Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 12
12 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
ALÞINGI Á reiki er hversu mikið
meira flutningabíll slítur vegum
landsins en fólksbíll. Þess vegna
hefur Ármann Kr. Ólafsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, óskað
eftir að samgönguráðherra upp-
lýsi hversu mikill munurinn er.
Vill hann að í svarinu verði miðað
við að flutningabíllinn hafi 80
prósenta hleðslu, bæði með og án
tengivagns, og fólksbíllinn sé 1,8
tonn.
„Ég hef lesið um og heyrt að
það sé gríðarlegur munur á
þessu,“ sagði Ármann í samtali
við Fréttablaðið. Hann kveðst
hafa heyrt því haldið fram að
flutningabílar slíti vegunum
mörg þúsund-falt meira en fólks-
bílar en tölurnar séu misvísandi
og því mikilvægt að fá sannleik-
ann upp á borðið. „Það er líka
furðulegt þegar trukkabílstjórar
segja að hjólför á einstaka vegum
sýni að þeir slíti ekki vegunum
þar sem förin eru mjórri en eftir
trukkana. Yfirborðsslit kostar
bara brotabrot af því sem það
kostar að byggja upp vegi. Dýr-
asta slitið í vegakerfinu sést ekki
dagsdaglega,“ segir Ármann og á
við að undirlag veganna láti
undan þunga trukkanna.
Aðspurður segir Ármann fyrir-
spurninni ekki beint gegn trukka-
bílstjórum vegna aðgerða þeirra í
umferðinni síðustu daga, hann
vilji aðeins að réttar upplýsingar
liggi fyrir. - bþs
Ármann Kr. Ólafsson vill fá á hreint hve mikið flutningabílar slíta vegunum:
Vill hrekja málflutning trukkabílstjóra
ÁRMANN KR. ÓLAFSSON sat fastur í
umferðinni á dögunum vegna aðgerða
trukkabílstjóra. Hann vill vita hve mikið
vegir landsins slitni af umferð flutninga-
bíla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Maður sparkaði í
klof annars manns, með þeim
afleiðingum að blæddi úr
kynfærum, í verslun 10-11 við
Barónsstíg á þriðja tímanum
aðfaranótt miðvikudags.
Árásarmaðurinn, sem fórnar-
lambið sagðist ekki þekkja, var
horfinn á braut þegar lögregla
kom á staðinn. Hann gengur enn
laus, að sögn lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. - sgj
Óþekktur árásarmaður:
Sparkaði í klof
svo úr blæddi
SJÁVARÚTVEGUR Um 850 þúsund
tonn mældust af íslensku
sumargotssíldinni í vetur, þar af
700 þúsund tonn í Kiðeyjarsundi í
Breiðafirði og 70 þúsund tonn í
Grundarfirði. Þetta kemur fram í
nýjustu Fiskifréttum. Einnig
mældist síld í Kolluál og í minna
mæli á svæðum fyrir austan land,
að því er Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri nytjastofnasviðs
Hafrannsóknastofnunar, sagði í
samtali við blaðið. Þorsteinn
sagði að mælingin sýndi að
síldarstofninn væri í góðu ástandi
og af svipaðri stærð og kom fram
í mælingum árið á undan.
Of snemmt er að segja til um
stærð veiðistofnsins fyrr en að
loknum frekari útreikningum á
stofnstærðinni. - shá
Íslensk sumargotssíld:
850 þúsund
tonn af síld
SÍLDVEIÐAR Síldarskipin veiddu kvótann
í Grundarfirði að stærstum hluta.
MYND/SVERRIR
LÖGREGLUMÁL Strætisvagn skall
aftan á vöruflutningabíl með
tengivagn á Vesturlandsvegi við
Kjalarnes klukkan rúmlega sjö í
gærmorgun.
Vöruflutningabíllinn endaði
þversum á veginum og stöðvað-
ist umferð um tíma norðan við
Grundarhverfi. Komust ein-
göngu jeppar og fólksbílar
framhjá.
Ríflega tuttugu farþegar voru í
strætisvagninum og sluppu þeir
allir án teljandi meiðsla.
Ökumaður strætisvagnsins
fótbrotnaði, að sögn lögreglu.
Bílstjóri vörubílsins var einn í
bílnum en hann sakaði ekki. - sgj
Strætisvagn ók á bíl:
Umferð tafðist
vegna áreksturs
Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann.
