Fréttablaðið - 10.04.2008, Síða 62
46 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> BANNAÐUR BÖRNUM
Þættirnir um Simpson-fjölskylduna hafa
verið bannaðar í Venesúela, þar sem
þeir voru sýndir á sjónvarpsstöðinni Tel-
even klukkan ellefu á morgnana. Rík-
isstjórninni fannst þættirnir ekki boð-
legir börnum, og hefur skorið úr um að
þeir verði bannaðir. Í þeirra stað koma
gæðaþættirnir Bay watch,
sem þykja greinilega
hafa meira uppeldis- og
fræðslugildi fyrir
börn þar í landi.
Babyshambles-rokkarinn
Pete Doherty, sem er hvað
frægastur fyrir samband sitt
við Kate Moss og eiturlyfja-
neyslu, hefur verið dæmdur í
fjórtán vikna fangelsi fyrir
brot á skilorði. Eftir að
Doherty játaði að hafa haft
krakk, heróín, ketamín og
kannabisefni í fórum sínum í
október síðastliðnum var
honum gert að gangast undir
regluleg lyfjapróf í fjóra
mánuði. Doherty stóð ekki
við þá skilmála. Hann missti
af tveimur slíkum tímum, var
of seinn og var dónalegur við
starfsfólk.
Doherty var dreginn fyrir
rétt á þriðjudag, þar sem
dómarinn Davinder Lachar
fór ófögrum orðum um fram-
komu hans og úrskurðaði
hann í fjórtán vikna fangelsi.
„Pete verður niðurbrotinn.
Hann á eftir að gráta úr sér
augun. Hann er skíthræddur
við fangelsi,“ sagði einn vina
rokkarans í viðtali við The
Sun í gær. Lögmaður Dohert-
ys, Sean Curran, sagði hann
hins vegar sætta sig við
úrskurðinn, þó að hann vildi
auðvitað ekki fara í fangelsi.
„Hann er enginn engill. Hann
sættir sig við úrskurð dómar-
ans. Hann mun snúa aftur,“
sagði lögmaðurinn.
Doherty gæti verið sleppt
eftir sjö vikur, en þó svo fari
mun hann missa af fyrirhug-
uðum tónleikum sínum í
Royal Albert Hall í London
26. apríl næstkomandi.
Útgáfufyrirtækið lofar þó að
tónleikarnir verði færðir, og
keyptir miðar munu gilda á
þá. Ef svo fer að Doherty
afpláni allar fjórtán vikurnar
mun hann hins vegar líka
missa af fyrirhuguðum tón-
leikum á Glastonbury-tónlist-
arhátíðinni í júní.
Pete Doherty í steininn
ENGINN ENGILL Lögmaður Petes
Doherty segir tónlistarmann-
inn engan engil, en að hann
muni sætta sig við fjórtán vikna
fangelsisdóm sem hann hlaut á
þriðjudag. NORDICPHOTOS/GETTY
Kylie Minogue, sem
greindist með brjósta-
krabbamein árið 2005,
hefur greint frá því að
hún hafi fengið ranga
sjúkdómsgreiningu
þegar hún leitaði sér
fyrst læknishjálpar.
Heilsu söngkonunnar
hrakaði á meðan hún var
á tónleikaferðalagi um
Ástralíu, en eftir að hafa
leitað sér læknishjálpar
og fengið þann úrskurð
að hún væri fullkomlega
heilbrigð hélt söngkonan
ótrauð áfram. Nokkrum
vikum síðar fann hún
æxli í brjósti sínu sem
annar læknir greindi
sem brjóstakrabbamein.
Minogue hefur nú náð
sér af sjúkdómnum, en
hvetur konur, í ljósi eigin
reynslu, til að fá annað
álit ef þær grunar að
þær séu haldnar
krabbameini. „Það að
einhver sé í hvítum
sloppi og noti stór
læknatæki þarf ekki að
þýða að hann hafi rétt
fyrir sér. Ég vil ekki
hræða fólk, en þetta er
staðreynd. Ég var
nýbúin í myndatöku þar
sem þeir fundu ekkert,
og nokkrum vikum síðar
fann ég ber. Maður
verður að fylgja innsæi
sínu, og fara aftur ef
maður er efins,“ segir söngkonan.
Fékk ranga sjúk-
dómsgreiningu
SÖGÐ HEILBRIGÐ Þegar
Kylie Minogue leitaði
sér fyrst læknishjálpar
vegna brjóstakrabba-
meins fékk hún ranga
sjúkdómsgreiningu og
var sögð heilbrigð.
Ritstjóraskipti verða á
tímaritinu Mónitor um
mánaðamótin. Atli Fannar
Bjarkason tekur við af
Birgi Erni Steinarssyni. Nýi
ritstjórinn lofar beittara
blaði.
