Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 26
28 22. mars 2008 LAUGARDAGUR Þ órhallur hefur um árabil verið lands- mönnum innan hand- ar í leit þeirra að raunverulegum sagn- fræðilegum fróðleik á bak við metsölubækur og -mynd- ir eins og Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown. Hann hefur staðið fyrir fjölda námskeiða um inni- hald bókarinnar sem yfir þúsund manns hafa sótt. María Magdalena kemur þar talsvert við sögu enda rauður þráður bókarinnar sá að Jesús og María hafi eignast erf- ingja sem er best varðveitta leynd- armál mannkynssögunnar. María var efnuð kona Að sögn Þórhalls hefst saga Maríu líklega um svipað leyti og saga Jesú. María er frá bænum Magdala sem er nálægt Nasaret þar sem Jesús ólst upp, en lítið er til af heimildum um fortíð hennar, æsku og unglingsár. Þó er vitað að íbúar Magdala voru stöndugir, enda bær- inn verslunarmiðstöð og fiskverk- unarstöð. Þeir voru líka fullir af frelsisþrá og börðust til dæmis til síðasta manns gegn Rómverjum í Gyðingastríðinu árið 67. Því má fastlega gera ráð fyrir að María hafi smitast af þessari óbilandi þrá sveitunga sinna og gefið ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana. Þórhallur bendir á að María hafi þjáðst af geðkvillum og að það hafi verið Jesús sem læknaði hana. Upp- frá því hafi tekist með þeim góð og náin kynni og María hafi fylgt frels- aranum allt til síðasta dags. „Ef marka má frumheimildir er ljóst að María var mjög efnuð og hafði úr nægu fé að spila, eitthvað sem var ekki algengt að konur hefðu. Hún sá meðal annars um að klæða læri- sveinana, fæða þá og sá þeim fyrir húsaskjóli,“ segir Þórhallur. Jafn- framt er augljóst að Jesús sjálfur binst Maríu miklum tryggðabönd- um, hún er til að mynda aldrei langt undan þegar minnst er á móður Jesús, Maríu. „María Magdalena er yfirleitt önnur konan sem er nefnd ef María mey er nálægt en alltaf fyrst ef hennar nýtur ekki við,“ bendir Þórhallur á. Og það sem gerir sjálfstæði Maríu enn merkilegra og staðfestir það er að María er ein af fáum konum Nýja testamentisins sem er ekki nefnd eftir eiginmanni sínum, föður eða sonum. „Hún er kennd við bæinn sinn, Magdala, sem gefur sterklega til kynna að María hefur mjög sterkan og frjálsan vilja og er engum háð,“ útskýrir Þórhallur. Leiðtogar kirkjunnar hræddust tengslin En þótt María hafi verið gerð að dýrlingi jafnt í kaþólsku kirkjunni og grísku kirkjunni stóð leiðtogum kirkjunnar einhver stuggur af henni og ekki síst tengslum Maríu við Jesú. Kirkjufaðirinn Hippolyt- os líkir þannig Maríu Magdalenu við Maríu af Betaníu í skrifum sínum um Ljóðaljóðin á þriðju öld og Gregor páfi telur hana vera hinna syndugu konu sem segir frá í 7. kafla Lúkasarguðspjalls, í pre- dikun árið 591. Fljótlega eftir þá ræðu páfans festist vændiskonu- stimpillinn á Maríu og eins og Þór- hallur bendir á hefur ekki reynst auðvelt að má þann stimpil af. „Ætli það sé til verk á 20. öldinni sem sýnir Maríu í einhverju öðru ljósi en sem vændiskonu?“ segir Þórhallur og telur meðal annars að í söngleiknum Jesus Christ Super- star kristallist þetta hvað best. Ekki liggur fyrir hvað býr að baki þessum kenningum frum- kirkjunnar og Þórhallur segir enga eina skýringu betri en aðra. „Að öllum líkindum hefur kirkjunnar mönnum ekki líkað hversu veiga- miklu hlutverki kona gegnir í sögu kristninnar og því reynt að draga úr vægi hennar með þessum hætti,“ útskýrir Þórhallur sem vísar því alfarið á bug að María hafi verið vændiskona. Hvergi sé María til að mynda kölluð vændiskona í ritum Nýja testamentisins. Átti María að leiða söfnuðinn? Mikil togstreita skapaðist meðal lærisveinanna um hver ætti að stýra hinum kristna söfnuði eftir upprisu Jesú. Þórhallur segir þetta koma vel fram í bókum Nýja testa- mentisins. Væntanlega hafa læri- sveinarnir líka verið á báðum áttum hvort fela ætti konu það hlutverk að leiða söfnuðinn. María gat vissu- lega gert tilkall til leiðtogahlut- verksins, að sögn Þórhalls, en varð að lúta í lægra haldi fyrir karla- veldinu. Þar fór fremstur í flokki Páll postuli sem minnist ekki einu orði á Maríu Magdalenu. Í skrifum hans er hún er jafnvel ekki í hópi þeirra sem sáu Jesú upprisinn. Skýringin á því er ekki einföld en endurspeglast líka hjá Lúkasi, eina guðspjallamanninum sem menn telja sig vita með nokkurri vissu hver hafi verið. „Lúkas gerir ekki mikið úr þætti Maríu í sínu guð- spjalli en hann var sá sem ferðaðist með Páli postula í kristniboðsferð- um hans. Páll gerði líka heldur lítið úr þætti kvenna og vildi hafa þær til hliðar,“ segir Þórhallur. „Þó við- urkennir hann það grundvallar at- riði að konur og karlar séu jöfn í Kristi.“ Fyrstu postulinn Jóhannesarguðspjall gerir hins vegar mikið úr þætti Maríu í upp- risu Jesú og bæði Markús og Matt- eus taka í sama streng. Þórhallur bendir á að ekki verði litið fram Upprisa Maríu Magdalenu María Magdalena er umdeildasta kona frumkristninnar. Saga hennar er samofin sögu Jesú krists og kristinnar trúar og eins og séra Þórhallur Heimisson reifar í væntanlegri bók sinni, María Magdalena - vegastjarna og vændiskona, er allsendis ekki óvíst að samband þeirra hafi verið nánara en margan hefur grunað. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Þórhall um nýja sýn á konuna. AFDRIF MARÍU „Samkvæmt vesturkirkjunni flúði María ofsóknir á hendur kristninni í Jerúsalem og settist að í Marseille þar sem nú er Frakkland, ásamt Lazarusi, sem er samkvæmt þessari sögu álitinn bróðir hennar, og lærisveininum Maximin,“ segir Þórhall- ur Heimisson. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NÝTTU ÞÉR STIGHÆKKANDIVE *Ársvextir skv. vaxtatöflu 21.03.08: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu. Grunnþrep 0–250 þús. = 9,75%. 1. þrep 250–1.000 þús. = 12,35%. 2. þ 4. þrep 20–75 millj. = 14,00%. 5. þrep 75 millj.+ = 14,50%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.