Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 28
28 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Dómstólar
Fréttablaðið skýrir frá því 12. mars sl.
að samkvæmt könnun
fyrirtækisins Capac-
ent hafi traust til dóm-
stólanna ekki mælst
yfir 50% frá því árið
2002. Jón Steinar
Gunnlaugsson hæsta-
réttardómari, Sveinn Andri
Sveinsson hæstaréttarlögmaður
og alþingismennirnir Lúðvík
Bergvinsson og Sigurður Kári
Kristjánsson hafa af því tilefni
gerst talsmenn þess að hæstarétt-
ardómarar tjái sig meira um dóm-
störfin. Lúðvík hefur auk þess
sagt að meginsjónarmið dómara
varðandi viðhorf til laga og laga-
framkvæmdar ættu að vera opin-
ber. Féllu þau ummæli af því til-
efni að Jón Steinar hafði ritað
grein í Morgunblaðið og lýst
þeirri skoðun sinni að einungis
ætti að dæma mál eftir skýringu
á orðum lagagreinar.
Orð Lúðvíks koma nokkuð á
óvart þar sem alþingismönnum
sem öðrum á að vera ljóst að dóm-
arar eiga samkvæmt stjórnarskrá
einungis að fara eftir lögunum. Í
stórum dráttum hefur það verið
skilið svo að þeir fari
að lögum skýrðum á
þann hátt sem tíðkast
hefur, kennt hafi verið
í Háskóla Íslands og í
heiðri haft af íslensk-
um dómstólum. Við
samningu lagafrum-
varpa eru þessir skýr-
ingarhættir einnig
hafðir í huga. Þessir
skýringarhættir eru í
samræmi við það sem
tíðkast á öðrum Norðurlöndum og
í Vestur-Evrópu a.m.k.
Í Fréttablaðinu þennan sama
dag kvartar leiðarahöfundur
undan því að ekki séu allir dómar-
ar Hæstaréttar Íslands þjóð-
þekktir. Frá sjónarmiði fjölmiðla-
manna og alþingismanna má vera
að þetta sé ljóður á ráði dómara
en ekki trúi ég því að venjulegur
Íslendingur hafi nokkurn áhuga á
því að dómarar séu daglega að
keppa við skemmtikrafta og
stjórnmálamenn um rými í fjöl-
miðlum.
Traust byggist á dómum
Það er hins vegar ljóst að eigi að
taka mark á framangreindum
skoðanakönnunum virðist álit
Íslendinga á dómsvaldinu mega
vera betra. Þá verður ekki annað
séð en að þetta sé einnig sú skoð-
un sem haldið er fram af mörgum
fjölmiðlum og álitsgjöfum. Þótt
það læðist líklega að einhverjum
að menn mættu ef til vill kynna
sér málin betur.
Íslendingar telja sig vera vel
upplýsta þjóð og ekkert á að vera
því til fyrirstöðu að þeir kynni
sér störf dómstóla vilji þeir svo
vera láta. Dómsmál eru rekin
fyrir opnum tjöldum og allir
dómar eru birtir hratt og örugg-
lega strax eftir uppkvaðningu
þeirra. Aðgangur að íslenskum
dómstólum er greiður og aðilar
geta venjulega fengið mál sín
afgreidd tiltölulega fljótt eftir
málshöfðun. Fylgi málflytjendur
réttarfarsreglum er á mál þeirra
hlustað og dómar eru venjulega
greinilega rökstuddir. Dómar
eiga að vera það skýrir að aðilar
dómsmáls velkist ekki í vafa um
niðurstöðu og rökstuðning. Þeir
eiga með aðstoð lögmanns síns að
geta gert sér ljósa grein fyrir
þýðingu dómsins. Dómarar munu
flestir þeirrar skoðunar að dómur
eigi að segja það sem segja þarf
og eigi ekki að kalla á frekari
útskýringar af hálfu dómara.
Traust dómsvaldsins ætti að
fara eftir dómunum. Opinber
umræða í fjölmiðlum með þátt-
töku dómara um niðurstöðu ein-
staks dómsmáls á því að vera
óþörf. Jafnvel hafa ýmsir fræði-
menn gengið svo langt að telja
það hluta kerfisins að útskýring
dómara á niðurstöðu sinni sé úti-
lokuð, því dómur eigi að vera
endir allrar þrætu. Hins vegar er
ekkert því til fyrirstöðu að for-
stöðumenn dómstóla eða jafnvel
einstakir dómarar skýri almenna
dómaframkvæmd og lýsi almenn-
um viðhorfum dómstóla. Það
verður þó að huga að því að ein-
stakir dómarar við fjölskipaða
dómstóla geta ekki lýst nema
sínum eigin skoðunum.
Hvað er átt við?
Ég er þá kominn að því sem skoð-
anakönnunarfyrirtækið kallar
traust á dómsvaldinu. Nú veit ég
ekki á hvaða hátt spurning fyrir-
tækisins var borin fram, en það
skiptir eðlilega miklu máli. Er
verið að leita eftir skoðun almenn-
ings á niðurstöðum dómstóla eða
því hvort dómskerfið sé svo vaxið
að menn fái náð rétti sínum með
málsókn fyrir dómstólunum? Á
þessu er munur því að um dóms-
kerfið gilda réttarfarslög sem
sett eru af Alþingi og það eru
venjulega málfærslumenn eða
saksóknarar sem höfða mál fyrir
dómstólum. Eigi skoðanafyrir-
tækið við réttarkerfið með könn-
unum sínum er við fleiri að sak-
ast en dómara hafi almenningur
ekki traust á dómstólum.
