Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 4
4 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR SKIPULAGSMÁL „Arkitektarnir hjá Argos eru okkar færustu fagmenn á þessu sviði þannig að ég er viss um að í þeirra höndum verður þetta verkefni leyst eins vel og kostur er,“ segir Pétur Ármannson arkitekt um fyrirhugaða viðbygg- ingu við hið sögufræga hús á Þingholtstræti 29a. Pétur, sem er þekktur sérfræðingur um byggingarsögu Reykjavíkur, segir mörg fordæmi fyrir því að byggt sé við friðuð hús eins og Þingholtsstræti 29a sé. „Friðun útilokar hvorki breytingar né viðbyggingar en það er náttúrlega gerð krafa um að slíkt sé gert í mjög háum gæðaflokki og af smekkvísi og tillitssemi við bygginguna sem fyrir er,“ segir Pétur. Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir í Inn fjárfestingu er eigandi hússins, sem byggt var 1916. Hún segir arkitektana í Argos vera mjög færa og hafa endurgert mörg gömul hús á Íslandi. „Leitast er við að nýbyggingin, sem verður bílskúr, stigagangur, geymslur og þess háttar verði algjörlega í anda gamla hússins og upphefji virðingu þess,“ segir Ingunn sem aðspurð kveðst ekki eiga von á athugasemdum frá nágrönnum sínum enda verði framfylgt öllum reglum hvað varðar stærð og fjarlægð frá lóðamörkum. Ingunn segir vinnu við endurbætur á gamla húsinu í fullum gangi. „Nú er verið að háþrýsti- þvo húsið að utan og verið að lagfæra og yfirfara alla glugga.“ - gar Sérfræðingur og eigandi sögufrægs hús í Þingholtsstræti segja stækkun þess í höndum færustu fagmanna: Friðun útilokar ekki viðbyggingu við Esjuberg ÞINGHOLTSTRÆTI 29A Byggja á við norður- gafl hússins vinstra megin á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÍS L E N S K A S IA .I S J A A 4 14 62 0 3/ 08 Vantar þig samband við trésmið í einum grænum? er svariðjá 118 ja.is Símaskráin UMFERÐ Verslunareigendur í Linda- hverfi vilja að bæjaryfirvöld í Kópavogi komi í veg fyrir að götur að hverfinu lokist vegna mikillar aðsóknar að bílaþvottastöðinni Löðri. „Þetta er algert ófremdar- ástand. Oft nær bílaröðin frá Löðri upp á næsta horn og stundum alla leið niður á hringtorgið við Fífu- hvammsveg,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, heildsali og verslun- areigandi í Bæjarlind 16. Valur hefur skrifað Gunnari I. Birgis- syni bréf með ósk um að bæjar- stjórinn taki málið í sínar hendur. „Hér er bara ein akrein í hvora átt svo þessi gríðarlega bílaröð eyði- leggur fyrir okkur viðskipti því margir segj- ast einfaldlega ekki treysta sér til að aka á móti umferðinni til að komast til okkar. Auk þess skapar þetta mikla slysa- hættu, sérstaklega þegar röðin nær alla leið á hringtorgið og öku- menn freistast til að aka öfugan hring til að komast leiðar sinnar. Ég hef sjálfur séð óhapp verða þar við slíkar kringumstæður,“ segir Valur sem kveður marga aðra verslunareigendur í nágrenninu einnig vera ósátta við stöðu mála. Valur hefur bæði leitað ásjár lögreglunnar og hjá skipulagsyfir- völdum í Kópavogi. „Lögreglan hefur komið og sagt bílstjórum að leysa upp röðina en það fer strax í sama farið. Þess utan segir lögreglan þetta ekki vera sitt mál og vísar á bæjar- skipulagið í Kópavogi. Þar á bæ vísa menn hins vegar á lögregl- una,“ segir Valur. Róbert Reynisson, fram- kvæmdastjóri Löðurs, viðurkenn- ir að vandræðaástand hafi stund- um skapast vegna mikillar aðsóknar. „Þetta var sérstaklega mikið núna í mars þegar það komu marg- ir góðir þvottadagar. Það er erfitt fyrir okkur að stjórna þessu en við höfum reynt að biðja bílstjórana að aka út í kant á meðan þeir bíða,“ segir Róbert og bendir á að enn meira öngþveiti skapist þegar verslanir í Smáralind eru með útsölur. Að sögn Róberts stendur til af hálfu Löðurs að ræða við Kópa- vogsbæ um breytingar svo laga megi aðkomuna að þvottastöðinni. „Hluti af þessu máli er líka að margar þvottastöðvar í Reykjavík hafa lokað. Sjálfir ætlum við að opna stóra stöð úti á Fiskislóð. Það mun líklega létta álaginu af stöð- inni í Bæjarlind.