Honum er pakkað inn í sterkbyggða umgjörð sem er bæði ryk- og
rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði.
Samsung M110 – er sannkallað hörkutól.
VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth
Vasaljós Stereó FM-útvarp Innbyggður hátalari
Hörkutól
– með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga
Heildsöludreifing og þjónusta:
Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt
M110 fæst hjá eftirtöldum aðilum:
FRUMLEGT FLUGTÆKI Þátttakendur
í keppninni „Beans Green Flying
Machine“ hendast fram af stökkpalli
við höfnina í Sydney í Ástralíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VARNARMÁL Forsendur fyrir sam-
starfi Norðurlanda á sviði örygg-
is- og varnarmála hafa vissulega
batnað mjög síðan kalda stríðinu
lauk, en engu að síður eru ýmsar
hindranir í vegi fyrir slíku sam-
starfi. Norrænt varnarbandalag,
eins og hugmyndir voru uppi um
á fyrstu árunum eftir lok síðari
heimsstyrjaldar, er óraunhæft.
Aftur á móti er ekkert því til fyr-
irstöðu að efla norrænt samstarf
um ýmsa þætti öryggis- og varn-
armála sem ekki snerta sjálfan
kjarna landvarna. Þetta segir
Lars Wedin, fyrrverandi skip-
herra í sænska flotanum, sem
sinnir kennslu og rannsóknum
við sænska Varnarmálaskólann, í
samtali við Fréttablaðið.
Wedin flutti í gær erindi á
hádegismálfundi á vegum
Alþjóðamálastofnunar Háskóla
Íslands undir yfirskriftinni
„Stefnur og straumar í vörnum
Norðurlandanna“. Í erindinu
rakti hann hvernig þörfin á hefð-
bundnum landvörnum í okkar
heimshluta hefði snarminnkað
eftir lok kalda stríðsins, enda
hafi þróunin á síðustu árum verið
öll í þá átt að draga úr slíkum
hefðbundnum vörnum og byggja
þess í stað upp getu til þátttöku í
fjölþjóðlegri átakastjórnun fjarri
eigin yfirráðasvæði.
Þessi þróun hefur meðal ann-
ars haft í för með sér að bæði
Svíþjóð og Finnland hafa nálgast
NATO mjög, enda hefur mikil
umræða farið fram í báðum lönd-
um um það hvort þau ættu að
ganga í bandalagið. Að sögn Wed-
ins er staða þeirrar umræðu þó
ólík í grannlöndunum tveimur. Í
Finnlandi stjórnist hún af nær
hreinni raunsæisstefnu en í Sví-
þjóð vegi siðfræðilegir og sögu-
legir þættir þungt. Í báðum lönd-
um gildi þó, að það sem myndi
hreyfa mest við hvoru ríkinu
sem er ef annað þeirra tæki
ákvörðun um að stefna inn í
NATO. Wedin viðurkennir, að
væru öll Norðurlöndin í NATO
væri auðveldara fyrir þau að efla
eiginlegt varnarsamstarf sín í
milli.
Wedin rakti líka hvernig Svíar
og Finnar hefðu tekið virkan þátt
í uppbyggingu sameiginlegrar
öryggis- og varnarmálastefnu
Evrópusambandsins, frá því þau
gengu í sambandið árið 1995.
Væru öll Norðurlöndin í ESB
væri líka hægt að efla samstarf
þeirra undir hatti þessa ESB-
öryggismálasamstarfs. Gildandi
undanþága Dana frá þátttöku í
því myndi þó líka flækja viðleitni
í þá átt.
audunn@frettabladid.is
Varnarbandalag óraunhæft
Sænski varnarmálafræðingurinn Lars Wedin segir forsendur fyrir varnarsamstarfi Norðurlanda hafa batnað eftir
lok kalda stríðsins, en möguleikunum spilli sú staðreynd að sum þeirra eru innan og önnur utan NATO og ESB.
LARS WEDIN Brotthvarf frá hefðbundn-
um landvörnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÁTAKASTJÓRNUN Sænskir hermenn sjást hér sem liðsmenn fjölþjóðaliðs NATO á vettvangi í Afganistan. Þátttaka í slíkum „átaka-
stjórnunarverkefnum“ fjarri eigin landsteinum hefur tekið að mestu við af hefðbundnum landvörnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN