Fréttablaðið - 10.04.2008, Side 24
24 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
F
östudaginn 18. janúar 1957 lauk í Los Angeles í Banda-
ríkjunum fyrsta fluginu umhverfis jörðina sem farið var í
einum óslitnum áfanga. Þann sama dag skrifuðu eldri hjón,
eins og þau kölluðu sig, til heimilis að Fossvogsbletti 45 við
Sléttuveg í Reykjavík sendibréf er síðar var birt og heyrir
nú til íslenskra bókmennta.
Þetta voru hjónin Steinn Steinarr og Ásthildur Björnsdóttir. Bréf
þeirra var stílað til Gunnars Thoroddsen borgarstjóra. Erindið
við borgarstjórann þennan janúardag snerist um ásjá fyrir gamla
mórauða hundtík sem þau höfðu haldið um nokkurn tíma á móti
þágildandi lögum og rétti í borginni.
Í bréfi þeirra hjóna sagði: „Þess vegna spyrjum við yður, herra
borgarstjóri, hvort þér getið í krafti embættis yðar og þó einkum
af yðar snotra hjartalagi veitt okkur nokkra slíka undanþágu frá
laganna bókstaf, að við megum herbergja skepnu þessa, svo lengi
henni endist aldur og heilsa.“
Einmitt þarna í Fossvoginum þar sem skáldið og kona hans bjuggu
hafði starf hugsjónamanna um skógrækt fengið að skjóta rótum. Í
fyrsta tölublaði ársins 2008 af Laufblaðinu, fréttabréfi Skógrækt-
arfélags Íslands, birtist ný áskorun til borgar yfirvalda. Hún snýst
um að þyrma vaxandi trjágróðri á austur heiðum Reykjavíkur. Þar
vex nú skógur af mannavöldum á móti gildandi lögum og rétti um
skipulag í borgarlandinu.
Í fréttabréfið skrifar Einar Gunnarsson: „Ef hugmyndir Reykja-
víkurborgar um uppbyggingu á austurheiðum ganga eftir stefnir í
einhverja umfangsmestu skógareyðingu á Íslandi frá upphafi skóg-
ræktar.“ Hér er kveðið fast að. Ógerningur er að láta slík orð líða
hjá án þess að gefa þeim gaum.
Skógrækt við Rauðavatn byrjaði á fyrsta ári síðustu aldar. Einar
Gunnarsson bendir í grein sinni á að svo virðist sem fallið hafi í
gleymsku og dá að árið 1975 hófst svo fyrir alvöru saga ræktunar
á Hólmsheiði. Það verkefni var strax í upphafi styrkt myndarlega
með fjármunum frá Þjóðargjöfinni sem svo var nefnd. Hún var
metnaðarfull gjöf þjóðarinnar til landsins í tilefni ellefu hundruð ára
byggðar. Henni fylgdu háleit fyrirheit í mörgum hátíðarræðum.
Með þjóðargjöfinni átti að hefja nýtt átak til uppgræðslu í land-
inu. Markmiðið var að endurgjalda aldagamla skuld uppblásturs og
gróðureyðingar. Hólmsheiðin þótti verðug þess að fá spón úr þess-
um hátíðaraski. Síðar hófst skipulagt skógræktarstarf á þessum
slóðum með þátttöku mörg þúsund ungmenna ár eftir ár. Greinar-
höfundur segir að árangurinn megi sjá í víðáttumiklum ungskógi
sem farinn sé að gegna margþættri vistþjónustu.
Hvað veldur því að borgaryfirvöld virða þetta mikla ræktunar-
starf að vettugi og vinna nú að því að gera að veruleika skipulags-
reglur þar sem skógræktin víkur fyrir malbikuðum götum, húsum
og væntanlega flugvelli? Hvaða þörf er á því í landi þar sem enginn
skortur er á landrými? Hvað kallar á slíka árekstra milli steinsteypu
og ræktunarstarfs?