„Nei, ég er ekki að fara í neitt leti-
djobb þótt ég hætti á dagblaði og
fari að vinna á tímariti. Ég stefni
að því að fara með vefinn í mikla
sókn og hann á að verða fjölbreytt-
ur fréttavefur. Þetta verða ekki
bara einhverjar Amy Winehouse-
fréttir heldur öflugur dægur-
fréttavefur,“ segir Atli Fannar
Bjarkason, nýráðinn ritstjóri tíma-
ritsins Mónitors. Atli tekur við
starfinu af Birgi Erni Steinarssyni
sem stýrt hefur blaðinu frá upp-
hafi. Í tilkynningu á heimasíðu
Mónitors segir Birgir frá ritstjóra-
skiptunum og segir þau tilkomin
vegna þess að eigendur blaðsins
vilji gera víðtækar breytingar á
efnistökum þess. Það hafi hann
ekki sætt sig við og því skildi leið-
ir.
Atli Fannar hefur undanfarið
starfað sem blaðamaður á 24 stund-
um. Hann segir það draumi líkast
að fá þetta tækifæri: „Ég hef verið
að stýra kafla í blaði fyrir ungt fólk
og hef alltaf dreymt um að stýra
tímariti fyrir ungt fólk. Það er sér-
staklega gaman að fá að gera það
meðan maður er enn ungur sjálf-
ur,“ segir Atli, sem verður 24 ára á
sunnudaginn. Hann segir Mónitor
akkúrat rétta vettvanginn fyrir
sig. „Mónitor er ótrúlega flott blað,
sérstaklega ljósmyndirnar, umbrot-
ið og grafíkin. Ekki það að efnið
hafi verið slæmt, ég vil bara hafa
það beittara. Mér hefur ekki fund-
ist vera nóg af efni sem fólk getur
bæði hneykslast á og hrósað. Ég vil
gera blað sem skapar umræðu, að
fólk tali um það og finni þörf til að
tjá skoðanir sínar á því á bloggi.
Það er það sama og ég hef verið að
reyna að gera á 24 stundum, að
reyna að hreyfa við fólki.“
Það hefur jafnan einkennt blöð
eins og Mónitor að umfjöllunarefni
þeirra miðast að mestu við það sem
gerist í 101 Reykjavík. Því skýtur
það nokkuð skökku við að Atli
Fannar, landsbyggðarmaður sem
er tiltölulega nýkominn á mölina,
skuli ráðinn til starfans. „Ég er
fæddur á Sauðárkróki og bjó lengst
af á Selfossi. Þú finnur eiginlega
ekki meiri dreifbýlisdrjóla en mig.
Nú bý ég aftur á móti í vesturbæn-
um og tel mig því hafa orðið hald-
bæra þekkingu bæði á landsbyggð-
inni og 101. Eigum við ekki bara að
segja að ég muni tengja saman
landsbyggðina og Reykjavík í blað-
inu? Mér finnst allavega alger
óþarfi að einblína á miðbæinn. Það
þurfa ekki að vera nein landa-
mæri.“
hdm@frettabladid.is
Landsbyggðin fær
rödd á Mónitor
Öllum að óvörum virðist samband
Parísar Hilton og rokkarans
Benji Madden ætla að endast.
Hótelerfinginn alræmdi er nú á
tónleikaferðalagi með hljómsveit
Benjis, Good Charlotte. Hún
bloggaði um ferðina í fyrradag
þar sem hún tjáði sig um ást sína
á rokkaranum. „Ég hef aldrei
verið svona hamingjusöm og
ástfangin. Benji er
svo frábær
strákur og lífið
hefur aldrei
verið betra.“
París er meira
að segja svo
hrifin af
Benji að
hún lýsir
því yfir
að
tónlist
hljóm-
sveitarinnar
sé góð. „Það er
svo gaman að
fara á tónleika
þeirra á hverju
kvöldi. Ég kann
núna öll lögin
utan að. Ég elska
Good Charlotte.“
Einmitt það,
París.
Ástfangin
uppfyrir haus
vorútsala
50-70%
afsláttur af völdum vörum
Smáralind og Kringlunni
Í kvöld 9. apríl kl. 20 – Uppselt
Föstudaginn 11. apríl kl. 20 – Uppselt
LOKASÝNING: Sunnudaginn 13. apríl kl. 20 – Örfá sæti laus
MIÐAVERÐ: 1.000 KR.
www.opera.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
N
ÞÓ
R
RITSTÝRIR MÓNITOR Atli
Fannar Bjarkason tekur við
ritstjórastarfi á Mónitor um
mánaðamótin. Hann ætlar
að gera blaðið beittara.
PARÍS HILTON