAR UM ÓPERUHÚS Dómnefnd sem fjallar um teikn- ingar að óperuhúsi í Kópavogi hélt sinn fyrsta fund í gær. Þrjár arki- tektastofur fengu tækifæri til að taka þátt í samkeppni um hönn- unina og hafa þær skilað af sér til- lögum. Þetta eru stofurnar Ark- þing ehf., Ask ehf. og ALARK arki- tektar ehf. Það skilyrði var sett að stofurnar hefðu samband við er- lenda arkitekta sem hefðu reynslu af hönnun óperuhúsa. Dómnefnd- in er skipuð þeim Gunnari I. Birgis- syni bæjarstjóra, Stefáni Baldurs- syni óperustjóra, og arkitektunum Þorvaldi S. Þorvaldssyni, Ólafi Al- exanderssyni og Ásdísi Ingþórs- dóttur. Einnig nýtur nefndin ráð- gjafar verkfræðings og tæknifræð- ings. Hún mun gera tillögurnar opinberar um næstu mánaðamót.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.