Á sínum tíma þótti skáldinu og konu hans sem þá bjuggu í grennd
við skógræktina í Fossvoginum fullt tilefni til að höfða ekki aðeins
til krafta embættisvalds borgarstjórans í Reykjavík heldur einnig
til hans snotra hjartalags í þeim tilgangi að lengja lífdaga hund-
tíkur nokkurrar. Fimmtíu árum síðar og einu betur sýnist vera ærin
ástæða til þess að kalla aftur fram, ef þess er nokkur kostur, það
besta í embættisvaldi og hjartalagi borgarstjórans. Nú til að lengja
lífdaga vaxandi skógarsvæðis.
Mesta skógareyðing frá upphafi skógræktar:
Vald og hjartalag
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Gengi gjaldmiðla sveiflast upp og niður á gjaldeyrismörkuð-
um. Til þess liggja tvær höfuð-
ástæður. Önnur ástæðan er sú, að
menn braska gjarnan með
gjaldeyri líkt og þeir braska með
góðmálma og verðbréf, en ekki
með ferskan fisk. Munurinn er sá,
að gjaldeyrir, góðmálmar og
verðbréf hafa geymsluþol langt
umfram fisk. Menn geta keypt
gjaldeyri, þegar þeir halda, að
hann sé ódýr, og geymt hann til að
selja hann aftur síðar, þegar hann
hefur hækkað í verði. Menn
greinir jafnan á um, hvort
gjaldmiðill er þessa stundina of
hátt metinn eða of lágt. Það er
eðlilegt. Ágreiningur um gengi er
aflvaki spákaupmennskunnar: þeir
selja, sem eiga von á lækkun, hinir
kaupa. Spákaupmenn fylgja
stundum hverjir öðrum líkt og í
blindni. Hjarðhegðun þeirra ýtir
undir gengissveiflur. Verðbréf,
gull og silfur lúta sama lögmáli, en
ekki nýveiddur fiskur, því hann
geymist ekki nema í nokkra daga.
Hin höfuðástæðan til gengis-
sveiflna er sú, að gengi orkar á
útflutning og innflutning og
áhrifin láta stundum bíða eftir sér.
Tafirnar geta leitt til þess, að
fljótandi gengi sveiflast ýmist upp
eða niður í kringum einhvers
konar langtímajafnvægi, sem
erfitt getur reynzt að staðsetja
einmitt vegna öldugangsins. Þess
vegna auk annars fást yfirleitt
hvorki bankamenn né varkárir
hagfræðingar utan bankanna til að
slá neinu föstu um það, hvert gengi
gjaldmiðla eigi að réttu lagi að
vera. Þetta á við um gengi
krónunnar nú ekki síður en um
gengi annarra flotmynta á ýmsum
tímum.
Lággengislönd og hágengislönd
Sumum þjóðum tekst langtímum
saman að halda gengi gjaldmiðla
sinna ýmist undir eða yfir eðlilegu
marki. Sum lönd eru lággengis-
lönd, til dæmis Kína. Kínverjar
festa gengi júansins (ásjóna Maós
prýðir alla peningaseðla þar austur
frá) undir réttu marki, svo að
útflutningur eykst hratt frá ári til
árs. Í krafti lágs gengis búa
Kínverjar við umtalsverðan
afgang á viðskiptum við útlönd, og
viðskiptaþjóðir þeirra, svo sem
Bandaríkjamenn, búa við samsvar-
andi viðskiptahalla. Þegar
bandarískir stjórnarerindrekar
biðja kínversk yfirvöld að hækka
gengi júansins til að örva útflutn-
ing á bandarískum varningi til
Kína, svara Kínverjar að bragði:
Lækkið þið heldur gengi dollarans.
Þetta er ein skýringin á lágu gengi
dollarans undangengin ár.
Önnur lönd eru hágengislönd.
