Fréttablaðið - 09.03.2008, Side 2

Fréttablaðið - 09.03.2008, Side 2
2 9. mars 2008 SUNNUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ 4 tilbúnir austurlenskir réttir, hrísgrjón og gos aðeins kr. 1.990.- Austurlensk fjölskylduveisla fyrir 4 LONDON Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, var útskrifuð af sjúkra- húsi í London í gær. Ítarlegar læknisrann- sóknir leiddu ekkert óvanalegt í ljós eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Thatcher var lögð inn á föstudags- kvöld eftir að hún hneig niður í kvöldverðarboði á vegum Lávarðadeildar breska þingsins. Thatcher, sem er 82 ára, fékk nokkur smávægileg heilablóðföll árið 2002 og ráðlögðu læknar henni í kjölfarið að draga verulega úr ræðuhöldum og öðrum skuldbindingum. - vþ Veikindi Margaret Thatcher: Útskrifuð eftir rannsóknir MARGARET THATCHER Kiddi, hefur einhver gaukað að þér hugmyndum um nafn? „Já, það hafa margir furðufuglar komist á flug við nafngiftina.“ Tónleikastaðurinn fornfrægi, Gaukur á Stöng, mun skipta um nafn þegar honum verður breytt í dansklúbb á næstunni. Kristján „Kiddi Bigfoot“ Jónsson er eigandi Gauksins. MENNTAMÁL Nýtt framhaldsskóla- frumvarp, fjármál nemenda- félaga og landsmálapólitík í skólum, voru meðal umræðuefna á fulltrúafundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema, sem fram fór í gær. Fundinn sátu fulltrúar allra nemendafélaga í framhalds- skólum landsins. Fundarmenn ræddu um aðkomu nemenda að stjórnun skólanna, hvernig megi bæta keppnir eins og Gettu betur og Morfís, mataræði í skólum og slæma umfjöllun í þjóðfélaginu um skólaböll. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fulltrúi menntamálanefndar Alþingis, hlýddi á niðurstöður umræðna að fundi loknum. - sgj Framhaldsskólanemar: Fulltrúar allra skóla funduðu STJÓRNSÝSLA Embætti lögreglu- stjórans á Suðurnesjum gerir ráð fyrir ríflega 200 milljóna króna útgjöldum á árinu umfram heim- ildir fjárlaga, til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Rekstrar- áætlun embættisins kom fram eftir að fjárlög höfðu verið sam- þykkt, samkvæmt tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu beri skylda til að fara ekki fram úr fjárlögum. „Þetta er mjög flókið viðfangs- efni, en við erum í góðri sam- vinnu við dómsmálaráðuneytið um að leita leiða til lausna.“ Fund- að verður um málið í dómsmála- ráðuneytinu á morgun. „Ráðuneytið óskar eftir tillögu, sem byggist á virðingu fyrir fjár- lögum,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Ráðuneytið hefur ekki fengið nýja tillögu embættisins, en viðbrögð ráðu- neytisins munu byggjast á henni.“ Á fjárlögum ársins 2008 er ekki um að ræða niðurskurð á fjár- heimildum til embættisins frá fyrri árum, að sögn ráðuneytis- ins. Mikill meirihluti útgjalda lög- regluembættisins er launakostn- aður, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fjárskortur kemur því helst niður á getu embættisins til að viðhalda sama fjölda starfs- fólks. Hjá embættinu starfa nú 240 manns, en lögreglumönnum og tollvörðum hefur fækkað á undan- förnum árum, þrátt fyrir umfangs- mikla starfsemi flugvallarins. Flugumferð eykst um 12 til 18 pró- sent á hverju ári og hefur umfang flugfragtar margfaldast síðustu ár. Miklar breytingar hafa orðið í löggæslu á Suðurnesjum undan- farin misseri, en í upphafi árs 2007 voru öll lögregluembætti á Suðurnesjum sameinuð. Á sama tíma var embættið á Keflavíkur- flugvelli fært frá utanríkisráðuneytinu til dóms- málaráðuneytisins. Í upphafi þessa árs tók svo samgöngumála- ráðuneytið yfir málefni Keflavík- urflugvallar og flugstöðvarinnar. steindor@frettabladid.is Segja 200 milljónir vanta á Suðurnesin Lögreglan á Suðurnesjum áætlar 200 milljóna króna útgjöld á árinu umfram heimildir fjárlaga. Lögreglumönnum og tollvörðum hefur fækkað síðustu ár. Án frekari fjármuna er hætta á áframhaldandi fækkun og þjónustuskerðingu. LÖGREGLUMENN AÐ STÖRFUM Umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þekur fimm þéttbýlissvæði og Keflarvíkurflugvöll. Starfsemi flugstöðvarinnar eykst ár frá ári. FÓLK Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Hótels Rangár, hefur boðið Sigurlínu Árnadóttur, eða Línu í Túni eins og hún er kölluð í Heimaey, að gista í svítu hótelsins. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að Línu dreymdi fyrir því að rætast myndi úr loðnuvertíðinni þó að veiðibann hefði verið sett á um tíma. Sagði hún Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra frá draumi sínum þegar ástandið var hvað svartast en skömmu síðar réðst draumurinn. Í kjölfarið nefndi hún það við yfirmenn sína á Vinnslustöðinni í hálfkæringi að þeir leigðu fyrir hana svítu svo hana gæti dreymt fyrir betri tímum. „Það blæs nú ekki byrlega í íslensku efnahagslífi þannig að það minnsta sem ég get gert er að athuga hvort Línu geti ekki dreymt fyrir betri tímum á þeim vettvangi. Þannig að það er bara svíta á Línuna,“ segir Friðrik kankvís. „Hún er líkleg til þess þar sem hún bjargaði nú vertíðinni,“ bætir hann við. Enginn sérstakur tímarammi er á tilboði Friðriks. „Hún má koma hvenær sem hún er upplögð til draumfara,“ segir hann. Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, afhenti Línu bréfið frá Friðriki en þar segir að séð verði til þess að hún gangi ekki svöng til hvílu og fái að snæða það sem hún telji að hjálpi henni helst til að ná fullum afköstum í draumum sínum. „Ég er alveg klumsa,“ segir Lína sem segist þó ekki komast í þetta draumastarf fyrr en að lokinni loðnuvertíð. - jse Friðrik Pálsson býður Sigurlínu Árnadóttur að gista í svítu Hótels Rangár: Vonar að Línu dreymi vel LÍNA FER Í DRAUMASTARFIÐ Þór Vilhjálmsson afhenti Sigurlínu bréfið frá framkvæmdastjóra Hótels Rangár þar sem henni er boðin gisting í svítunni. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON SKÁK Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, er kominn til landsins í tilefni af Alþjóð- legri skákhátíð í minningu Bobbys Fischers, mannsins sem sigraði hann í einvígi um heims- meistaratitilinn. Kona hans, Marina Spassky, er með honum í för, en þau dvelja á landinu fram á fimmtudag. „Það var virkilega gaman að hitta hann og hann var bara hress,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksam- bands Íslands. „Hann er reynd- ar nýbúinn að fara í augnaðgerð og var því með dökk sólgler- augu.“ Til landsins eru einnig komnir stórmeistararnir Vlastimil Hort frá Tékklandi, Lajos Portisch og Pal Benko frá Ungverjalandi og William Lombardy frá Banda- ríkjunum. Þeir munu taka þátt í fjölbreyttri dagskrá næstu daga í minningu Fischers, sem hefst með hátíðardagskrá í Þjóðmenn- ingarhúsinu klukkan tvö í dag. Í dag eru 65 ár liðin frá fæðingu Fischers. Stórmeistararnir munu allir fara að leiði Fischers á meðan heimsókninni stendur. „Ég held að það hafi fengið dálítið á þá alla þegar Fischer dó,“ segir Guðfríð- ur Lilja. - sgj Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, lenti á Keflavíkurflugvelli í gær: Hress þrátt fyrir augnaðgerð KOMINN TIL LANDSINS Spassky notar svört sólgleraugu vegna augnaðgerðar sem hann fór í nýverið. MYND/VÍKURFRÉTTIR BJÖRGUN Félagar í björgunarsveit- inni Ingunni á Laugarvatni komu manni til bjargar í gær sem var í sjálfheldu í Stórahelli í Laugar- vatnsfjalli. Maðurinn var fremstur í hópi sem hugðist klifra upp í hellinn. Festing fyrir keðju sem notuð er til að komast upp í hellinn gaf sig. Bjarni Daníelsson, formaður Ingunnar, segir keðjuna áratuga gamla. Um þrettán metrar eru upp í munnann og hefði maður- inn stórslasast hefði hann fallið. „Þetta er vanur klifurstrákur. Við komum til hans línu og svo gat hann dregið upp siglínu.“ Maðurinn gat því sigið sjálfur niður úr hellinum. - ovd Var hætt kominn í Stórahelli: Björguðu manni úr sjálfheldu ÓSLÓ, AP Þjóðir heims verða að bregðast við loftslagsvandanum núna, eða súpa seyðið af aðgerða- leysi síðar meir. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunar- innar, OECD, um umhverfismál. Verði ekkert að gert gæti hlýnun loftslags valdið því að eftir tvo áratugi hefði helmingur mannkyns ekki viðunandi aðgang að drykkjarvatni, að því er Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD, tjáði blaðamönnum á kynningar- fundi i Ósló. Nýja skýrslan fjallar um horfur í umhverfismálum fram til ársins 2030. - aa Ný skýrsla frá OECD: Loftslagshlýnun krefst aðgerða Bíll brann á Bogagranda Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Bogagranda um klukkan hálftvö í gær vegna elds í bifreið. Talið er að eldsupptök megi rekja til bilun- ar í bílnum sem stóð nærri íbúðar- húsi og skapað það nokkra hættu. Vel gekk að slökkva eldinn. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin er ónýt. LÖGREGLUFRÉTTIR KUALA LUMPUR, AP Kosningar til þings og til fylkisstjórna voru haldnar samdægurs í Malasíu í gær. Stjórnarflokkur Abdullah Ahmad Badawi, forsætisráð- herra Malasíu, beið þar óvæntan ósigur í Penang-fylki. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að flokkurinn haldi naumlega meirihluta sínum á þingi. Stjórnarflokkurinn sigraði með yfirburðum í kosningum árið 2004 og hlaut 91 prósent þing- sæta. Vinsældir flokksins hafa þó dvínað undanfarin ár í kjölfar verðhækkana á öllum neyslu- vörum, spillingarmála og aukinnar glæpatíðni í landinu. - vþ Kosningar í Malasíu: Stjórnarflokkur missir fylgi BJÖRN BJARNASON JÓHANN R. BENEDIKTSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.