Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 22. mars 2008 23 Mummi átti íslenska konu og íslensk börn og talaði góða íslensku og hrafl í nokkrum öðrum tungu- málum eins og ensku, þýsku, spænsku og frönsku sem hann hafði lagt sig eftir að læra til að geta betur sinn starfi sínu og viðskiptavinum. Móðurmál sitt, arabísku, notaði hann sjaldan, en þegar hann sá blossann út um bílgluggann varð honum að orði: Naron mina essama! Eldur af himnum! Og svo varð honum á að blóta: „Naron hamraa! Hvert í sótrautt helvíti?“ Naron merkir nefnilega bæði eldur og víti á arabísku. Hvaðan af himnum eldurinn kom nákvæmlega gat hann ekki sagt til um því að hann sat vinstra megin í bílnum og var að fylgjast með far- þegum sínum nálgast út um hægri hliðargugga. Klukkan 11.21 hafði verið beðið um leigubíl að Sjávar- kjallaranum neðst á Vesturgötunni. Mohamet Ben Salah Khelifi kallað- ur Mummi var að skila af sér far- þega á Bárugötu 3 og var kominn á staðinn kl. 11.23. Hann lagði bílnum við gangstétt- ina og setti parkljósin á svo að aðrir ökumenn hefðu rænu á að sveigja framhjá honum í stað þess að mynda heiladauða biðrauð fyrir aftan hann. Annars var lítil umferð og heila- dauðu bílstjórarnir flestir komnir heim til sínu fyrir löngu og farnir að horfa á sjónvarpið eða gera það sem heiladautt fólk gerir þegar það er ekki að þvælast fyrir í umferðinni. Það var fimmtudagskvöld og fremur lítið að gera. Eftir þennan túr var Mummi að hugsa um að drífa sig heim og hætta í kvöldhark- inu í þessum dauða bæ sem leit út eins og liðið lík á virkum dögum en breyttist í ærsladraug um helgar. Ennþá snjóaði. Mummi setti gjaldmælinn í gang. Hann var mættur eins og um hafði verið beðið og það var ekki hans mál þótt farþegar geti verið lengi að kveðja og þakka fyrir eða gera upp reikninga áður en einhver man eftir því að fyrir utan stendur leigu- bíll og bíður eftir manni. Hann þurfti þó ekki að bíða lengi að þessu sinni. Glerdyrnar á Sjávarkjallaranum opnuðust og út komu þrjár mann- eskjur. Tveir karlar og ein kona. Virtust vera lítið drukkin. Senni- lega viðskiptakvöldverður á kostn- að einhvers fyrirtæki. Reykjavík er ekki stór borg og Mummi var mannglöggur og hafði áhuga á fólki. Hann rýndi út í kaf- aldið og reyndi að bera kennsl á far- þegana. Þetta voru tveir karlar og ein kona. Annar karlmaðurinn fór fyrir hópnum, veifaði til Mumma, þegar hann sá bílinn og benti félögum sínum á að þarna væri leigubifreið- in mætt og biði. Mummi sem var glöggur að sjá út aðstæður ályktaði svo að staki mað- urinn væri gestur eða gestgjafi hinna tveggja sem væru hjón og væru nú upp á kant að hætti hjóna sem hafa gert drykkjarföngum ótæpileg skil. Gestgjafinn sneri sér að hjónun- um og talaði eitthvað við þau. Mummi heyrði ekki orðaskil en þau nálguðust bílinn. Það var komið að Mumma að taka ákvörðun um hvort hann ætlaði að stíga út úr bílnum og opna dyrnar fyrir farþegana. Þétt hundslappadrífan var ekki árennileg. Þar að auk sýndist honum um Íslendinga að ræða og þar með takmarkaða von um þjóðfé nema þeir væru þeim mun drukknari. Honum sýndist þetta fólk ekki nógu mikið ölvað til að vera örlátt. Hann sat sem fastast. Fólk verður bara að skilja að maður rýkur ekki léttklæddur út úr upphituðum bíl út í kafaldsbyl og sex stiga frosti til að sýna góða þjónustu. Kraftaverkið kom þegar sá sem gekk afturábak á undan hinum tveimur átti svo sem fjóra, fimm metra ófarna. Fyrst fann Mohamet að eitthvað eins og vindhviða skall á bílnum. Svo varð allt bjart. Stór logandi eld- hnöttur umlukti fólkið sem gekk í áttina til hans. Eldhnötturinn dróst saman og hvarf og eftir stóðu þrjár