Fréttablaðið - 10.04.2008, Síða 54

Fréttablaðið - 10.04.2008, Síða 54
38 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 Gunnhildur Þórðardóttir verður með leiðsögn um hátíðarsýningu í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar í lista- og menningar- miðstöðinni Hafnarborg, Strandgötu 34, í kvöld kl. 20. Á sýningunni má sjá verk 50 myndlistarmanna sem allir tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt, eru ýmist fæddir þar eða búsettir, eða hafa vinnustofur sínar þar. Vladimir Ashkenazy er óumdeilan- lega frægastur íslenskra ríkisborgara í klassíska tónlistarheiminum. Hvarvetna á byggðu bóli bera menn óblandna virðingu fyrir umfangsmiklu starfi hans og djúphugulu viðhorfi til tónlistarinn- ar. Ashkenazy er bæði einn af fremstu hljóðfæraleikurum heims og virtur og eftirsóttur hljómsveitarstjórnandi, en hann hefur stjórnað flestum frægustu hljómsveitum heims. Hér á landi er Vladimir Ashkenazy ekki síst í miklum metum fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag til íslensks tónlistarlífs og listalífs almennt. Þá var hann einn helsti hvata- maður að stofnun Listahátíðar í Reykjavík og aðalhvatamaður að byggingu tónlistarhúss um áratugabil. Árið 2002 þáði hann boð Sinfóníuhljómsveitar Íslands um að gerast heiðursstjórnandi henn- ar og hefur síðan stjórnað tónleikum á hverju starfsári sem teljast einatt einn hápunkta tónleikaársins. Að þessu sinni stjórnar Vladimir Ashkenazy flutningi hljómsveitarinnar, Íslenska óperukórsins og einvalaliðs einsöngvara á Missa Solemnis eftir Lud- wig Van Beethoven. Verkið er mikið að vöxtum, tekur á annan tíma í flutningi og gerir miklar kröfur til flytjenda. Tónlistin er víðfeðm og einkennist af sterkum and- stæðum þar sem nýstárleg og byltingar- kennd tónhugsun Beethovens kallast á við tónlist barokks og endurreisnar. Útkoman er um margt einstakt verk í sköpunarverki Beet- hovens og þar með tónlistarsögu Vesturlanda. Einsöngvararnir sem koma fram eru í fremstu röð, en þeir eru Joan Rodgers, Mark Tucker, Sess- elja Kristjánsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Það er því boðið til mikillar veislu í Háskólabíói í kvöld, og þarf engan að undra að uppselt sé á tónleikana. - vþ Ashkenazy stjórnar í kvöld VLADIMIR ASHKENAZY Þær Hörn Hrafnsdóttir mezzó- sópransöngkona og Antónía Hevesi píanóleikari koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld þar sem þær flytja ljóða- flokk eftir Gunnar Reyni Sveins- son við ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson, föður Harnar. Ljóða- flokkurinn nefnist Hlér og er unninn upp úr samnefndri ljóða- bók Hrafns sem er tileinkuð Leifi, syni Hrafns og bróður Harnar, sem lést barnungur. „Mig hefur lengi langað til þess að flytja ljóðabálkana sem Gunn- ar Reynir vann upp úr ljóðum föður míns opinberlega,“ segir Hörn. „Ljóðaflokkarnir eru í allt tveir, Hlér og Tónmyndaljóð, og upphaflega stóð til að flytja þá báða á einum tónleikum. Vegna anna við önnur verkefni hefur sú áætlun aðeins breyst og nú flyt ég þá hvorn fyrir sig, en ég tek þá báða upp og gef út á hljómdisk á þessu ári.“ Ljóðaflokkurinn Hlér samanstendur af átta lögum í allt, en aðeins fimm þeirra hafa verið flutt áður á tónleikum. Sem gefur að skilja er viðfangs- efni ljóðaflokksins afar persónu- legt fyrir Hörn og því er upplifun hennar af flutningi tónlistarinnar tilfinningaþrungin. „Það er erfitt að lýsa því hvernig það er fyrir mig að flytja þessi ljóð. Mér líður dálítið eins og ég sé nakin á svið- inu þar sem ég er að hleypa áhorf- endum inn í hjarta mitt. Í þessum ljóðum koma svo skýrt fram til- finningar og átök sem þeir sem standa mér næst hafa gengið í gegnum og því skiptir það mig miklu máli að þau komist til skila. Þannig kem ég til dæmis til með að halda á ljóðabókinni á tónleik- unum og syngja upp úr henni eins og á hefðbundnum ljóðaupplestri, til þess að leggja áherslu á ljóðin og innihald þeirra.