Fréttablaðið - 10.04.2008, Síða 36
10. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● suðurland
Suðurland er líkt og demöntum skreytt kóróna þegar kemur að
fögru og fjölbreyttu landslagi, en víða má samtímis sjá merlandi
haf, ískalda jökla, tignarleg fjöll og fegurstu fossa.
Einn tilkomumesti gimsteinn kórónunnar er útivistarparadísin
Þórsmörk, sem afmarkast af Mýrdalsjökli í austri, Krossá í suðri
og Markarfljóti í norðri.
Þórsmörk dregur nafn sitt af guðinum Þór. Þar er veðurfar
bæði gott og hlýtt vegna hárra fjalla sem umkringja svæðið og
vernda það fyrir úrkomuskýjum. Gróðursæld er með eindæm-
um í Þórsmörk þar sem svæðið er náttúrulega varið fyrir búfén-
aði vegna torfærra áa og jökla, en þar vaxa blaðmosar, burknar
og birkitré.
Þórsmörk hefur ævinlega verið eftirlæti útivistarfólks og er
þar fjöldi gönguleiða, eins og á jökulinn, um Laugaveg, Fimm-
vörðuháls og fleiri fallegar náttúruperlur. Mesti farartálmi Þórs-
merkurfara er Krossá, sem er köld og ströng jökulá sem breytir
sér oft. Nokkur banaslys hafa orðið í ánni, en brú hefur verið
gerð fyrir fótgangandi vegfarendur. - þlg
Djásn í kórónu Þórs
Íslenski hesturinn er af einu merkasta hestakyni
heims og hefur í gegnum aldir verið samofinn menn-
ingu og þjóð.
Hinn 1. ágúst næstkomandi hefst á Friðheimum
í Bláskógabyggð fagleg sögu- og gangtegundasýn-
ing sem hugsuð er til fróðleiks og skemmtunar fyrir
ferðamenn. Sýningin, sem kallast „Stefnumót við ís-
lenska hestinn“, er í senn fræðandi og skemmtileg
upplifun, en á henni er leikin tónlist og kynningar-
texti, sem til er á nokkrum tungumálum.
Eftir sýninguna er ferðafólki boðið inn í hesthús
þar sem heitt er á könnunni og hægt að komast í ná-
vígi við hross, taka myndir og spjalla við knapa.
Friðheimar eru níutíu kílómetra frá Reykjavík, í
Reykholti við þjóðveg 35 á leið til Gullfoss og Geysi.
- þlg
Stefnumót við íslenska hestinn
Íslenski hesturinn er dýrgripur og vinsæll um allan heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Á heilsustofnun Náttúrulækn-
ingafélagsins í Hveragerði
sækir fólk sér heilsubót og
vellíðan fyrir líkama og sál.
Heilsustofnun NLFÍ stendur í
gróðri vöfðum Hveragerðisbæ
miðjum. Pláss er fyrir 140 dvalar-
gesti og staldra flestir við í fjórar
vikur. Boðið er upp á leirböð, gufu
og líkamsrækt og þjónustu lækna,
sjúkraþjálfara og íþróttafræð-
inga. Lengri og styttri gönguferð-
ir eru fastur liður á degi hverjum
og hollt fæði er einn af undirstöðu-
þáttum þeirrar heilsueflingar sem
unnið er að. Friðsælt umhverfi er
líka vel fallið til útivistar og nátt-
úruskoðunar.
Heilsustofnun NLFÍ tók til starfa
í júlí árið 1955. Fyrir utan bygging-
una er brjóstmynd af Jónasi Kristj-
ánssyni lækni sem kom henni á fót.
Hann var einn af brautryðjendum
náttúrulækningastefnunnar á Ís-
landi.
Að sögn Guðrúnar Friðriks-
dóttur þjónustustjóra, sem starf-
að hefur hátt í þrjátíu ár á stofn-
uninni, er aðsóknin þangað stöðug
en þó aldrei mjög löng bið þannig
að allir komist að sem vilji. Hún
segir marga leita þangað eftir veik-
indi og aðgerðir og til að ráða bót á
lífsstíls- og heilsufarsvandamálum.
„Fólk getur komið inn af götunni,“
segir hún. „En flestir hafa tilvísun
frá lækni því þá tekur ríkið þátt í
kostnaði.“ - gun
Heilsan efld í Hveragerði
Baðhúsið er opið alla daga frá hálf átta á morgnana til níu á kvöldin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Heitu pottarnir eru sannkallaðar heilsulindir.
Hér er tekið á því í líkamsræktaraðstöð-
unni sem er opin frá sjö á morgnana til
ellefu á kvöldin. Guðrún þjónustustjóri
lítur yfir sviðið.
Í setustofunni lætur fólk fara vel um sig.
Þar eru bækur, blöð, töfl, spil og tölvur.
Gönguleiðir í Þórsmörk eru heillandi og víða skemmtilegir göngustígar sem
öllum henta. Hér má sjá ferðalanga njóta slökunar, göngu og klifurs á göngu-
leiðinni milli Húsadals og Langadals. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Heimsfræga Hekla
Vinsælt er að ganga á Heklu. Þótt snjóalög séu oft mikil og þung á fjallinu er
toppurinn jafnan snjólaus vegna jarðhita á milli eldgosa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hún hefur verið kölluð inngangur helvítis og jafnvel helvíti
sjálft, en einnig drottning íslenskra fjalla, og er vel að þeim titli
komin.
Hekla hefur spúð eldi yfir Ísland og Íslendinga allt frá árinu
1104 svo vitað sé og gaus síðast í febrúar árið 2000. Heklugos
gera sjaldan boð á undan sér, en síðast var hægt að spá fyrir um
eldgosið korteri áður en það hófst. Enn er búist við að Hekla fari
að gjósa hvað úr hverju, enda með eindæmum duglegt og virkt
eldfjall sem borið hefur hróður Íslands um víðan völl og er lang-
þekktasta fjall Íslendinga á heimsvísu.
Hekla er í Rangárvallasýslu og sést víða að, enda auðþekkjan-
leg fyrir hávaxinn þokka (1.488 m) og gífurlega formfegurð. Í
jarðfræðilegu tilliti er Hekla ung, en meginhluti hennar er tal-
inn vera yngri en 2.500 til 7.000 ára gamall. Hekla stendur á mjög
virkri jarðskorpu þar sem Suðurlandsbrotabeltið og Suðurlands-
gosbeltið mætast, en fjallið sker sig frá öðrum íslenskum eld-
fjöllum að því leyti að kvikuhólf hennar er mun dýpra en í öðrum
fjöllum landsins, eða á ellefu kílómetra dýpi í jarðskorpunni.
Mikil hjátrú tengdist Heklu í aldanna rás, eins og tenging
hennar við djöful þess neðra, en náttúrufræðingarnir Bjarni
Pálsson og Eggert Ólafsson vildu afsanna að Hekla væri anddyri
helvítis og gengu fyrstir manna á fjallið árið 1790. - þlg