Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 50
34 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1790 Einkaleyfakerfið er tekið í
notkun í Bandaríkjunum.
1815 Eldfjallið Tambora í Indón-
esíu byrjar að gjósa.
1847 Joseph Pulitzer blaða-
maður fæðist.
1886 Magnús Stephensen skip-
aður landshöfðingi.
1940 Ríkisstjórninni falið kon-
ungsvald frá Alþingi eftir
að Þjóðverjar hernámu
Danmörku.
1956 Konungur Danmerk-
ur, Friðrik IX, og drottn-
ing hans koma til Íslands
í fjögurra daga opinbera
heimsókn.
1970 Paul McCartney gefur út
yfirlýsingu þess efnis að
Bítlarnir séu hættir.
1998 Belfast-sáttmálinn er und-
irritaður.
STEVEN SEGAL LEIKARI 57 ÁRA
„Ég vona einn daginn að
ég verði meira þekktur
sem rithöfundur og leik-
ari en kyntákn.“
Þekktustu myndirnar sem
Segal hefur leikið í eru
hasarmyndirnar
Under Siege eitt og tvö.
Lýsi hf. hefur fylgt íslensku þjóð-
inni í sjötíu ár. Í dag starfar fyrir-
tækið á sviði rannsókna, vöruþróun-
ar, framleiðslu og sölu á fiskiolíu um
allan heim. „Vinnan hjá Lýsi er gef-
andi og skemmtileg. Að mæta í vinn-
una á hverjum morgni til þess að selja
og koma á framfæri hollustu Lýsis
og auka þannig lífsgæði fólks er frá-
bært,“ segir Katrín Pétursdóttir, sem
hefur starfað frá árinu 2000 sem fram-
kvæmdastjóri Lýsis.
Lýsi hóf starfsemi sína árið 1938 og
var stofnað af bræðrunum Tryggva og
Þórði Ólafssonum. Bræðurnir stofn-
uðu Lýsi vegna þess að skortur var á
A- og D-vítamínum.
Eftirspurn eftir þorskalýsi skap-
aðist þegar þörfin á A- og D-vítamín-
um jókst og vitað var að þorskalýsið
hafði áhrif á náttblindu og beinþynn-
ingu. Tólf árum seinna, eða árið 1950,
dró mikið úr eftirspurn eftir þorska-
lýsi og verðið féll. Næstu þrjátíu ár
voru erfið lýsisiðnaðinum í heiminum
en þrátt fyrir það skilaði Lýsi hagnaði
á tímabilinu. Hjá Lýsi starfa nú hundr-
að manns. Framleiðslan fer fram í
Reykjavík og í Þorlákshöfn.
„Lýsi hefur alla tíð lagt mikla áherslu
á gæðamál. Með nýrri verksmiðju fyr-
irtækisins jókst framleiðslugetan til
muna. Nýja verksmiðjan er sú tækni-
legasta í heimi á sínu sviði. Með komu
nýju verksmiðjunnar gekk Lýsi í end-
urnýjun lífdaga,“ útskýrir Katrín. Níu-
tíu prósent af framleiðslu Lýsis fer í
útflutning.
„Við byggjum hvað mest á útflutn-
ingi þó að innanlandsmarkaður sé
okkur mikilvægur. Við höfum verið í
mikilli sókn á erlendum mörkuðum
og fengið góðar viðtökur. Ástæðan er
sú að almenn vitneskja fólks á þeim
mörkuðum sem við vinnum á hefur
eflst og aukist og fólk er meira upplýst
um ágæti vörunnar,“ segir Katrín.
Þorskalýsi, Omega 3 lýsi, Túnalýsi
og Hákarlalýsi hafa verið sterkustu
útflutningsvörurnar frá Lýsi. Lýsi
flytur út vörur á sextíu og sjö markaði
víðs vegar um heiminn, þeir helstu eru
Bandaríkin, Bretland, Indland og lönd
í Austur-Evrópu.