“ Seinni hluta tónleikanna skipta þær Antonía og Hörn um gír og flytja aríur eftir tónskáld á borð við Bizet og Verdi. „Já, þá tekur við allt önnur stemning. Ég tók nýverið þátt í söngkeppni í Carn- egie Hall í New York og söng þar tvær af aríunum sem ég flyt í Salnum. Mér hefur svo verið boðið út að syngja aftur í Carnegie Hall og því fá gestir Salarins líka að heyra aríuna sem ég ætla að flytja úti. Það má því segja að þessir tónleikar nái að spanna fortíð mína og nútíð,“ útskýrir Hörn. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld. Miðaverð er 2.000 kr., en eldri borgarar, námsmenn og öryrkjar fá miðann á 1.600 kr. vigdis@frettabladid.is Sungið um horfinn bróður HÖRN HRAFNSDÓTTIR OG ANTONÍA HEVESI Koma fram á tónleikum í salnum í kvöld þar sem flutt verður bæði íslensk og erlend tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tilkynnt var um þá lukkunnar pamfíla sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að hljóta hin eftirsóttu Pulitzer-verðlaun í flokkunum bókmenntir, leikrit og ljóðlist nú á mánudag. Daniel Walker Howe hlaut sagnfræðibókmennta- verðlaunin fyrir bók sína „What Hath God Wrought: the Transformation of America, 1815- 1848.“ Howe þessi er prófessor í sagnfræði við Oxford-háskóla, en honum þykir hafa tekist afar vel til með bók sinni um mótunarskeið í sögu bandarísku þjóðarinnar. Verðlaunin fyrir ævisögur fékk John Matteson fyrir bók sína „Eden‘s Outcasts: The Story of Louisa May Alcott and Her Father.“ Í bókinni rekur Matteson ævi skáldkonunnar Louisu May Alcott, sem þekktust er fyrir sögu sína um Yngismeyjar, en hann fer einnig í saumana á ævi föður hennar sem var afar merkur og áhugaverður maður. Skáldsagan sem hlaut Pulitzer-verðlaunin að þessu sinni nefnist „The Brief Wondrous Life of Oscar Wao“ og er eftir Junot Diaz. Bókin segir sögu fjölskyldu sem flyst frá Dóminíska lýðveld- inu til Bandaríkjanna og hvernig hún tekst á við lífið í nýju umhverfi. Diaz hefur nokkra reynslu af millilandaflutningum sjálfur þar sem hann fluttist með fjölskyldu sinni frá Dóminíska lýðveldinu til Bandaríkjanna á áttunda áratug síðustu aldar. Saul Friedlander fékk verðlaun í undirflokknum almennar bókmenntir. Bók hans heitir „The Years of Extermination: Nazi Germany and the Jews, 1939-1945“ en í henni hefur Friedlander tekið saman brot úr dagbókum gyðinga sem upplifðu helförina og dregið þannig upp mynd af lífinu í útrýmingarbúðum. Verðlaunahafarnir fyrir ljóðlist voru tveir talsins; Robert Hass fékk verðlaun fyrir ljóðabók sína „Time and Materials“ og Philip Schultz fékk verðlaun fyrir bók sem ber hinn átakanlega titil „Failure“. Tracy Letts fékk verðlaunin fyrir leikrit sitt „August: Osage County“. Veitt voru verðlaun fyrir tónlist, en þau fékk David Lang fyrir verk sitt „The Little Match Girl Passion“. Verkið er fyrir sönghóp og texti þess er samruni sögu H.C. Andersens um Litlu stúlkuna með eldspýturnar og texta Matteusarpassíu J.S. Bach. Að lokum ber þess að geta að söngvaskáldið og Íslandsvinurinn Bob Dylan hlaut sérlega heiðurs- útnefningu Pulitzer-dómnefndarinnar fyrir menningarframlag sitt til Bandaríkjanna. - vþ Pulitzer-verðlaunahafar í flokki bókmennta kynntir BOB DYLAN Hlaut sérleg Pulitzer-heiðursverðlaun. Í anddyri Ljósmyndasafns Reykja- víkur er sýningarrými sem kallast Skotið. Í Skotinu eru settar upp sex sýningar á ári hverju sem allar eiga það sameiginlegt að miða að kynningu þeirrar fjöl- breyttu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Skotinu er ætlað að kynna fyrir almenningi ljósmyndun sem hefur fjölbreytileika og sköpunarkraft í hávegum. Sýning