Fréttablaðið - 09.03.2008, Side 8

Fréttablaðið - 09.03.2008, Side 8
8 9. mars 2008 SUNNUDAGUR A ug lý si ng as ím i – Mest lesið GAZA, AP Ísraelsk stjórnvöld sögð- ust á föstudag ætla að halda áfram friðarviðræðum við Palestínu- menn, þrátt fyrir mannskæða skotárás í Jerúsalem á fimmtu- dag, „til þess að refsa ekki hóf- sömum Palestínumönnum fyrir verknað fólks sem eru ekki aðeins okkar óvinir heldur einnig þeirra,“ eins og ísraelskur embættismaður orðaði það. Átta manns létu lífið þegar Ala Abu Dhaim, arabískur bifreiða- stjóri búsettur í Austur-Jerúsalem, réðst inn í virtan trúarháskóla í borginni á fimmtudag. Fjölskylda árásarmannsins segir að hann hafi um skeið starfað sem bifreiða- stjóri fyrir skólann. Að minnsta kosti níu aðrir særðust, þar af þrír alvarlega. Hamas-samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en drógu síðan þá yfirlýsingu til baka og sögðust ekki viss um hvort þau gætu „eignað sér heiðurinn strax“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, frestaði þátt- töku í öllum friðarviðræðum við Ísraelsmenn eftir harðvítugar árásir Ísraela á byggðir Palestínu- manna á norðanverðri Gazaströnd í vikunni. Þær árásir, sem bitnuðu harðast á bænum Jebaliya, kost- uðu meira en 120 manns lífið. - gb Mannskæð skotárás í Jerúsalem hefur ekki áhrif: Ísraelar vilja halda viðræðum áfram HINIR LÁTNU SYRGÐIR Ísraelar jarðsungu í gær átta nemendur á aldrinum 15 til 26 ára, sem létu lífið í árásinni á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.