Fréttablaðið - 09.03.2008, Side 30

Fréttablaðið - 09.03.2008, Side 30
ATVINNA 9. mars 2008 SUNNUDAGUR124 Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson opnuðu fyrstu Bónus- verslunina í 400 fermetra húsnæði við Skútuvog laugardaginn 8. apríl 1989. Salan varð strax þrefalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og um mitt sumar 1989 var ráðist í að opna aðra Bónusverslun, í Faxafeni 14. Ári síðar, 1990, var svo þriðja verslunin opnuð á Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarrði og enn ári síðar sú fjórða, á Smiðjuvegi í Kópavogi. Verslanirnar eru í dag 16 á höfuð- borgarsvæðinu og 9 á landsbyggðinnni. Starfsmenn Bónuss eru nú í mars 2008 um 850 talsins, fjórum sinnum eiri en fyrir 7 árum. Tímaritið Frjáls verslun útnefndi Bónus „Vinsælasta fyrirtæki ársins 2008“ í febrúar sl. Skrifstofustarf Bónus óskar að ráða starfsmann á skrifstofu. Um er að ræða almenn skrifstofustörf en helstu verkefnin eru eftirfarandi: Símavarsla. Móttaka og afgreiðsla viðskiptavina. Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni. Leitað er að einstaklingi með góða tölvukunnáttu og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og þjónustulund. Um er að ræða fullt starf. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skal senda í tölvupósti til: skrifstofa@bonus.is Upplýsingar ekki veittar í síma.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.