“ Bæjarráð hefur vísað erindi Vals Heiðars Sævarssonar til umsagnar hjá sviðsstjóra fram- kvæmda- og tæknisviðs. gar@frettabladid.is Bílaþvottur truflar verslun í Bæjarlind Gríðarleg röð við bílaþvottastöðina Löður í Kópavogi truflar umferð um nálæg- ar götur, veldur slysahættu og dregur úr verslun á svæðinu, segir heildsali í Bæj- arlind sem biður Gunnar I. Birgisson bæjarstjóra að taka málið í sínar hendur. VALUR HEIÐAR SÆVARSSON Heildsali og verlsunarmaður í Bæjarlind segir mikla bílaröð við þvottastöðina Löður skapa slysahættu og trufla viðskipti á svæðinu. Framkvæmdastjóri Löðurs segist vilja ræða við bæjaryfirvöld um lausnir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RÓBERT REYNISSON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° 11° 6° 6° 9° 13° 13° 8° 15° 5° 23° 20° 15° 12° 21° 22° 28° 19° Á MORGUN 8-15 m/s en hægari SV-til -1 LAUGARDAGUR 5-10 m/s 1 17 -2 -1 HELGARVEÐRIÐ Veðurhorfurnar um helgina eru farnar að taka á sig nokkuð skýra mynd. Á laugardag verða norðaust- lægar áttir, 5-10 m/s víðast hvar. Bjart með köfl um syðra og á landinu vestanverðu en stöku él norðan til og austan. Á sunnudag má hins vegar búast við vætu vestan til annars þurrt. 1 1 1 4 4 5 3 2 3 3 3 4 7 6 6 5 5 6 1 0 1 44 -2 1 3 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur DÓMSMÁL Dyravörður á skemmti- staðnum Rex í Austurstræti var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða sekt, sjúkrakostnað og miskabætur vegna líkamsárásar 4. nóvember árið 2006. Dyravörðurinn hafði beðið gest skemmtistaðarins um að taka niður húfu. Þegar gesturinn mótmælti tók dyravörðurinn í hann, kýldi hann og beit hann í vinstra eyra og kinn. Dómurinn féllst ekki á að þessi harkalegu viðbrögð hafi verið nauðsynleg. Dyravörðurinn þarf alls að greiða rúmar 600 þúsund krónur vegna málsins. - sgj Líkamsárás við Rex: Dyravörður beit bargest í eyrað ÖRYGGISMÁL Vinna við smíði nýs fjölnota varðskips fyrir Land- helgisgæsluna gengur vel í ASMAR-skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile. Nýverið var kjölur lagður að skipinu við hátíðlega athöfn. Viðstaddir voru Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ásamt starfsfólki. Fundað var vegna smíði skipsins þar sem farið var yfir gang og skipulag smíðarinn- ar. Áætlað er að sjósetning verði í lok þessa árs og að skipið verði afhent fyrir árslok 2009. - shá Nýtt varðskip: Smíði skipsins hafin í Chile BÍLINN Ökurmaðurinn missti stjórn á bílnum og lenti á tveimur ljósastaurum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR LÖGREGLUMÁL Þrír voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl eftir bílveltu á Borgarbraut á Akureyri laust eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglu missti ökumaður stjórn á bílnum, lenti utan í tveimur ljósastaurum og velti svo bílnum á grjóthleðslu í vegkanti. Þrír voru í bílnum, en tveir þeirra köstuðust út við veltuna. Beita þurfti klippum til að ná þeim þriðja út. Að sögn lögreglu sluppu þeir slösuðu betur en á horfðist í fyrstu. - sgj Þrír slasaðir í bílveltu: Veltu bíl á Borgarbraut BANDARÍKIN, AP David Petraeus, æðsti yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, segir ólíklegt að hann fari fram á að hermönnum þar verði fjölgað á ný, jafnvel þótt svo fari að öryggisástandið versni eftir að viðbótarherafl- inn, sem sendur var þangað á síðasta ári, snýr aftur heim á næstu mánuð- um. „Það væri fjarri mér að hugsa þannig,“ sagði Petraeus í yfirheyrslu hjá bandarískri þingnefnd, og taldi að bandaríski landherinn ætti erfitt með að standa undir því að senda fleiri hermenn til landsins. Frekar verði reynt að færa bandaríska hermenn til innan Íraks eftir því sem ástandið krefst, og svo verði reynt að treysta frekar á hersveit- ir heimamanna, sem séu að styrkjast og batna. - gb Petraeus herforingi í Írak: Biður ekki um fleiri hermenn DAVID PETRAEUS GENGIÐ 09.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 145,221 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 71,83 72,17 141,4 142,08 112,85 113,49 15,126 15,214 14,195 14,279 12,055 12,125 0,6998 0,7038 117,27 117,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.