Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 2
2 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Kristófer, ertu ekki í stuði? „Ég er í miklu stuði, en með lágum straumi.“ Kristófer Helgason, útvarpsmaður á Bylgjunni, flytur inn rafbyssur fyrir lögregl- una. Til að læra á rafbyssur fór hann á námskeið í Bandaríkjunum þar sem hann var skotinn með rafbyssu til að þekkja virkni hennar. DÓMSMÁL Færeyska lögreglan gerði ítarlega leit í fyrrinótt í fangaklefa sem Guðbjarni Trausta- son Pólstjörnufangi dvaldi í í Fær- eyjum, meðan hann bar vitni í máli Íslendingsins sem nú er fyrir dómi vegna sama máls. Einangr- unarvist yfir íslenska manninum var aflétt síðdegis í gær, en hann er enn í gæsluvarðhaldi þar til dómur hefur gengið í málinu. Ástæða leitarinnar var sú að grunur vaknaði um að Guðbjarni væri með gögn úr Pólstjörnumál- inu meðferðis, þar á meðal gögn sem send höfðu verið frá lögregl- unni í Færeyjum til starfsbræðra hér á landi vegna rannsóknar málsins. Í Færeyjum er ekki heim- ilt að sakborningur né vitni hafi slík gögn undir höndum, einungis verjandi sakbornings meðan á rannsókn og málflutningi stendur. Lögregla spurði Guðbjarna í fyrra- kvöld hvort hann væri með umrædd gögn undir höndum. Þegar hann gaf ekki út á það var ákveðið að leita í klefa hans. Hann var svo kallaður fyrir dóm aftur í gærmorgun, eftir að gögnin fund- ust. För hans til Íslands seinkaði af þeim sökum. Saksóknari ítrek- aði við Guðbjarna og færeyska kviðdóminn að hann hefði ekki aðhafst neitt saknæmt með þessu, því enginn hefði sagt honum að varsla skjalanna væri óheimil ytra. Í klefa hans fannst einnig tölva, sem hann hafði ekki fengið leyfi fyrir. - jss Tóku málsgögn úr Pólstjörnumálinu og tölvu af íslensku vitni: Lögregluleit í klefa Guðbjarna FÆREYJAR Ungi Íslendingurinn var leyst- ur úr einangrun síðdegis í gær. LÖGREGLUMÁL Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra eru nú fjórtán en voru sautján í byrjun þessa árs. Guðmundur Guðjónsson hjá ríkislögreglustjóra staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær. Hann segir í tölvubréfi til Fréttablaðsins að starfsemi embættis ríkislögreglustjóra tæki breytingum eftir verkefnaþörfum á hverjum tíma og staðan væri þessi nú. Starfsmenn greiningar- deildarinnar eru fjórir nú en voru sex í byrjun ársins. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, hefur margsinnis talað fyrir því opinberlega að brýn þörf væri á því að fjölga starfsmönnum í deildinni mikið. Ekki náðist í hann í gær. - mh Efnahagsbrotadeild: Starfsmönnum fækkað um þrjá UMFERÐ „Það hefur verið einhver verndarengill með þeim en hann hefur því miður ekki verið alltaf með fólki,“ segir Björgvin Hall- dórsson, faðir söngkonunnar Svölu sem slasaðist ásamt fimm öðrum í hörðum árekstri í gær. Svala og aðrir meðlimir Steed Lord enduðu á slysadeild eftir að bíll rafhljómsveitarinnar lenti í árekstri við annan fólksbíl á Reykjanesbraut á móts við afleggj- arann að Vogum um klukkan hálf- sjö í gærmorgun. Með í för var sjónvarpsupptökustjórinn Egill Eðvarðsson sem er faðir þriggja bræðra sem eru í hljómsveitinni. Bíll fimmmenningana lenti harkalega inn í hlið bíls sem sner- ist skyndilega á veginum. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Suðurnesjum er talið að ökumaðurinn hafi misst stjórn á honum vegna hálku og krapa sem var á veginum. Allir sex sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Þau munu öll hafa verið í bílbelt- um. Svala og unnusti hennar, Einar Egilsson, voru enn í gærkvöld á gjörgæsludeild Landspítalans auk ökumanns hins bílsins. Svala mun vera með marða lifur og brotin rifbein. Einar gekkst undir aðgerð- ir í gær vegna innvortis blæð- inga. „Það eru æðislegir fagmenn sem annast þau,“ segir Björgvin um þá umönnun sem Svölu og félögum var veitt á Landspítalan- um í gær. Steed Lord var að fara til Keflavíkurflugvallar á leið til tónleikahalds á erlendri grundu. Truflanir hafa verið um langa hríð á umferð vegna framkvæmda á Reykjanesbraut. Eftir slysið í gær tilkynnti Vegagerðin um að þar yrði aukið við merkingar sem aðskilja akreinar í gagnstæðar áttir. Björgvin segir ekki nóg að hlaupið sé til núna til að bæta merkingar. „Það fór betur en á horfðist í þetta skipti en þeir þurfa að fá að finna til tevatnsins þessir menn sem bera ábyrgð á þessu. Ástand- ið er búið að vera svona í allan vetur − eins og hann er nú búinn að vera − og hvert slysið hefur rekið annað,“ segir Björgvin sem vill að strax verði brugðist við: „Ég veit ekki hvað þarf að gera en það þarf að drífa í þessu. Sjálf- ur hef ég keyrt þetta oft og veit stundum ekki hvort ég er úti í hrauni eða á veginum.“ gar@frettabladid.is Björgvin segir engil hafa verndað Svölu Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson unnusti hennar úr hljómsveitinni Steed Lord fengu innvortis áverka í bílslysi í gær. Ökumaður annars bíls slasaðist tölu- vert. Björgvin Halldórsson, faðir Svölu, gagnrýnir frágang Reykjanesbrautar. BJÖRGVIN, SVALA OG EINAR Svala Björgvinsdóttir ásamt unnusta sínum Einari Egils- syni og föður sínum Björgvini Halldórssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Á SLYSSTAÐ Eins og sést var áreksturinn harður og aðstæður slæmar. MYND/VÍKURFRÉTTIR Páll Lýðsson, sagnfræðingur og bóndi, lést í fyrradag af slysförum. Hann var 71 árs að aldri. Páll fæddist í Litlu-Sandvík í Flóa 7. október 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum að Laugarvatni árið 1956 og BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hann var afkastamikill sagnfræðingur og skrifaði fjölda bóka. Páll lætur eftir sig eigin- konu, Elínborgu Guðmunds- dóttur. Þau eignuðust fjögur börn. Páll Lýðsson látinn KÓPAVOGUR Engin tillaga sem barst inn í samkeppni um hönnun óperuhúss í Kópavogi uppfyllti markmið keppninnar nægjanlega vel, að mati dómnefndar. Tvær tillögur af þremur þóttu bjóða upp á áhugaverðar lausnir sem með áframhaldandi vinnu gætu fullnægt kröfum keppninnar, og verður því haldin framhalds- keppni sem mun ljúka innan tveggja mánaða. Arkitektastofurnar tvær sem taka þátt í framhaldskeppninni eru ALARK arkitektar og Arkþingi ehf. Formaður dóm- nefndar er Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri. - kg Óperuhús í Kópavogi: Engin tillaga þótti nógu góð KÁRAHNJÚKAR Síðasti risaborinn, sem notaður hefur verið við heilborun aðrennnslisganga við Kárahnjúkavirkjun, var stöðvaður í gær eftir að hann braust í gegnum síðasta haftið. Rétt ár er frá því borinn tók að snúast í Jökulsárgöngum, þrettán kílómetra hliðargöngum sem tengja Jökulsá á Fljótsdal við aðalgöngin frá Hálslóni og Jökulsá á Dal. V Að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjun- ar vegna Kárahnjúkavirkjunar kom borinn í gegn á nákvæmlega réttum stað rétt fyrir tólf á hádegi í gær. „Síðan verður borinn tekinn í