„Markmið Lýsis er að bjóða upp á
hágæða vöru í því formi sem fólk á
auðvelt með að neyta hennar. Á Íslandi
er mikil aukning sem og annars stað-
ar,“ segir Katrín og bætir við:
„Fram undan hjá Lýsi er sífelld
þróun í vöru og framleiðslu. Við erum
mjög ánægð með stöðuna eins og hún
er nú og framhaldið er áframhaldandi
sókn á öllum mörkuðum.“
mikael@frettabladid.is
FYRIRTÆKIÐ LÝSI HF: FAGNAR 70 ÁRA AFMÆLI SÍNU
Byggja mest á útflutningi
BYGGJA MEST Á ÚTFLUTNINGI Almenn vitneskja um ágæti fiskiolíu fyrir líkamann er hluti af
velgengni á erlendum mörkuðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Skipið Titanic var gufu-
knúið farþegaskip
og stærsta skip sem
byggt hafði verið fram
að því. Um 17.000
verkamenn unnu að
byggingu skipsins á
árunum 1909-1911.
Skipið var yfir tvö
hundruð og fimmtíu
metra langt og þyngd
þess var 46.328 þús-
und tonn.
Skipið var talið vera
ósökkvanlegt en svo
varð raunin ekki. Tit-
anic sigldi úr höfn í Southhampton í Englandi
og var áfangastaðurinn New York, þó með við-
komu í Frakklandi. Þegar skipið var búið að
sigla í fjóra daga,
eða 14. apríl, var
það statt sex hundr-
uð kílómetra frá Ný-
fundnalandi og sigldi
þá á ísjaka.
Þrátt fyrir að áhöfn
skipsins hefði reynt
allt til þess að forða
árekstri rakst skip-
ið utan í ísjakann
og við það rifnaði
skrokkur skipsins
og vatn flæddi inn.
Sjö hundruð manns
komust lífs af en um
fimmtán hundruð létust. Jómfrúarferð Titan-
ic er eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys
allra tíma.
ÞETTA GERÐIST: 10. APRÍL 1912
Titanic heldur í jómfrúarferð sína
Systir okkar,
María Indriðadóttir
Dvalarheimilinu Dalbraut,
áður til heimilis að Hátúni 8, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 8. apríl á Landspítalanum Fossvogi.
Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.00.
Sigurlaug Indriðadóttir
Páll Indriðason
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Gísli Gunnarsson,
áður til heimilis að Bárustíg 4,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn
1. apríl. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 12. apríl kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Gísladóttir Björn Ottósson
Sveinn Gíslason Jónína Þorvaldsdóttir
Pálmey Gísladóttir Rúnar Ingólfsson
Haraldur Gíslason Björg Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Unnar Þorgeirsdóttur
Bogahlíð 9, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans, Landakoti.
Þorgeir Sigurðsson Þórunn J. Gunnarsdóttir
Sigurður Ingi Sigurðsson Guðfinna Thordarson
Rósa Karlsdóttir Fenger John Fenger
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
Gunnar Ragnar
Sveinbjörnsson
frá Kothúsum, Garði, Eyrarholti 20,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 3.
apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 10. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsam-
legast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á Krabbameinsfélag Íslands.
Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir Halldór A. Þórarinsson
Valdís Þóra Gunnarsdóttir Vignir Már Guðjónsson
Sara Lind Gunnarsdóttir Páll Þórir Jónsson
barnabörn og systkini.
50 ára afmæli
Jón Eiður Jónsson
Markaðsfulltrúi Europro
er fi mmtugur í dag.
Hann verður að heiman.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
Inga Hjartardóttir
Gnoðarvogi 22,
sem lést þann 2. apríl sl. verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag, fimmtudaginn 10. apríl, kl.
13.00.
Jens Gíslason
Ingveldur Gísladóttir
Ragna B. Gísladóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Bjarni Sigurðsson
Dvalarheimilinu Hlíð,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 5. apríl. Útför
hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. apríl
kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta
Dvalarheimilið Hlíð njóta þess.
Sigríður Egilsdóttir
Sigþór Bjarnason Guðríður Bergvinsdóttir
Ingibjörg Bjarnadóttir Sveinn Eðvaldsson
Egill Bjarnason Erna Jóhannsdóttir
Þórdís Bjarnadóttir Hreiðar Hreiðarsson
Sigurður Bjarnason Friðrika Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sigurbjargar
Sigurjónsdóttur
frá Flatey á Skjálfanda, Garðarsbraut 55,
Húsavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Hvammi, heimili
aldraðra á Húsavík.
Vigdís Helga Guðmundsdóttir Pálmi Sigfússon
Sigurjón Guðmundsson Ása Grímsdóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.