Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 12
12 22. mars 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þessa dagana lesa margir nýjasta hefti tímaritsins Herðubreiðar, sem inniheldur umtalaðan palladóm um Styrmi Gunnarsson. Vegna dvalar norðan heiða hef ég enn ekki séð heftið en las hins vegar stuttan kafla úr dómnum sem birtur var á landsins besta netmiðli, Eyjunni, og vakti að vonum athygli. Þar er frásögn af því að núverandi ritstjóri Fréttablaðsins hafi orðið vitni að því á skrifstofu ritstjóra Morgun- blaðsins þegar sá síðarnefndi gumaði af vitneskju sinni (í meintu símtali við Kristin Björnsson) um væntanlega húsleit lögreglunnar í Baugi sem síðan átti sér stað daginn eftir. Mér þótti þetta merkileg frétt en þó tóku aðrir miðlar ekki við sér. Kannski þykir það ekki lengur merkilegt að Styrmir Gunnarsson sé bendlaður við upphaf Baugs- málsins. En kannski eru menn einfaldlega orðnir leiðir á þessu máli. Þeir hinir sömu ættu að hætta að lesa hér. Sjálfur sendi Styrmir frá sér tilkynningu í kjölfar Eyjufréttar. Þar sagði meðal annars: „Ég hef í dag borið mig saman við Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins, og Kristin Björnsson, fyrrverandi forstjóra, um ofangreinda frétt. Hvorugur kannast við þessa frásögn og mátti ég hafa það eftir báðum.“ Sem kunnugt er hef ég lengi tengst með óbeinum hætti hinu fræga Baugsmáli. Skömmu eftir húsleit lögreglu ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég hélt því fram að háttsettir menn hefðu beinlínis sigað lögreglunni á fyrirtæki sem ekki var þeim að skapi. Mörgum þótti þetta frekleg kenning og fékk ég víða bágt fyrir. Í kjölfarið var ég uppnefndur ýmsum nöfnum sem öll áttu að undirstrika að nú hefði ég gengið fram í þágu stórfyrirtækis, ef ekki fyrir hreinar peningagreiðslur, en ekki verið einfaldlega að sinna heilagri skyldu rithöfunda, að benda á misnotkun valds. Segja má að ég hafi með þessum skrifum tekið vissa áhættu. Ég hafði engar sannanir í höndunum, og að auki gat ég engan veginn verið viss um sakleysi Baugs- manna. Síðarnefnda atriðið var þó aukaatriði í málinu sem í mínum huga snerist fyrst og fremst um leikreglur í lýðræðissamfélagi. Segja má að ég hafi í raun lagt höfuð mitt að veði í þessu máli. Og á höggstokknum hefur það legið allar götur síðan, því enn í dag erum við engu nær, hvorki um upphaf málsins né sekt eða sakleysi Baugsmanna. Ég bið lesendur að fyrirgefa að ég skuli blanda persónu minni í málið en staðreyndin er því miður sú að ég kippist alltaf við þegar nýjar upplýsingar berast um tildrög Baugsmálsins. Mér er ekki sama. Og okkur á ekki að vera sama. Við viljum ekki að landinu sé stjórnað af glæpagengi. Þess vegna er mikilvægt að við tölum hreint út, að við hlaupum ekki í felur með mikilvægar upplýsingar, jafnvel þótt það kosti okkur tímabundnar uppnefningar eða óþægindi í boðum. Nú er alltaf óþægilegt fyrir hvern mann að sjá birtar um sig „kjaftasögur“. Sjálfur lenti ég eitt sinn í því að vera kallaður á teppið í Stjórnarráðinu. Sú saga fór hratt um bæinn og rataði loks á prent. Mín fyrstu viðbrögð voru að neita henni. Kjánaleg viðbrögð, en kannski skiljanleg. Sá sem kjaftar frá tveggja manna tali getur auðveldlega gert sig að klögu- skjóðu. Ég áttaði mig þó fljótt á því að þeir frægu almannahagsmunir kröfðust þess að ég staðfesti fund minn með forsætisráðherra. Þeir voru æðri trúnaðinum við tveggja manna tal. Það sama á við hér. Hafi Þorsteinn Pálsson orðið vitni að vitneskju Styrmis Gunnarssonar um húsleit lögreglunnar í Baug áður en hún var gerð á hann hiklaust að segja frá því. Hér verður kurteisi við gamlan flokksfélaga að víkja. Hafi Þorsteinn hins vegar ekki orðið vitni að slíku á hann líka að segja frá því. Þegar þetta er skrifað, á miðvikudagsmorgni í dymbilviku, hefur hann hvorugt gert. Okkur ber öllum skylda til að segja sannleikann um það þjóðfélag sem við byggjum. Heilsa þess veltur á því að við horfum ekki framhjá þeim illu