Fréttablaðið - 10.04.2008, Side 31
Sykursæt
hönnun
FYRIR ÞÁ SEM VILJA GERA KAFF-
IÐ SITT SÆTT ÁN ÞESS AÐ NOTA
SYKUR ER ÁGÆTT AÐ NOTA
ÞETTA SÆTA BOX.
Þetta skemmti-
lega mynd-
skreytta box
er úr lín-
unni Sweety,
frá Ritzenhoff,
en eins og heit-
ið gefur til kynna er því ætlað
að geyma sætuefni. Hægt er að
velja sér box með ýmsum mynd-
um, svo sem af konu að drekka
kaffi, annarri að fá sér köku og
fleiru sem gefur vísbendingu um
hlutverk boxsins. Fæst í Casa á
1.000 krónur. - rve
Innréttingar úr stáli njóta
vinsælda inni á heimilum jafnt
sem á veitingastöðum og í
mötuneytum.
Íslensk eldhús eru meira og
minna stálklædd og Brynjar Har-
aldsson, eigandi fyrirtækisins
Frostverks, segir verkefnin næg.
Frostverk smíðar stálinnrétting-
ar bæði fyrir heimili og fyrirtæki
og sá meðal annars um alla stál-
smíði á veitingastöðunum í Leifs-
stöð, Perlunni og Ráðhúsinu.
„Upphafið að okkar innrétt-
ingasmíði var í raun verkefnið í
Ráðhúsinu,“ segir Brynjar. „Arki-
tektastofan Stúdíó Grandi teikn-
aði þar allt inn en vegna tímaleys-
is var ekki hægt að fá innréttingar
að utan svo þá var talað við okkur.
Eftir það höfum við smíðað mest-
allt sem þau teikna.“
Frostverk er eina fyrirtækið
hér á landi sem smíðar kæli- og
hitatæki og sérsmíðar kæli- og
frystiskúffur í eldhúsinnrétt-
ingar. Skúffurnar geta litið eins
út svo enginn útlitsmunur er þá á
hnífaparaskúffunni og kælinum
við hliðina.
„Við höfum smíðað eyjur og
borð þar sem öll tæki eru í einni
heild. Þá er komið fyrir ofni og
vaski og til dæmis tveimur kæli-
skúffum og einni með frosti. Svo
eru venjulegar skúffur fyrir
áhöld og við smíðum þetta allt
nema ofninn.“
Brynjar segir allan gang á
verkefnum og fólk komi bæði
beint til þeirra með óskir um sér-
smíði en fyrirtækið vinni líka
fyrir arkitekta. Í gömlum húsum
þurfi oft að tilsníða stálið því
munað getur þó nokkrum senti-
metrum á borðum og bekkjum í
upprunalegum innréttingum en
nú er vinsælt að klæða innrétt-
ingar með stáli.
„Á síðustu tveimur árum höfum
við smíðað gífurlega mikið af
stálborðum í eldhús sem eru bród-
eruð sem ég kalla, en það er þegar
sníða þarf stálið kringum glugga-
syllur og kanta og skakka veggi.
Við höfum líka sérsmíðað vaska
sem geta orðið ansi ævintýralegir
sumir.“ Brynjar kvartar ekki yfir
verkefnaskorti og segir stóru
verkefnin skemmtileg. Þau séu
ögrandi og erfið því oft er um
frumgerðir að ræða, til dæmis í
kælitækjum, sem ekki gefist tími
til að prófa áður.
„Venjulega þegar framleiðend-
ur erlendis smíða nýtt tæki er það
prófað í eitt ár. Við hérna á Íslandi
smíðum tæki sem fara strax í
notkun og verða bara að standa
sig. Þetta geta verið erfið verk-
efni en líka ögrandi og skemmti-
leg.“ heida@frettabladid.is
Bródera stálið í eldhúsin
Brynjar Harðarson, eigandi Frostverks, kvartar ekki undan verkefnaskorti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2008 3
Fyrir líkama og sál
FALLEGT TESETT GETUR GERT TETÍMANN AÐ
HÁTÍÐARSTUNDU.
það getur verið róandi fyrir hugann að dreypa
á bolla af jurtatei, auk þess sem margar teg-
undir af tei gera líkamanum mjög gott. Þá
er ekki verra að eiga fallegt tesett til þess
að bera fram í en þetta hérna fæst í Gallerí
Kína og kostar 5.900 krónur. - eö
Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700
Upplýsingar á www.atlantskaup.is
STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI
ÚTI SEM INNI
BÍLSKÚRAR • SVALIR • BAÐHERBERGI • STOFUR • ELDHÚS • VERSLANIR • IÐNAÐARHÚSNÆÐI
verslunina
Steinteppi
& epoxy
gólfefni
eldhúsið stigann
Sími 864 6600 | www.steinteppi.is | steinteppi@steinteppi.is
ARININN ELDHÚSIÐ VINNUSTAÐURINN
Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri · Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.is
– ekki bara grill!
X
E
IN
N
J
G
E
B
G
5
x8
0
3
Við stöndum
upp úr
Atvinna í boði... ...alla daga
Atvinnublað Fréttablaðsins
er með 60% meiri lestur en
atvinnublað Morgunblaðsins
miðað við 20–40 ára
sk
v.
k
ön
nu
n
Ca
pa
ce
nt
1
. n
óv
. 2
00
7–
31
. j
an
. 2
00
8
24,5%
At
vi
nn
a
–
M
or
gu
nb
la
ði
ð
39,3%
Al
lt
–
A
tv
in
na