Sum þeirra búa við hátt gengi
vegna þess, að þau búa svo í
haginn handa útflutningsatvinnu-
vegum, að innstreymi gjaldeyris-
tekna í skiptum fyrir útflutning á
vörum og þjónustu viðheldur háu
gengi. Önnur lönd eru hágengis-
lönd vegna þess, að þau laða til sín
erlent fé til framkvæmda og
annarra fjárfestinga. Enn önnur
lönd búa við hátt gengi af því, að
þeim hefur mistekizt að halda
verðbólgu í skefjum, og verðbólga
heima fyrir umfram verðbólgu í
helztu viðskiptalöndum hækkar
raungengið með tímanum. Aðrar
skýringar á landlægri hágengis-
bjögun eru innflutningshöft og
útflutningsstyrkir, eins og ég hef
oft áður lýst á þessum stað og
víðar. Allar þessar skýringar liggja
að baki háu gengi íslenzku
krónunnar aftur í tímann. Hátt
gengi fellur að endingu. Gengisfall
krónunnar var óhjákvæmilegt og
æskilegt, þar eð of hátt gengi
kallar á of mikla skuldasöfnun í
erlendri mynt og bitnar á útflutn-
ingi og varanlegum hagvexti.
Skuldir íslenzkra fyrirtækja,
heimila og banka eru of miklar og
kalla á leiðréttingu, sem getur
reynzt sársaukafull. Gengisfallið
dregur úr skuldasöfnuninni, en það
þyngir jafnframt greiðslubyrðina
af eldri skuldum.
Samsæri? Nei, varla
Ég varaði við því strax vorið 1999
(sjá Framtíðin er annað land, bls.
113-118) og oft eftir það, að
gjaldeyrisforði Seðlabankans væri
of rýr, en því kalli var ekki sinnt
fyrr en 2006 og aftur nú. Digur
forði sendir spákaupmönnum og
öðrum skýr skilaboð um festu í
gengismálum, þótt gengið fljóti.
Gjaldeyrisforðann á þó ekki að
nota til að halda gengi krónunnar
of háu. Forðann á að nota til að
draga úr óeðlilegum gengissveifl-
um. Gengisfall krónunnar að
undanförnu verður ekki helzt rakið
til erlendra samsærismanna, svo
sem Seðlabankinn gefur í skyn.
Samsæriskenningin hljómar ekki
vel úr munni seðlabankastjóra,
sem reyndi fyrir fáeinum árum
sem forsætisráðherra að hrinda af
stað áhlaupi á Kaupþing með því
að taka þaðan út sparifé sitt í
beinni útsendingu (til að mótmæla
sjálfteknum launum bankastjór-
anna!). Takist ekki að ráða
raunhæfa bót á lausafjárkreppu
bankanna, getur farið svo, að geng-
ið lækki um tíma niður fyrir
eðlilegt mark. Slíkt hefur gerzt í
öðrum löndum. Þá þyrfti að vera
hægt að grípa til gjaldeyrisforð-
ans, sem Seðlabankinn vanrækti að
byggja upp og leitar nú leiða til að
efla. Og þá kæmi sér vel að hafa
sýnt árvekni einnig í ríkisfjármál-
um og reka ríkisbúskapinn með
miklum afgangi í uppsveiflunni. Þá
þyrfti ríkið ekki að taka lán nú til
að efla gjaldeyrisforðann.
Glæpagengiskenningin
Í DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Lífeyrisréttindi
Lífeyrisréttindi alþingismanna hafa verið talsvert til umfjöllunar síðan ný lög um
réttindi forseta Íslands, ráðherra, þing-
manna og hæstaréttardómara tóku gildi í
desember 2003. Upphaflega lagafrumvarpið
var lagt fram af fulltrúum allra flokka. Var
í því kveðið á um breytingar á lífeyrisrétt-
indunum og voru þau í sumum tilfellum
skert en í öðrum tilfellum aukin, einkum hjá
þeim sem gegnt höfðu ráðherraembættum.
Þá var greiðslubyrði þingmanna í eftirlaunasjóð
aukin samhliða þessu.
Ekki var fellt á brott gamalt ákvæði þess efnis að
ef einstaklingar úr fyrrgreindum hópum hyrfu til
annarra starfa gætu þeir jafnframt, í einhverjum
tilfellum, þegið greiðslur úr lífeyrissjóðum. Þetta
ákvæði er þó líklega það umdeildasta við eftirlauna-
rétt umræddra hópa.