veirum sem á það herja heldur göngum í að einangra þær. Heilög skylda hvers Íslendings er að segja en ekki þegja, búi hann yfir upplýsingum sem varða almannaheill, jafnvel þótt síðari kosturinn sé þægilegri, og jafnvel þótt sá fyrri þýði trúnaðarbrot við tveggja manna tal. Ég skora á Þorstein Pálsson að segja okkur sannleikann í þessu máli. Með kveðju að norðan og von um gleðilega páska. Til Þorsteins Pálssonar Baugsmálið HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | UMRÆÐAN Efnahagsmál Símtölum í hjálparsíma Rauða krossins hefur fjölgað til muna síðustu daga og vikur. Á línunni eru örvæntingarfullir skattgreiðendur sem óar við hrunadansi krónunnar. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna fyllir nú alla viðtalstíma langt fram í tímann, þeir sem bíða eru skuld- settir, ráðþrota og finnst þeir illa sviknir. „Í bankanum var mér sagt að það væri sniðugt að taka erlent bílalán...“ sagði einn reykvísk- ur skuldari mér um daginn. „Myntkörfulán átti alls ekki að vera svo áhættusamt...“ sagði mér vaxtapínd- ur nágranni og sagðist bera tugi þúsunda hærri greiðslubyrði en áætlað var. Er von að fólk spyrji sig. Fóru bankarnir of geyst? Réðu þeir fólki heilt? Geta landsmenn sér sjálfum um kennt? Spenntum við bogann of hátt? Eitt blasir við – við sitjum í súpunni með veikan gjaldmiðil, himinháa vexti og venjulega, dugmikla Íslendinga í verulegum vandræðum. Snúin staða og engar töfralausnir. Lausn til framtíðar er þó sannar- lega innan seilingar. Stjórnvöld verða að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Setja málið á dagskrá og hætta að berja höfðinu við steininn. Til framtíðar litið er aðild að Evrópusambandinu óumflýj- anleg, bókhald heimilanna og fyrirtækj- anna bíður þess ei bætur að við bíðum mikið lengur. Lausnin bíður okkar þó ekki handan við hornið, til þess er uppsafnaður vandi of mikill. Það þarf kjark til að takast á við hann og einhverjir þurfa að viður- kenna að mistök voru gerð í hagstjórn- inni. Stjórnvöld verða að horfa til framtíðar og ákveða næstu skref. Annar stjórnarflokkanna hefur lengi verið viss í sinni sök – hinn hummar málið fram af sér. En málið er á dagskrá – það er á dagskrá allra heimila og fyrirtækja, allra sjónvarps- og útvarps- stöðva, allra saumaklúbba, allra heitra potta í öllum sundlaugum hringinn í kringum landið. Það er á dag- skrá á kaffistofum allra vinnustaða nema þess sem stendur við Austurvöll. Framtíð Íslands er næst á dagskrá. Hana verður að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi. Næst á dagskrá ODDNÝ STURLUDÓTTIR Tímaritsgrein sú sem Hallgrímur Helgason vitnar til og þar sem nafn mitt er nefnt er eftir nafnlaus- an höfund. Hann birtir sögu án þess að geta heimilda. Var honum þó í lófa lagið að ganga úr skugga um sannleiksgildi hennar. Það gerði hann ekki. Trúverðugleika- vandinn í þessu falli snýr þar af leiðandi að hinum nafnlausa höfundi. Eins og fram kemur í grein Hallgríms Helgasonar liggur svar mitt þegar fyrir opinberlega í athugasemd sem birtist á vefritinu Eyjunni. Það er alveg skýrt. Ég hef engu við það að bæta. Þorsteinn Pálsson Svar H run krónunnar hefur umfangsmiklar afleiðingar fyrir rekstur íslenskra heimila. Ljóst er að verð á innfluttri vöru hækkar umtalsvert. Einnig hækka afborganir af lánum í erlendri mynt en slík lán hvíla á stórum hluta bílaflota landsmanna. Auk þess hafa margir freistað þess að forðast verðtryggingu lána og háa vexti með því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Þá eru ótalin áhrif gengisfallsins á verðbólgu á afleiðingarnar af því. Árvekni neytenda er alltaf mikilvæg og þá ekki síst á tímum eins og þessum. Strax og fréttist af miklu falli krónunnar á mánudag hófst skriða verðhækkana og allt stefnir í að hún muni ryðjast áfram af fullum þunga þegar páskahátíðin er afstaðin. Hækkun verðs á innfluttri vöru í kjölfar gengislækkunar er óhjákvæmileg. Að sama skapi er hækkun verðs á vöru sem sann- anlega er komin til landsins og