Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 20
22 22. mars 2008 LAUGARDAGUR Konurödd og einmanaleiki FÖSTUDAGUR, 14. MARS. Á hverjum degi sakna ég konunnar minnar, barnabarnanna, strákanna minna, og vina minna, vinkvenna, vinnufélaga og nágranna. Nú sé ég fyrir endann á útivistinni. Á fimmtudaginn, skírdag, legg ég af stað heim til Íslands. Ég er búinn að vera einsetumaður hérna í Prag í hátt í tvo mánuði. Stundum sakna ég þó konunnar minnar svo mikið að áður en ég veit af er ég búinn að hringja í hana alveg að ástæðulausu, eins og í morgun. Tilgangurinn er enginn annar en að heyra röddina hennar. „Halló,“ segir hún þegar frú Sól- veig er loksins búin að grafa gems- ann úr pússi sínu. „Hvar ertu?“ segi ég. „Ég er í Europris að athuga hvort ég finn hérna kerti fyrir páskana.“ „Segðu eitthvað meira,“segi ég. „Af hverju ertu að hringja?“ spyr hún þá. „Er ekki allt í lagi?“ „Bara til að heyra í þér röddina,“ segi ég. Þá hlær hún og segir: „Röddin í mér er bara svona.“ „Já, ég er voða feginn að hún skuli vera svona,“ segi ég. „Heyri ég ekki í þér í kvöld á skæpinu?“ „Jú, jú,“ segir hún. „Bara eins og venjulega.“ Og svo geng ég glaður að mínu verki og frú Sólveig heldur áfram að leita að páskaskreytingum í Euro- pris og hristir höfuðið yfir að eiga svona einkennilegan mann. Tölvupóstur lekur út af ríkisstjórnarfundi MÁNUDAGUR, 17. MARS. Ég fékk heilmikla launalækkun í morgun. Krónan veiktist um 6% og síðan hún var við hvað besta heilsu í fyrrasumar hefur hún lækkað 25%. Mér sýnist að efnahagsmálum þjóðarinnar sé stjórnað af mönnum sem hafa ekki hundsvit á efnahags- málum. Sem rithöfundur fæ ég greidd vinnulaun fyrir árið 2007 á árinu 2008 – án vaxta og verðtryggingar. Þetta eru langbestu rekstrarlán sem bókaútgefendum standa til boða. Ókeypis rekstrarfé. Af misgripum hefur lent inni í tölvunni minni einhver tölvupóstur frá einhverri Jósefínu til einhvers innmúraðs stráks á Mogganum þar sem getur að líta það sem talað var á ríkissstjórnarfundinum í morg- un: - Hey, strákar, nú er allt í pati. - Konan mín segir að það sé að koma kreppa. - Hvað er fjármálaráðherrann að gera núna? - Hann er eiginlega alveg hættur botna í fjármálunum og farinn að skipa héraðsdómara í staðinn. Það minnir hann á hrútasýningar. - Hvað er Bíbí að gera? - Hann er að skoða rafbyssur? - Hvað er Össur að gera? - Hann er að skoða jarðhita á Súmötru á daginn og svo bloggar hann á nóttinni. - Hvað er utanríkisráðherrann að gera? - Hún er í Afganistan að máta kvenfatnað og tala fyrir friði. - Hvað er seðlabankastjórinn að gera? - Hann er að reyna að girða upp um stuttbuxnadeildina og hækka vexti. - Af hverju er engin stóriðju- framkvæmd í gangi? Drífum í þessu. - En hvað með umhverfismálin? - Já, hvað með þau? - Ég meina eiginlega hvað með umhverfisráðherrann? - Já, hvað með hana. Ég veit ekki betur en það standi sprenglært kvenfólk í röðum og jafnvel karl- menn sem gætu vel hugsað sér að verða umhverfisráðherrar þótt þeir þurfi að samþykkja smástór- iðju annað slagið. Það eru ekki allt- af jólin. - Ókei. En þeir eru með eitthvað vaxtamúður í Seðlabankanum. - Þjónar