tékkneska ljósmyndar- ans Jirka Ernest opnaði í skotinu í gær. Jirka sleit barnskónum í Mæri í Tékkóslóvakíu en býr í dag í Prag og hefur að baki nám í FAMU – kvikmynda- og sjónvarps- akademíunni í Prag þar sem hann lagði stund á ljósmyndun. Mynd- irnar á sýningunni eru teknar á heimaslóðum hans í Tékklandi og eru hugleiðingar um líf hans og æsku í Mæri og þær breytingar sem átt hafa sér stað frá þeim tíma; hugleiðingar sem eru óhjá- kvæmilega litaðar af hruni komm- únismans. Jirka hefur sýnt víða í Evrópu en þetta er fyrsta sýning hans á Íslandi. - vþ Minningar um líf og æsku LÍFIÐ Í TÉKKLANDI Ein af ljósmyndum Jirka Ernest. Heildarútgáfa á verkum Steinars Sigurjónssonar (1928–1992) fyrir fáum vikum hefur dregið athygli að höfundarverki hans. Næstu þrjú fimmtudagskvöld verða helg- uð skáldinu Steinari Sigurjónssyni í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1. Ungir listamenn, nemendur úr leiklistar- deild og tónlistardeild Listahá- skóla Íslands, gera tilraun með texta hans og hugarheim. Þau grafast fyrir um hver maðurinn var sem hét Steinar Sigurjónsson og stundum Steinar á Sandi, eða Sjóni Sands og jafnvel Bugði Beygluson. Þau fá ýmsa þá sem urðu á vegi skáldsins til að segja frá Steinari. Einnig verður flutt hið óvenjulega útvarpsleikrit Strandferð eftir Steinar Sigur- jónsson. Í kvöld kl. 22.15 hefst þessi Steinarssyrpa: Fluttur verður heimildaþátturinn Svipleiftur um skáldið eins og hann birtist í minn- ingu samferðamanna hans. Dag- skrárgerð er í höndum nemenda leiklistardeildar Listaháskólans og tónlistin í þættinum er samin af nemendum í tónlistardeild skól- ans. Verkstjóri er hinn kunni útvarpsmaður Jón Hallur Stefáns- son. Næsta fimmtudag verður svo flutt leikverkið Strandferð eftir Steinar í leikstjórn Hallmars Sig- urðssonar en upptakan er frá 1992. Eftir tvær vikur er á dagskrá fléttuþátturinn Raddir úr djúpinu um verk og hugarheim Steinars Sigurjónssonar og eru aðstand- endur hinir sömu og í þættinum í kvöld en leikstjóri er Jón Hallur Stefánsson. Steinar Sigurjónsson er í hópi merkustu rithöfunda Íslands á síð- ari helmingi tuttugustu aldar. Í fyrstu verkum hans var sleginn tónn sem ekki hafði áður heyrst í íslenskum bókmenntum. Yrkis- efnin voru ný – grámygla sjávar- þorpsins sem kæfir niður þrá mannsins eftir fegurð – og aðferð- irnar sömuleiðis: Steinar var á vissan hátt frumkvöðull módern- ískrar sagnagerðar á Íslandi, en hann var líka athyglisvert ljóð- skáld. Fyrsta bók Steinars, Hér erum við, kom út árið 1955. Af helstu verkum hans má nefna Ást- arsögu, Blandað í svartan dauð- ann, Farðu burt skuggi og Kjallar- ann. Steinar skrifaði einnig fjölmörg leikrit og einþáttunga og hafa sumir þeirra verið fluttir í útvarpi. Steinar Sigurjónsson fæddist hinn 9. mars árið 1928 á Hellis- sandi. Hann fluttist ungur til Akra- ness og ólst þar upp. Steinar lærði prentiðn við Hrappseyjarprent og Prentverk Akraness og lauk prófi sem prentari frá Iðnskólanum á Akranesi árið 1950. Hann starfaði alfarið við iðn sína í nokkur ár en sneri sér síðan að ritstörfum, stundum samhliða prentverki. Steinar Sigurjónsson andaðist í Hollandi 2. október árið 1992. Staða Steinars í íslenskri bók- menntasögu hefur ekki verið sem skyldi, þótt ljóst megi vera að hann sé tíðindamaður í þeim efnum. pbb@frettabladid.is Til heiðurs Steinari BÓKMENNTIR Steinar Sigurjónsson skáld. MYND/KALDAL > Ekki missa af... Fyrirlestri Örnu Schram um mynd mannsins í fjölmiðlum. Arna, sem er stjórnmálafræð- ingur og formaður Blaða- mannafélags Íslands, fjallar um hvort og hvernig sú mynd sem fjölmiðlar setja fram af manninum endurspegli raunveruleikann. Fyrirlesturinn hefst kl. 17 í dag og fer fram á Amtsbókasafninu á Akureyri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.