Í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar
leitaði hann til formanna þáverandi stjórnarand-
stöðuflokka um samstarf við að fella þennan rétt
niður. Lítill áhugi var fyrir slíku samstarfi.
Lögunum var ekki því breytt á þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir Halldórs.
Nýlega leitaði fréttastofa Stöðvar 2 eftir
viðbrögðum þingmanna við frumvarpi
Valgerðar Bjarnadóttur um breytingar á
þessum lögum. Þótt mér finnist óeðlilegt að
fréttamenn ætlist til þess að þingmenn
„greiði atkvæði“ um þingmál utan Alþingis
vil ég þó geta þess að í umræðum um
frumvarpið sagðist varaformaður Fram-
sóknarflokksins vel geta stutt frumvarp í
þessum anda. Undir það tek ég og vek
jafnframt athygli á því að á síðasta flokks-
þingi Framsóknarflokksins samþykktum við ályktun
þess efnis að afnema ætti sérréttindi alþingismanna
og tryggja að allir landsmenn búi við sambærileg
lífeyrisréttindi. Hitt er svo annað mál að það er
sérkennilegt að annar stjórnarflokkurinn kjósi að
taka út ákvæði í stjórnarsáttmálanum og flytja um
það mál í eigin nafni, án samstarfs við samstarfs-
flokkinn. Það eru nýjungar í stjórnarsamstarfi en
segir meira en mörg orð um stöðuna þar á bæ.
Höfundur er alþingismaður.
Sameiginleg lífeyrisréttindi
HÖSKULDUR ÞÓR
ÞÓRHALLSSON
Sviptingar í efnahags-
lífinu
Neytendur
Þriðjungur neytenda telur mótmæli
bílstjóra ekki í þágu neytenda, að
sögn talsmanns neytenda á blogg-
síðu sinni, www.neytendatalsmadur.
blog.is. „Samkvæmt óvísindalegri
könnun minni hér á blogginu í
gær og fyrradag, þar sem um 330
greiddu atkvæði, er réttur þriðjungur
neytenda á því að nóg sé komið af
mótmælum bílstjóra gegn háu bens-
ínverði – enda hafi þau ekki verið í
þágu neytenda,“ skrifar talsmaður
neytenda. Það er gott að tals-
maður neytenda vinnur óvísinda-
legar kannanir í þágu neytenda á
neytendabloggi sínu. Því er
ekki að neita. Og hvað
eru margir neytendur
í því?
Helgari Hjörvari
Höskuldi Þór Þórhallssyni, þingmanni
Framsóknarflokks, var mikið niðri
fyrir í utandagskrárumræðu um lofts-
lagsmál á Alþingi í gær. Sérstaklega
var hann óánægður þegar Helgi
Hjörvar, þingmaður Samfylkingar,
sagði Framsóknarflokkinn hafa
gleymst á síðustu öld í umhverfis-
málum. „Það var holur málflutningur
sem kom frá háttvirtum þingmanni,
Helgari Hjörvari,“ mismælti
Höskuldur sig. Og þá hló
þingheimur.
Gegnsær ráðherra
Bandalag háskólamanna
sættir sig víst ekki
við svör Kristj-
áns L. Möller
samgönguráðherra vegna auglýsingar
á embætti vegamálastjóra. Hefur
bandalagið ítrekað kröfu sína um
að ráðherra dragi auglýsinguna til
baka og að staðan verði auglýst
aftur þannig að gegnsæi sé tryggt.
Ráðherra segist einmitt hafa verið að
tryggja gegnsæi með því að krefjast
háskólamenntunar í verkfræði eða
sambærilegrar menntunar. Þar hafi
hann átt við háskólamenntun á
öðrum sviðum en verkfræði,
þó þannig að umsækjandi
hafi lokið meistaraprófi
eða kandídatsprófi
samkvæmt eldra skipulagi
háskólanáms. Er þetta
ekki alveg gegnsætt?
steindor@frettabladid.is
/ olav@frettabladid.is