Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 33
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ PÁKSAR O.FL. Saga Svavarsdóttir líffræðinemi ekur um á gömlum en glæsilegum Volvó sem vekur athygli á götum borgarinnar. Hún hefur líka brunað á honum vestur í Dali og í maí er stefnan sett á Neskaupstað. „Þessi væri flottur í páskablað,“ var það fyrsta sem blaðamaður hugsaði þegar hann sá fjólubláan Volvo station bruna eftir götunni. Hann gladdist því þegar ökumaðurinn Saga Svavarsdóttir varð fúslega við beiðni hans um viðtal og mynd. „Volvóinn er bara æðislegur,“ segir hún brosandi. „Ég fékk hann í hendur í haust, nýsprautaðan og yfirfarinn, og tek eftir að hann vekur talsvert mikla athygli.“ Þó Saga sé viðræðugóð stúlka þá er henni saga fjólubláa Volvósins hulin að nokkru leyti. Eitt veit hún þó með vissu. Bíllinn er 1988 módel en ber ald- urinn með prýði. „Það hefur greinilega verið hugsað vel um gripinn,“ segir hún og upplýsir að fyrri eigandi sé formaður Volvo-verkstæðis í Kópavogi og var búinn að nostra mikið við hann. Reyndar kveðst Saga ekki vera eigandi bílsins heldur faðir hennar, Svavar Garðarsson sem býr vestur í Búðardal. „Pabbi er svo almennilegur að skaffa mér bíl meðan ég er í námi. Hann var búinn að lána mér annan sömu gerðar áður en sá fjólublái kom til sögunnar. Þegar hann sá svo þennan auglýst- an stóðst hann ekki mátið heldur keypti hann. Pabbi veit líka að þetta eru bílar sem eldast vel. Hann á tvo Volvóa af árgerð ´87. Annar er ekinn 400 þúsund kílómetra en gengur eins og klukka. Hann veit líka að þótt svona bílar bili þurfa þeir ekki að fara í tölvu til að hægt sé að finna út hvað amar að þeim.“ Saga kveðst finna sig örugga á hinum sænska far- kosti og segir hann liggja vel á vegi. En spurð hvort hann sé kraftmikill svarar hún. „Kraftmikill? Ég segi það nú ekki. Hann er auðvitað þungur og maður er ekkert að gefa í á ljósum ef maður ætlar ekki á hausinn!“ gun@frettabladid.is Pabbi veit að Volvó er bíll sem eldist mjög vel Saga segir Volvóinn liggja vel á vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PÁSKALEGAR PÍUR Nokkrar af helstu stjörnunum eiga gula kjóla sem þær geta skartað um páskana. TÍSKA 4 FYRIR ÍSLENDINGA Allt frá því að fyrstu Subaru- bílarnir komu hingað til lands hafa þeir notið mikilla vinsælda. Jeppi í líki fólksbíls segir sölumaður Ingvars Helgasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.