Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2008 33 BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Menntamál Nú nýlega var lagt fram frumvarp til laga um opinbera háskóla frá menntamálaráðu- neytinu. Meginmarkmið frumvarpsins er að „ein- falda þau lagaskilyrði sem gilda um starfsemi háskóla með það fyrir augum að veita háskól- um sem mest sjálfstæði í innri málefnum“. Við nánari athugun á frumvarpinu er ljóst að um er að ræða mun víðara og áhrifameira frumvarp en lýsing þess gefur til kynna. Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, setti af stað starfs- hóp um frumvarpið og setur nú fram sitt álit. Í fyrsta lagi er litið til 6. greinar frumvarpsins, en þar er lagt til að fækka fulltrúum innan háskóla- ráðs Háskóla Íslands. Í háskóla- ráði sátu fyrir tíu fulltrúar, þar af sex frá kennurum (meðtalinn rekt- or), tveir frá nemendum og tveir sem skipaðir voru af menntamála- ráðherra. Samkvæmt nýja fyrir- komulaginu er gert ráð fyrir að fulltrúum fækki niður í sjö full- trúa – á kostnað fulltrúa nemenda og kennara. Með nýja fyrirkomu- laginu verða tveir fulltrúar frá kennurum (rektor meðtal- inn), einn fulltrúi frá nem- endum, tveir frá mennta- málaráðuneytinu og tveir sem verða skipaðir af frá- farandi háskólaráði. Full- trúum innan ráðsins mun því fækka á sama tíma og nemendum Háskólans fjölgar um 3.000 manns með sameiningu Kenn- araháskóla Íslands. Í öðru lagi mun frum- varpið breyta setutíma fulltrúa innan háskólaráðs úr tveimur árum yfir í þrjú. Þetta skapar mikið vandamál fyrir nem- endur innan Háskólans. Í flestum greinum er BA- og BS-nám skil- greint sem þriggja ára nám. Af þeim sökum er ljóst að einungis nemendur sem stefna á lengra nám eiga möguleika á að sitja sem fulltrúi nemenda á háskólaráðs- fundum. Í þriðja lagi má reikna með því að frumvarpið opni möguleika Háskólans á að taka upp skóla- gjöld, þrátt fyrir að allir fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafi sagt að ekki yrði stefnt að upptöku skóla- gjalda í síðustu kosningum. Í 24. gr. frumvarpsins kemur fram að Háskólanum sé heimilt að afla sér tekna til viðbótar við framlög með ýmsum hætti. Þar má helst nefna skrásetningargjöldum sem geti verið allt að 45.000 kr. á ársgrund- velli. Í sömu grein kemur þó fram skýr heimild um að háskólaráð geti gert tillögu til ráðherra um breytingar á hámarksfjárhæð skrásetningargjalda. Skrásetning- argjöld við Háskólann eru ekkert annað en skólagjöld, enda augljóst að í nútímavæddu samfélagi kost- ar þjónustan við skráningu nem- anda ekki 45.000 krónur. Í fjórða lagi er óljóst hvernig útfærsla á frumvarpinu fer fram. Síðastliðinn febrúar voru haldnar kosningar til Stúdentaráðs og voru þar tveir fulltrúar sem voru kosn- ir af hálfu nemenda til tveggja ára. Ef frumvarpið verður sam- þykkt er ljóst að staða háskóla- ráðsfulltrúa er önnur en áður var. Slíkt gæti kallað á nýjar kosningar um embættið. Í kjölfar frumvarps- ins þarf einnig að endurskoða lög Stúdentaráðs innan Háskólans en fulltrúar háskólaráðs hafa báðir seturétt í Stúdentaráði. Til að tryggja hagsmuni allra aðila innan Háskólans er mikil- vægt að veikja ekki stöðu stúd- enta í ákvarðanatöku. Eftir nána athugun á frumvarpinu óskar Vaka því eftir eftirfarandi breyt- ingum: 1. Fjöldi fulltrúa nemenda innan háskólaráðs haldist tveir. 2. Fulltrúar skulu áfram kjörnir til tveggja ára en ekki þriggja. 3. Nánar sé skýrt frá því hvern- ig útfærsla laganna fari fram. Með sérstakri áherslu á háskólaráðs- fulltrúa. 4. Fallið sé frá þeirri tillögu að háskólaráð geti hækkað skráning- argjöld. Höfundur er oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Háskólafrumvarp verði endurskoðað Hlutlaus vísindi? Jón Þór Ólafsson skrifar um lofts- lagsmál: Þegar einhver afstaða, vísindaleg eður ei, hefur mikla pólitíska hags- muni að baki sér er hollt að spyrja sig hvort afstaðan og rökin á bak við hana séu algerlega hlutlaus, eða hvort þau séu keyrð áfram af hlut- drægum pólitískum hagsmunum. Fyrir nokkrum áratugum átti sér stað kólnunartímabil á jörðinni og, eins og margir muna, talaði vísindasam- félagið um hugsanlegt upphaf nýrrar ísaldar. Vísindamenn sem á þeim tíma töluðu um möguleika á hitnun jarðar var ýtt út í kuldann. Þessir vísindamenn héldu samt áfram að gagnrýna viðtekinn „sannleika“ þess dags um nýja ísöld og rökhyggja hinnar vísindalegu aðferðar fór að kæla niður tilfinn- ingahita hræðsluraddanna. Þessum mönnum getum við þakkað að í dag sjáum við möguleika á hitnun jarðar vegna útblásturs manna á gróður- húsalofttegundum. Þetta er hinn nýi „sannleikur“. Kenningin um að hitnun jarðar sé af mannavöldum kveikir eðlilega mikinn tilfinningahita og hana ber að taka alvarlega, því ef rétt reynist gætum við orsakað gríðarlegar ham- farir, en í dag eru vísindamenn sem segja að gögnin styðji ekki þá kenn- ingu, og þeim er ýtt út í kuldann. Það er gott að vera inni í hitanum með öllum hinum, en verum ekki hrædd að hlusta á vísindamenn sem ýtt hefur verið út í kuldann fyrir að fylgja hinni vísindalegu aðferð og gagnrýna hinn viðtekna „sannleika“. Íþróttakonum mismunað Darri Freyr Atlason, 13 ára Vestur- bæingur, skrifar: Ég hef verið að velta fyrir mér hversu mikið konum er mismunað þegar til íþróttaútsendinga kemur. Á meðan við fáum að horfa á alls kyns íþróttaviðburði hjá körlum og dagskrám er breytt hægri vinstri til að koma fyrir beinum útsending- um frá karlaíþróttaviðburðum fá áhorfendur ekki einu sinni að sjá úrslitaleik í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Þessu bréfi er aðallega beint að forsvarsmönnum Stöðvar 2 sport vegna þess að ég hef ekki tekið eftir einum einasta kvennaíþróttaviðburði í útsendingu á Stöð 2 sport. Mér finnst ríkissjón- varpið standa sig heldur betur en þó ekki nægilega vel. Á meðan Alþingi og stéttarfélögin ásamt auðvitað femínistunum ræða og gagnrýna „kúgun“ kvenmannsins fram og aftur er konum algjörlega mismunað þegar kemur að útsendingum frá íþróttaviðburðum. KRISTJÁN FREYR KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.