sundur, fluttur á Reyðarfjörð og ekki annað vitað en hann fari úr landi,“ segir Sigurður. Gert er ráð fyrir að vatni verði hleypt á göngin um mitt sumar. - ovd Í gegn í Jökulsárgöngum: Síðasti risabor- inn stöðvaður ÁHÖFN BORSINS Borstjórinn Li Er Bao er hér þriðji frá vinstri ásamt áhöfn sinni á risabornum. MYND/ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON SUÐUR-KÓREA, AP Hægrimenn í Suður-Kóreu lýstu yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsvarsmenn Stóra þjóðarflokksins, flokks Lees Myung-bak forseta, sögðu flokkinn hafa náð hreinum þingmeirihluta og þar með fengið ótvírætt umboð til að hrinda umbótastefnu sinni í fram- kvæmd. Lee, sem er fyrrverandi borgarstjóri Seúl og forstjóri hjá Hyundai, var kjörinn í embætti með miklum meirihluta atkvæða í febrúar síðastliðinn, en bæði sigur hans í forsetakosningunum og flokks hans nú í þingkosningum er álitið endurspegla hve miklar vonir kjósendur binda við að Lee sé fær um að snúa gangi efnahagslífsins til betri vegar og að bjóða kommúnistastjórninni í Norður-Kóreu birginn. Samkvæmt spá ríkissjónvarpsstöðvarinnar KBS byggðri á útgöngukönnunum og tölum úr talningu á drjúgum hluta atkvæða fær flokkur Lees 152 af 299 þingsætum, en það mun gera honum auðveldara um vik að koma í gegn lögum sem ætlað er að gera stjórnsýsluna skilvirkari og fækka reglum og álögum sem íþyngja viðskiptalífinu. - aa Þingkosningar fóru fram í Suður-Kóreu í gær: Hægrimenn lýsa yfir sigri FYLGST MEÐ Vegfarendur í jarðlest í Seúl fylgjast með kosn- ingasjónvarpi í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Velferðarráð Reykja- víkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að bæta við fjórum gistiplássum í Gistiskýlinu. Gistiskýlið er ætlað heimilis- lausu fólki sem hvergi á höfði sínu að halla. Í skýlinu er nú pláss fyrir sextán einstaklinga. Undanfarið hefur þurft að vísa einstaklingum frá vegna plássleysis og hefur því verið ákveðið að fjölga gistiplássum um fjögur til að leysa brýnasta vandann. - shá Gistiskýli fyrir heimilislausa: Plássum fjölgað um fjögur STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráðherra stefnir að því að nýtt frumvarp um fjölmiðla verði fullbúið á Alþingi í haust. Þetta kemur fram í máli Karls Axelssonar hæstaréttarlög- manns sem flytur í dag erindi á málþingi um nýja sjónvarpstilskip- un frá EES. Karl mun þar skýra frá því að við vinnslu frumvarpsins „verði eftir föngum tryggt að nægilegt samráð verði haft við hagsmunaað- ila í greininni sem og aðra þá sem um fjölmiðlamál véla,“ eins og segir í kynningu Karls. Segir hann að velja eigi „það besta“ úr tillögum þverpólitískrar nefndar sem skilaði skýrslu í apríl 2005. - gar Stefna menntamálaráðherra: Haustfrumvarp um fjölmiðlana TÓNLIST Tónlistarmyndband við nýjasta lag hljómsveitarinnar Merzedes Club komst alla leið upp í áttunda sæti yfir mest skoðuðu tónlistarmyndböndin á hinni vinsælu netsíðu YouTube í gærkvöldi. Myndbandið, sem er við lagið Meira frelsi, sýnir meðlimi Merzedes Club setja sig í stellingar úti á lífinu. Það var frumsýnt með pompi og pragt í Laugarásbíói síðastliðið mánu- dagskvöld og rataði inn á YouTube í fyrradag. Í gærkvöldi höfðu hátt í 35.000 manns horft á myndbandið á YouTube.com. - kg Merzedes Club á YouTube: Meira frelsi í áttunda sæti VINSÆL Myndband Merzedes Club komst í áttunda sæti á YouTube. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.