Fréttablaðið - 09.03.2008, Page 74

Fréttablaðið - 09.03.2008, Page 74
Villibráð INNBAKAÐUR HÉRI 12 matur 2 stk. hérafillet hreinsuð og snyrt 100 g kalkúnabringa 80 g Shitake-sveppir skornir í sneiðar 60 g Emmentaler-ostur skorinn í mjög litla kubba 100 ml rjómi 30 g Shallotu-laukur saxaður smátt 80 g spínat koníak bara smá slettu Salt og pipar 2 greinar timjan 50 g smjör Hvítt brauðtertubrauð Hérakjötið er sina- og fitu hreinsað, kryddað með salti og pipar og lagt saman. Síðan er búið til kalkúnafars á eftirfarandi hátt: Sveppir, laukur og spínat steikt í smjörinu og kælt. Kalkúnabringan sett í mixer og maukuð. Öllu blandað út í mixerinn og kryddað. Rjómanum er að síðastu bætt við. Farsinu er smurt á brautertubrauðið 0,5 cm þykku. Héranum er síðan rúllað inn í fars og brauð, pakkað inn í plastfilmu og sett í kæli. Plastið tekið af og rúllan steikt í smjöri þar til hún er vel brúnuð. Bökuð í 20 mínútur í ofni við 110 gráður. Skorin í fjóra bita. INNBAKAÐUR HÉRI Innbökuð héra- steikin lítur vel út frá hendi Elmars í Perlunni. Hérinn er ekki bara táknrænn fyrir páska heldur getur líka verið hráefni í fyrirtakssteik. Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar, kann vel að meta hérakjöt og segir það mjög bragðgott. „Hérakjötið er með miklu villibragði, svolítið sterkt,“ segir hann og gefur okkur uppskrift að innbökuðum héra. Magnið er ætlað fjórum. Villibragð svolítið sterkt Elmar Pétur Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perl- unnar, segir hérann ekki aðeins tákn páska heldur sé hann einnig fyrirtaks hráefni í steik. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I SVEPPIR OG HVÍTVÍN Endrum og eins er gaman að taka áhættu í matargerð og elda einhverja framandi rétti. Sniglar eru tilvaldir til þess, en þá er hægt að kaupa úti í búð annaðhvort í eða án skelja. Svo er tiltölulega auðvelt að elda úr þeim dýrindis matarveislu og bera fram með hvítlauksbrauði og hvítvíni. FÍNERÍ Á BORÐIÐ Ostahnífar af ýmsum gerðum fást í helstu búsáhaldaverslunum landsins, en þeir eru fínasta búbót og setja þar að auki skemmtilegan svip á ostaveislur. FÍNLEG FRAMKOMA Það skiptir öllu máli að vera kúltiveraður í kok- teilboðum. Til dæmis þykir ekki fínt að ryðja fólki frá til að komast að girnilegum pinnamat. Hvað þá að standa alltof lengi við veisluborð. Og það þykir fyrir neðan allar hellur að stinga úr tönnunum á sér, ropa eða sleikja puttana til að láta ánægju sína í ljós. margt smátt Elmar segir hérann gott hráefni. A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.