Seðlabankinn einhverj- um tilgangi nema sem verndaður vinnustaður? - Nei. Ekki svo ég viti. - Það heyrir þá undir heilbrigðis- ráðherrann en ekki mig að láta geð- lækna gera úttekt á Seðlabankan- um og loka svo sjoppunni. Og svo vil ég ekki heyra neitt röfl um þetta meira. Ég þarf að skreppa til útlandsins á morgun til hitta John Cleese og sannfæra útlendinga um að íslensku bankarnir séu pottþétt- ir. - Svo er víst blaðamannafundur núna á eftir og þá verða allir að vera samtaka um að segja að það þurfi ekkert að gera og enginn að gera neitt eða fikta í neinu og allir að fara bara varlega. Ókei? - Yessssirí! Ókídókí. Fáum við þá að halda áfram að vera ráðherrar? - Bara vera kúl og pirraðir, þá þreytast þessir guttar á að spyrja, enda fer þetta allt einhvern veginn. Treystið mér. Ég er búinn að vera innilokaður í ráðuneytum síðan ég var barn. Og í ráðuneytum fer allt einhvern veginn að lokum og ef maður gerir ekki neitt verður manni ekki kennt um það. - Og Össur þú heldur grjótheldur kjafti. Fundi slitið. Á heimleið FIMMTUDAGUR, 20. MARS. Fór snemma á fætur. Pakkaði niður. Tek leigubíl klukkan hálfellefu út á flugvöll, til Kaupmannahafnar og þaðan heim, kem um miðnætti. Í dag er dagur franskrar tungu og ég er að stauta í bók á frönsku. Fyrsta takmarkið mitt þegar ég byrjaði að læra frönsku fyrir rúmu ári var að verða sæmilega læs. Næsta takmark er að verða orðinn þokkalega frönskumælandi áður en árinu 2009 lýkur. Þá langar mig líka til að geta verið farinn að bjarga mér á kínversku. Það er svo margt fróðlegt og spennandi að ævin er fullstutt til að gera því öllu verðug skil. Hér lýkur sem sagt dagbókar- færslum þessa vikuna, en svo að lesendur mínir sjái að ég hef ekki verið alveg aðgerðarlaus í Prag undanfarnar vikur langar mig að leyfa þeim að lesa uppkast að fyrsta kaflanum í nýju bókinni minni. Bókin heitir BRÆÐUR OG SYSTUR - DJELEM, DJELEM! og er skáldsaga um glæp. Sögu- efnið eru nýbúar á Íslandi, innflytj- endur og rasismi. Og uppkastið að fyrsta kaflanum sem hér fer á eftir heitir: Eldur af himnum Eldurinn sem umlukti fólkið kom af himnum ofan. Það sá Mummi leigubílstjóri með sínum eigin augum. Þetta var fyrsta kraftaverkið sem Mummi hafði séð á ævi sinni. Það kom honum gersamlega í opna skjöldu. Hann var 36 ára gamall leigubílstjóri í Reykjavík og hét fullu nafni Mohamet Ben Salah Khelifi, alltaf kallaður Mummi. Hann var fæddur í Túnis en hafði búið á Íslandi í 14 ár og var íslensk- ur ríkisborgari. Ekkert var fjær huga hans á þessari stundu, á venjulegu fimmtu- dagskvöldi í snjómuggu og tregum viðskiptum, en að Guð væri í þann veginn að birtast bílstjóra númer 80 af stöðinni og sýna honum kraftaverk. Og ekkert smá kraftaverk –- heldur kraftaverk af þessari stærð- argráðu? Ljúf er sú rödd sem rekka dregur föðurtúna til Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um konurödd og einmanaleika, heimkomu úr útlegðinni, ráðherrastóla í pólitískum einangrunar- búðum, myndarlega launalækkun og loks eru birtir tölvupóstar Jósefínu sem svipta innmúraðri hulunni af síðasta ríkisstjórnarfundi. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.