Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 34
[ ]Vörubílar geta verið af ýmsum stærðum og gerð-um. Þessi minnir meira á geimskip og spurning hvort eitthvað meira þurfi en venjulegt meirapróf á hann. Frá því að fyrstu Subaru-bíl- arnir komu hingað til lands á áttunda áratug síðustu aldar hafa þeir notið mikilla vin- sælda meðal landsmanna, enda hentar þeir íslenskum aðstæðum vel. „Ingvar Helgason byrjaði að flytja Subaru-bílana inn árið 1976 og þá komu um 40 bílar til landsins,“ segir Bjarni Ólafsson sölumaður hjá Ingvari Helgasyni og bætir við. „Þetta voru fyrstu fjórhjóla- drifnu fólksbílarnir sem voru fáanlegir hér á landi. Það var hátt undir þá og þeir voru duglegir, bæði í ósléttu landslagi og slæmri færð, ekta bílar fyrir íslenskar aðstæður og í raun ígildi jeppa. Sítengt fjórhjóladrifið með háu og lágu drifi var þeirra höfuðkostur.“ Bjarni segir því ekki tilviljun að stundum sé talað um að það sé Subaru-færi þegar akstursaðstæð- ur séu erfiðar, enda séu drifeigin- leikar Subaru vel þekktir. Nafnið Subaru á sér ekki langa sögu ef miðað er við marga aðra bílaframleiðendur. Fyrsti bíllinn kom á markað árið 1954. Í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar var ákveðið að sameina rekstur fimm bílaframleiðenda í Japan undir nýju nafni. Fékk hinn nýi bifreiða- framleiðandi nafnið Subaru og hefur starfað undir því nafni við góðan orðstír allar götur síðan. Nafn sitt dregur Subaru af stjörnuþyrpingu sem á íslenskri tungu nefnist sjöstirnið. Það kann því að koma einhverjum á óvart að í merki Subaru eru einungis sex stjörnur. Þetta á sér þó útskýr- ingu. Subaru varð til við samruna fimm fyrirtækja í eitt stórt. Þannig eru fimm litlar stjörnur í merkinu og ein stór. Þá getur mannsaugað aðeins greint sex af sjö stjörnum sjöstirnisins án aðstoðar sjónauka héðan frá jörð- inni og eru stjörnurnar í merkinu því sex talsins. Starfsmenn Ingvars Helgason- ar eru stoltir af því að flestir Subaru-bílar seljast hérlendis ef miðað er við íbúafjölda. „Það má segja að það séu til fastir áskrif- endur að Subaru, enda eru þetta traustir og góðir bílar og fólk held- ur tryggð við þá,“ segir Bjarni hnefill@frettabladid.is Fólk heldur tryggð við Subaru Subaru hefur þróast mikið frá árinu 1965. Hér sést Subaru af gerðinni 360 á sýningu í Japan. Harðbotna gúmmíbátar Króli ehf – S: 565 6315 – 660 9503 – www.kroli.is Harðbotna gúmmíbátar á vagni, með Yamaha utanborðsmótor F150AETX, ásamt nauðsynlegum aukahlutum. Framleiddir í Kína. Áætlað verð til afgreiðslu í Reykjavík kr. 5.650.000.- Tilboðsverð á fyrstu 4 bátum með vél og vagni kr. 5.650.000 Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Bíla- og hjólalyftur Vökvadrifnar á góðu verði P R E N T S N IÐ E H F . Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is – ódýrari valkostur Vantar þig aukapening? H im in n og h af / S ÍA Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.