Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. mars 2008 17 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Fídel Kastró Fídel hefur ákveðið að gefa frá sér hásæti sitt á Kúbu eftir 49 ára feril. Búist er við að bróðir hans Raúl taki við völdum hans fyrst um sinn, uns samstaða næst um nýjan leiðtoga til framtíðar. Fyrst þá mun framtíð Kúbu verða mótuð. Fídel hefur alltaf verið klókur stjórnmálaleiðtogi. Hann veit að tími hans er kominn. Í stað þess að bíða þess að geispa golunni og láta framtíð eyjunnar í óþekktar hendur, kýs hann að standa upp, láta viðráðanlegan litla bróður sinn taka við og eiga þátt í að velja framtíðarleiðtogann og móta framtíðina áfram. Sam- bærilegur atburður varð á Íslandi þegar Davíð dró sig í hlé vegna veikinda en færði sig yfir í Seðlabankann en hætti ekki að fullu. Fídel ekki kommúnisti Nú hafa ýmsir pennar hægri manna, síðast Hannes sjálfur Hólmsteinn frjálshyggjupáfi, mokað skít á Kastró. Þeir eiga allir eitt sameiginlegt: Þeir skilja ekki forn og ný völd Kastrós. Vissulega ríkti einræði og mið- stýring undir stjórnarháttum Fídels. Þótt Fídel hafi boðað nýjan sósíalisma, eins konar rómanskan-amerískan sósíal- isma, sem átti að breiðast um alla Rómönsku-Ameríku en mis- tókst, aðallega fyrir íhlutun CIA og bandarískra stjórnvalda, var Kastró ekki fyrst og fremst kommúnískur leiðtogi. Eftir viðskiptabann Banda- ríkjamanna 1960 hrakti Kennedy forseti Kúbumenn í fang Sovét- manna. Því miður var það eina leiðin svo þjóðin kæmist lífs af. Um þá leið Fídels tókust menn mjög á um í for- ystuliði valdhafa á Kúbu. Að venju varð stefna Fídels ofan á. Fídel var ekki kommún- istaleiðtogi þótt hann væri sósíalisti sem hrakti spillta strengja- brúðustjórn Bandaríkja- manna frá völdum. Flestallir Kúbumenn fögnuðu falli Batista. Fídel var miklu heldur gamaldags El Caudillo; héraðs- foringi sem gerir uppreisn gegn ríkjandi valdhafa (-höfum) – einkum útlenskum – sem hafa sýnt alþýðunni yfirgang og misk- unnarleysi. Dæmin um Caudillos í Rómönsku-Ameríku eru mörg; Sancho Panza, Zapata í Mexíkó , Juan F. Quiraga og Juan Manuel de Rosas í Argentínu. Í Paragvæ má nefna José Gaspar Rodric de Francia. Þá má bæta við Gabriel García Morena í Ekvad- or og Rafael Truillo í Dóminíska lýðveldinu. Allt voru þetta 19. aldar menn. Kastró var hins vegar uppi á 20. öld. Hann tók upp hefð sem hvergi var gleymd. Kúbverjar elskuðu Fídel El Caudillo er einn af alþýðunni, eins konar föðurímynd, fyrst og fremst þjóðernissinnaður alþýðu- foringi en pólitískur leiðtogi. Það var engin tilviljun að Fídel kaus að skarta herbúningi sínum og grænni húfu mest alla ævina. Hann púaði líka kúbanska vindla og sýndi þar með samstöðu með hinum kúbverska alþýðumanni. El Caudillo er yfirleitt dáður og elsk- aður leiðtogi. Það var Fídel. Kúb- verjar elskuðu og dáðu Fídel. Hann var faðir þjóðarinnar. Um leið bar hann neikvæðar hliðar El Caudillo: Einræðisherra og spillt- ur á margan hátt. Hann uppfyllti formúlu fyrir El Caudillo á allan hátt. Los Caudillos fyrri tíma voru yfirleitt stjórnleysingjar sem hugsuðu um eigin hag. Fídel var hugsjónamaður sem bar hag þjóð- ar sinnar fyrir brjósti. Hann var ekki stjórnleysingi heldur hneigð- ist til sósíalisma. Og hann var elsk- aður af þjóð sinni sem faðir Kúbu. Ég var á Kúbu fyrir rúmum tveimur árum og talaði við marga Kúbverja. Nær allir voru ósáttir við kerfið og hlutskipti sitt á eyj- unni. En allir sem einn elskuðu þeir Fídel. „Hann barðist með okkur, hann henti Batista og Amer- íkönunum út. Hann gaf okkur þjóðarstolt og sjálfstæði.“ Þegar ég spurði fólkið hvað tæki við eftir dauða Fídels var svarið: „Fidel vincerá!“ – „Fídel mun lifa!“ Dauði foringjans var óhugsandi. Þetta skilja íslenskir frjálshyggjumenn ekki. Fullir af Ameríkuást og kaldastríðsgalli hrækja þeir á eftir Fídel Kastró sem nú gengur frá valdastól sínum. En þeir átta sig ekki á því, að með því að hrækja á eftir El Caudillo, hrækja þeir á kúbönsku þjóðina. Höfundur er rithöfundur. El Caudillo stígur niður INGÓLFUR MARGEIRSSON Álft segir skilið við hjólabát Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur skrifar: Íslendingar eru slakir í landafræði. Meira að segja Fréttablaðið er þar engin undantekning. Hinn 19. mars er grein um svarta svaninn Petru sem hefur fengið sér annan elskhuga í staðinn fyrir hjólabátinn sem hún hefur verið með síðustu tvö árin. Gallinn við fréttina er að þessi saga átti sér ekki stað í Berlín, eins og sagt er í blaðinu, heldur í Münster í Westfalen. Heimaborg mín, Münster, er falleg borg vestast í Þýskalandi, nálægt landamær- um Hollands. Íbúar í Münster eru álíka margir og á Íslandi öllu og borgin stærir sig af þriðja stærsta háskóla Þýskalands og af stórum dýragarði þar sem gestir geta gengið um allan garðinn undir þaki svo að þeir blotna ekki í regni. Þetta er mikilvægt því að í Münster rignir næstum jafn oft og í Reykjavík. Ástarsagan um svaninn og hjólabátinn fór um allan heim fyrir tveim árum. Fyrst héldu menn reyndar að svanurinn væri karl og nefndu hann Pétur. Þegar hið rétta kyn kom á daginn var nafninu breytt og þá þurfti báturinn náttúrlega að skipta um kyn líka. Ég er ekki frá því að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum við þessa breytingu. Forstöðumaður dýragarðsins er afbragðs fagmaður en líka klókur í markaðssetningu. Sagan um svaninn Petru er ekki bara hugljúf heldur hefur hún fjölgað gestum dýragarðsins umtalsvert. Hvernig væri að við Reykvíkingar færum á stúfana og fyndum einhverja undurfagra sögu um fuglalífið á Reykjavíkurtjörn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.