manneskjur í ljósum logum. Konan sneri sér við, hélt hugsanlega að sprenging hefði orðið í veitingahús- inu en þar var allt með kyrrum kjör- um. Á sömu andrá kom önnur eld- súla að ofan og umlukti konuna, lengi, lengi, og hann sá rétt móta fyrir henni inni í skjannabirtunni. Maður konunnar henti sér niður í snjóinn og tók að velta sér. Hann hljóðaði ákaft og veinin í honum skáru í eyrun svo að Mummi skrúf- aði upp rúðuna eins og ósjálfrátt. Þar sem maðurinn lá á bakinu og jós yfir sig snjó með höndunum myndaðist skyndilega þykk elds- súla yfir honum og dugði til að binda enda á hreyfingar hans. Fætur hans hættu að kippast til. Sá sem fremstur fór stóð í ljósum loga og sneri baki að bílnum og horfði á eldinn gleypa félaga sína. Skyndilega sá Mummi út um bíl gluggann að hinn væntanlegi far- þegi hafði snúist á hæli og stefndi nú í áttina að leigubílnum. Hann fór hægt yfir. Föt hans og hár stóðu í ljósum logum og þegar hann kom nær bílnum sá Mummi að andlit mannsins logaði líka. Mummi var skelfingu lostinn og studdi með fingri á hnapp sem læsti hurðum bílsins. Það mátti ekki seinna vera því að nú kastaði þessi brennandi mannslíkami sér á bílinn og tók að fálma eftir hurðarhúnin- um um leið og eldhnöttur kom af himnum og umlukti hann og bílinn sem Mummi hafði fengið úr þrjú hundruð þúsund króna sprautun fyrir tæpum mánuði frá kunningja sínum á Eyrarbakka og skuldaði ennþá fimmtíu þúsund. Það var þó ekki lakkið á bílnum sem Mummi hafði mestar áhyggjur af á þessari stundu heldur sú hugs- un að umlukinn þessu eldhafi myndi bíllinn springa í loft upp innan fárra augnablika. „Inni saamout nuna!“ hugsaði hann. „Ya, Ilahi. Hérna dey ég. Guð minn góður!“ Hann aftengdi því læsingarnar og dró djúpt að sér andann. Opnaði síðan bílstjórahurðina og lét sig falla út úr bílnum. Hann var feitlag- inn og kom illa niður á vinstri hand- legg en lét sársaukann ekki á sig fá heldur velti sér eftir blautum og skítugum krapasnjó á götunni í átt frá bílnum. Hann sá að enn einn eldhnöttur var á leiðinni af himnum og virtist stefna á hann. Mummi lagðist á grúfu í snjóinn og kreisti aftur augun. Hann fann heitan gust leika um sig og sneri höfðinu og leit til baka. Nú var sjónsviðið víðara en út um farþegagluggann á bílnum. Uppi á Geysishúsinu stóð svört vera, engill eða djöfull, með fram- réttar hendur og fram af höndunum gengu eldhnettir og logar. Á bakinu hafði þessi vera svarta vængi og Mummi var viss um að hún mundi á hverri stundu hefja sig til flugs og koma sér í betra færi til að ljúka þeirri tortímingu sem hún hafði byrjað á fyrir fáeinum sekúndum. Hann kreisti aftur augun og taut- aði á íslensku „Guð, Guð, Guð“ og „Ya, Ilahi“ og reyndi að rifja upp einhverja bæn á íslensku eða arab- ísku en mundi ekkert nema byrjun- ina á þjóðsöngnum „Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð,“ sem hann hafði aldrei skilið en endurtók í belg og biðu þar sem hann lá og beið dauða síns. Mummi mundi ekki ýkjamargt úr Kóraninum en hann rámaði þó í það að Guð hefði látið eldi rigna yfir borgirnar Sódómu og Gómorru ein- hvern tímann endur fyrir löngu því að íbúarnir tilbáðu marga guði og neituðu því að samkynhneigð væri viðurstyggð. Nú fannst Mumma nokkuð aug- ljóst að Reykvíkingum hefði tekist að ganga ennþá lengra fram af Guði en hinum gjálífu íbúum Sódómu og Gómorru tókst á sinni tíð. Það heyrðist í sírenum í fjarska. Einhver hafði greinilega hringt í lögreglu og slökkvilið. Það var ekkert minnst á lögreglu og slökkvilið í Kóraninum en svo ógnvekjandi voru sírenuhljóðin að Svarti engillinn hafði látið sig hverfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.