Hér er þetta nefnt því nokkur
viðamikil mál sem hafa komið til
kasta dómstóla á síðari árum hafa
ekki fengið þar efnisúrlausn því á
skorti að þau yrðu svo lögð fyrir
dómstóla að á þeim yrði tekið og
því óhjákvæmilegt að vísa þeim
frá dómi. Hefur þetta stafað af
gallaðri rannsókn lögreglu, óskýr-
leika í kröfugerð saksóknara,
mistökum lögmanna við að leggja
grunn að máli og síðast en ekki
síst af óskýrleika við samningu
löggjafar á því sviði sem um var
að ræða. Þá tefst lögreglurann-
sókn oft úr hófi fram.
Ég treysti lesendum alveg til að
finna þessum orðum mínum stað.
Þetta virðist þó ekki rokka við
trausti á þessum aðilum sam-
kvæmt mælingum. Lögreglan
hefur til dæmis í raun traust
flestra.
Ójafnvægi í frásögn
Gefi ég mér að það sé efni dóma,
sem hefur ekki meira traust en
skoðanakannanir gefa til kynna,
má velta fyrir sér ýmsum ástæð-
um fyrir þeirri útkomu. Það eru
fjölmiðlarnir sem kynna efni
dóma fyrir hlustendum sínum og
lesendum og túlka þá.
Þessi kynning er frómt frá sagt
misjöfn. Sjálft efni dómsins
kemst að mínu viti oftast til skila
enda dómarnir yfirleitt svo skýr-
ir að þeir eiga auðveldlega að
skila sér og margir fréttamenn
fjölmiðlanna hafa tamið sér að
skila þeim óbrengluðum.
Túlkun dóma í þeim málum,
sem helst fá fjölmiðlaumfjöllun,
misferst hins vegar oftar en ekki.
Það stafar af ýmsum ástæðum.
Algengt er að niðurstaða máls sé
reifuð fyrst í fjölmiðli en síðar er
lögmaður annars aðila eða verj-
andi fenginn til að bregðast við
dóminum, sjaldan aðilar beggja
eða saksóknari, hvað þá hlutlaus
álitsgefandi. Ójafnvægi kemst
þannig strax í frásögnina.
Það virðist orðin útbreidd
skoðun lögmanna að þeir selji
ekki aðeins málflutning fyrir
dómi heldur felist í þjónustu
þeirra að halda einnig fram mál-
stað umbjóðanda síns opinber-
lega og þá einnig eftir að dómur
fellur.
Nýlegt dæmi má taka af frá-
sögn sjónvarps af hæstaréttar-
dómi í máli erfingja Halldórs
Laxness gegn Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni. Fyrst var
sagt frá dóminum en síðan tók
lögmaður Hannesar við og gerði
sem mest úr því sem ekki var
tekið til greina. Ekkert samband
virtist haft við lögmann erfingj-
anna svo séð yrði. Dómurinn féll
þeim að vísu að mestu í vil en það
sem frá dómstólnum kom var
úrskurður hlutlauss aðila og
væru menn því ekki vanir frá
íslenskum fjölmiðlum þætti það
undarlegt að stilla hlutlægri frá-
sögn og niðurstöðu upp gegn
hlutdrægri frásögn annars aðil-
anna. Dómstóllinn er enginn per-
sónulegur andstæðingur Hann-
esar Hólmsteins Gissurarsonar
frekar en nokkurs annars. Aðeins
er verið að dæma um gerðir hans
í þessu ákveðna máli. Slík frá-
sögn er því miður frekar orðin
regla en undantekning.
Þetta dæmi er auðvitað frekar
saklaust og ég geri ráð fyrir því
að upplýstur áhorfandi frétta-
tíma sjónvarpsins hafi aðeins
yppt öxlum og pirrast lítillega
yfir óvandaðri fréttamennsku.
Snúið út úr dómum
Verra er hins vegar þegar dómar
eru gerðir að fjölmiðlafári og
leikurinn berst jafnvel inn á
Alþingi. Efni þeirra er þá oft túlk-
að með slíkum hætti að dómar-
arnir sem sömdu dóminn kannast
ekkert við hugarsmíð sína. Má
nefna ýmis fræg dæmi um þetta.
Fyrstu frásagnir fjölmiðla af
dómi í öryrkjamálinu voru til
dæmis vel skiljanlegar og menn
fótuðu sig vel á niðurstöðunni.
Valdamikill stjórnmálamaður gat
hins vegar ekki sætt sig við nið-
urstöðuna og taldi dóminn óskilj-
anlegan. Umræðan um málið varð
eftir það lítt skiljanleg og hafði
ekki mikið með dóminn að gera
og var dómurunum framandi.
Þær smávægilegu athugasemdir
og skýringar sem þeir gerðu við
umræðuna varð eingöngu olía á
eldinn.
Hér verður ekki frekar um
þetta fjallað, en dæmið sýnir að
tæpast hefði það verið dómsvald-
inu til framdráttar ef dómarar
hefðu farið að blanda sér í umræð-
una.
Höfundur er fyrrverandi hæsta-
réttardómari. Seinni grein Hrafns
birtist í Fréttablaðinu á morgun.
HRAFN BRAGASON
HÆSTIRÉTTUR Ekkert á að vera því til fyrirstöðu að almenningur kynni sér störf
dómstóla. Dómsmál eru rekin fyrir opnum tjöldum og allir dómar eru birtir hratt og
örugglega, segir meðal annars í greininni.
Traust á dómsvaldi í skoðanakönnunum I
Verra er hins vegar þegar
dómar eru gerðir að fjölmiðla-
fári og leikurinn berst jafnvel
inn á Alþingi. Efni þeirra er þá
oft túlkað með slíkum hætti
að dómararnir sem sömdu
dóminn kannast ekkert við
hugarsmíð sína.