Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 4
4 22. mars 2008 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn á ekki einungis að tryggja aðgengi að íslenskum krónum heldur ætti hann einnig að tryggja aðgengi að lausu fé í erlendri mynt, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. „Það er brestur á gjaldeyris- skiptamarkaði. Markaðurinn hökt- ir verulega í dag, sem ýkir sveiflur á gengi íslensku krónunnar,“ segir Edda Rós. Líkja megi ástandi á gjaldeyrisskiptamarkaði við umferðarteppu á þjóðvegi þegar aðeins ein akrein er opin og öku- menn eru farnir að keyra utanveg- ar til að komast leiðar sinnar. Tvær leiðir eru færar til að bæta virkni gjaldeyrismarkaðar- ins hér á landi. Annars vegar getur Seðlabankinn notað hluta gjaldeyrisforðans til að gera gjaldeyrisskiptasamninga við við- skipta bankana og liðka þannig fyrir flæði fjármagns til og frá landinu. Hins vegar mætti heimila við- skiptabönkunum að leggja fram íslensk veð gegn erlendri mynt í endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann, þegar bankinn lánar reiðufé í viku gegn tryggu veði. Edda Rós segir báðar leiðirnar krefjast þess að Seðlabankinn auki gjaldeyrisforða sinn talsvert frá því sem nú er. Auk þess sé æskilegt að bankinn geri gjaldeyrisskipta- samninga við erlenda seðlabanka, eins og seðlabankar G-10 ríkjanna hafa gert sín á milli. - bj Seðlabankinn þarf að auka gjaldeyrisforðann líkt og seðlabankar G-10 ríkjanna: Teppa á gjaldeyrismarkaði EDDA RÓS KARLSDÓTTIR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 2° -2° -5° --2° -4° 4° 6° 4° 1° 5° 19° 22° 4° 20° 9° 29° 17° 13 15° Á MORGUN Hæg breytileg átt um allt land MÁNUDAGUR Róleg austanátt víðast hvar 2 2 5 2 3 3 0 6 4 1 3 9 5 7 7 5 8 5 0 0 -2 -6 -3 -2 -1 -3 2 3 4 3 4 0 MILT OG RÓLEGT Það verður rólegt veður um allt land í dag, þó ekki verði jafn sólríkt og í gær. Með skýjaþykkninu má búast við úrkomu fyrripartinn bæði norðanlands og suðvestantil. Svip- að veður verður á morgun, páskadag. Elín Björk Jónsdóttir veður- fræðingur Óku undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Suðurnesjum tók fimm ökumenn aðfaranótt föstudagsins fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Af þeim voru tveir einnig undir áhrifum áfengis. Það sem af er marsmánuði hefur 31 ökumaður verið kærður á Suðurnesjum fyrir akstur undir áhrif- um fíkniefna. Þrisvar ekið undir áhrifum Lögreglan á Akureyri tók ökumann aðfaranótt föstudagsins fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Er þetta í þriðja sinn á skömmum tíma sem sami maður er tekinn fyrir slíkt brot. Þá var ökumaður tekinn í gærmorgun fyrir ölvunarakstur. Báðir voru þeir teknir við reglubundið eftirlit og var sleppt eftir skýrslu- og sýnatöku. LÖGREGLUFRÉTTIR WASHINGTON, AP Tveir starfsmenn bandaríska utanríkisráðuneytis- ins hafa verið reknir og einn áminntur eftir að þeir brutu lög með því að skoða vega- bréfsumsóknir forsetafram- bjóðendanna Baracks Obama, Hillary Clinton og Johns McCain. Hefur málið vakið upp grunsemdir um að upplýsingarn- ar hafi verið nýttar í pólitískum tilgangi. Sami aðilinn og skoðaði vegabréfsumsókn Obama fyrir skömmu skoðaði umsókn McCain fyrr á árinu. Í tilfelli Hillary þá var brotist inn í hennar skrá síðasta sumar og komst strax upp um brotið. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur þegar beðið Obama afsökunar á málinu og ætlar að rannsaka það til fullnustu. - fb Tveir ríkisstarfsmenn reknir: Skoðuðu skrár frambjóðenda KAUPMANNAHÖFN Þrír piltar á aldrinum fimmtán til sautján ára hafa verið handteknir í Kaup- mannahöfn grunaðir um að hafa barið sextán ára blaðburðardreng til bana með hafnaboltakylfu á miðvikudag. Hafa þeir verið úrskurðaðir í 27 daga gæsluvarð- hald. Drengurinn var laminn með einu kylfuhöggi í höfuðið eftir að hafa verið í matarhléi með vini sínum sem einnig var að bera út blöð. Dönsku lögreglunni er ekki kunnugt um ástæðuna fyrir morðinu og telur einna helst að árásin hafi verið með öllu tilefnislaus. - fb Danskur blaðberi myrtur: Þrír piltar handteknir LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók síðdegis í gær þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að þremur ránum og einni ránstilraun í Breiðholti síðustu daga. Þeir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi til 28. mars. Sá yngsti er sautján ára, hinir á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fyrsta ránið var framið um klukkan níu á miðvikudagskvöld. Þá ruddist maður inn í söluturninn King Kong við Eddufell og ógnaði tvítugri afgreiðslustúlku með sprautunál. Hann sagði henni að sprautan bæri smit af lifrarbólgu C og að hann myndi stinga hana rétti hún honum ekki peninga. Hann komst á brott með einhverja fjármuni. Skömmu áður hafði verið reynt að ræna konu á fimmtugsaldri við hraðbanka hjá verslun Select í Suðurfelli á sama hátt. Konan varðist manninum, sem hraktist undan. Annað ránið var framið um hádegisbil á fimmtudag. Þá réðst maður inn í Leifasjoppu við Iðufell og bar sig eins að og gert var í ráninu kvöldið áður. Um klukkan ellefu í gærmorgun var þriðja ránið framið í verslun Select við Suðurfell. Þar ógnaði ræninginn starfsfólki með sprautunál á sama hátt og í hinum tveimur ránunum og komst á brott með peninga og sígarettur. Vitni eltu ræningjann og tvo vitorðsmenn hans sem flúðu á hlaupum þar til þeir hurfu við Æsufell. Lögregla handtók þrjá menn síðar í gær. Þeir voru í annarlegu ástandi og því reyndist örðugt að yfirheyra þá en að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns er talið ljóst að um sé að ræða mennina þrjá frá því í ráninu í gærmorgun. Þá sé ýmislegt sem bendi til þess að þeir hafi einnig komið nærri hinum ránunum. Ránsfengurinn nam samtals nokkrum tugum þúsunda, auk vindlinganna, og mun stór hluti hans vera fundinn eftir húsleitir. stigur@frettabladid.is Sprauturæningjar úrskurð- aðir í vikulangt varðhald Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um aðild að þremur ránum í Breið- holti. Í öllum ránunum var fólki hótað lifrarbólgusmiti með sprautunál. Yngsti maðurinn er sautján ára. VERSLANIRNAR ÞRJÁR Í öllum ránunum þremur, sem og ránstilrauninni á miðvikudagskvöld, var fólki hótað með sprautunál. Engan sakaði þó í ránunum og ekki liggur fyrir hvort nálin eða nálarnar hafi í raun og veru borið lifrarbólgusmit. BARACK OBAMA GENGIÐ 19.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,5528 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,65 78,03 155,36 156,12 122,17 122,85 16,377 16,473 15,182 15,272 12,946 13,022 0,7863 0,7909 127,62 128,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.