greidd áður en krónan féll óþol- andi og ætti ekki að líðast. Íslenskir neytendur þekkja óþægilega vel hversu hratt hækk- un á eldsneytisverði úti í heimi skilar sér á dælurnar hér uppi á Íslandi. Sambandið milli þeirra hækkana er svo skilvirkt að útilokað má telja að hinn íslenski olíusali hafi greitt fyrir olíuna það verð sem til viðmiðunar er notað við hækkunina þegar hún tekur gildi. Þannig virðast olíufélögin nýta smugurnar til að auka hagnað sinn á bensínsölunni og fórnarlambið er neytandinn. Svo virðist sem einhverjir kaupmenn hafi beitt sama bragði í kjölfar gengisfallsins í því skyni að auka hagnað sinn í millibilsástandi. Þegar verð á olíu lækkar úti í heimi skilar það sér iðulega seint og illa til íslenskra neytenda og jafnvel alls ekki. Sama máli gegnir um þróun verðs þegar krónan styrkist. Fá, ef nokk- ur, dæmi eru þess að verð á erlendum vörum snarlækki í kjölfar þess að krónan tekur kipp upp á við. Á tímum eins og nú kemur verulega til kasta þeirra sam- taka og stofnana sem hafa það hlutverk að standa vörð um hag neytenda. Þá er bæði átt við Neytendasamtökin, samtök neyt- endanna sjálfra, og opinber embætti sem gegna þessu hlutverki, talsmann neytenda og Neytendastofu. Ekki má heldur gleyma hlutverki fjölmiðla í virku aðhaldi. Máttur þessara aðila verður þó alltaf veikur ef neytendurnir sjálfir taka ekki ábyrgð. Við þurfum að vera meðvitaðri um for- sendur verðhækkana og sýna þá meðvitund í verki. Íslenskum neytendum er raunar margt betur gefið en að standa saman um að veita verslun og þjónustu aðhald. Til þess virðast þeir of úthaldslitlir og iðnir við að kaupa og borga bara fyrir það sem upp er sett. Hrun krónunnar er svo sannarlega ekki leikur að tölum heldur bein skerðing á því fé sem hver og einn hefur milli handanna til að sinna nauðþurftum sínum og veita sér eitthvað umfram þær. Aðhald og árvekni neytenda er því aldrei mikilvægara en á tímum sem þessum. Árvekni neytenda er brýn í kjölfar hruns krónunnar. Oft var þörf en nú er nauðsyn STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Frábær Fermingargjöf Þessi sér um að vekja þarft að fara framúr til að slökkva á henni! MAGNAÐASTA VEKJARAKLUKKA ALLRA TÍMA iRobot ehf. Hólshraun 7, 220 Hfj. S. 555 2585 Irobot.is Fæst Hjá Max Og hjá Byggt og Búið í Smáralind og Kringlu. Egill nafntogar Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumála- ráðherra, finnst fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason nafntoga (namedroppa) þar sem Egill segir frá því að hafa séð leikkonuna Vanessu Redgrave reykja í rauðri flíspeysu á flugvelli og síðar sjá rússneska auðkýfinginn Boris Berezovskí á sushi-stað. Hvaða fólk er það nú? Kannski að íslenskur almúgi hafi gaman af því að vita hvernig litum peysum gamlar enskar leikkonur klæðast þegar þær reykja en hafa þessir herramenn aldrei kíkt í miðbæ Reykjavíkur og hitt Björk eða Jónsa í Sigur Rós? Björn í átt til Evrópu Björn Bjarnason telur sig þurfa að útskýra nánar hvað fram fór milli hans og Sigmundar Ernis Rúnars- sonar í þættinum Mannamáli síðasta sunnudag. Segist hann reyndar skemmta sér yfir hvað öðrum þyki fréttnæmast í viðtalinu við hann sjálfan þar sem hann ræddi meðal annars aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Sagði hann að aðildarviðræður þyrfti að undirbúa með „vegvísi“. Sjálfum finnst honum mikilvægast að vanda heima- vinnuna en skilur ekki að mönnum þyki það tímamót að rætt sé um heimavinnu í því sambandi. Össur með Birni Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra er einn þeirra sem túlkað hefur ummæli Björns. Á heimasíðu sinni segir Össur að ráðherrar af pólitískri hlaupstærð Björns Bjarnasonar leggi varla til að tíma og orku sé eytt í að búa til vegvísi um hvernig eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, nema Björn telji vaxandi líkur á að það verði gert. Þeir eru saman í ríkisstjórn, Björn og Össur, er það ekki? olav@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.