Fréttablaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiApril 2008Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 67
52 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabla- Jón Karl Björnsson hefur verið afar sigursæll á tæplega tíu ára ferli sínum með Haukum. Hann er nú á góðri leið með að hampa sínum sjötta Íslandsmeistaratitli og hefur þegar orðið tvisvar sinnum bikar- meistari með Hafnarfjarðarliðinu. Haukar geta tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn með sigri gegn Fram að Ásvöllum annað kvöld en Jón Karl, sem verður 33 ára á þessu ári og hefur leikið alla 23 leiki Hauka í N1-deildinni, telur að tímabært sé fyrir hann að leggja skóna á hilluna frægu eftir tímabilið. „Maður er bara kominn á aldur og það er vel við hæfi að enda þetta á titli eftir farsælan feril með Haukunum. Við erum ákveðnir að klára dæmið strax á föstudagskvöld að Ásvöllum,“ sagði Jón Karl en annar reynslubolti í Haukaliðinu, Halldór Ásgrímur Ingólfsson, hafði þegar tilkynnt að hann myndi hætta eftir tímabilið og Haukaliðið því að missa tvo reynslu- mikla menn á einu bretti. „Haukaliðið í ár hefur einkennst af góðri blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum og eldri og reyndari mönnum og ef til vill eru engar stjörnur í liðinu. Þetta er þéttur og góður hópur og það koma bara menn í manns stað þegar við hætt- um. Ungu leikmennirnir verða ári eldri og enn betri á næsta tímabili og aðrir enn yngri leikmenn að taka skrefið upp í meistaraflokk,“ sagði Jón Karl sem getur vel hugsað sér að starfa í kringum lið Hauka í framtíð- inni. „Ég hef verið að þjálfa fyrir Haukana í yngri flokkum áður, en það fór ekki vel saman á meðan ég var að spila. Ég get vel hugsað mér að reyna fyrir mér í þjálfun aftur hjá félaginu þar sem öll umgjörð er til fyrir- myndar og við sjáum hvað kemur út úr því. Ég hef unnið með mörgum hæfum þjálfurum og Aron Kristjáns- son er einn þeirra og maður reynir alltaf að læra eitthvað af þeim.“ JÓN KARL BJÖRNSSON, HAUKUM: ÆTLAR AÐ LEGGJA SKÓNA Á HILLUNA Í LOK TÍMABILS OG SNÚA SÉR AÐ ÞJÁLFUN Vel við hæfi að enda farsælan feril með titli Iceland Express deild karla ÍR-Keflavík 94-77 (51-37) Stig ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Steinar Arason 15, Hreggviður Magnússon 14, Tahirou Sani 14, Ómar Örn Sævarsson 12, Nate Brown 7, Eiríkur Önundarson 7, Ólafur J. Sigurðsson 4, Elvar Guðmundsson 2. Stig Keflavíkur: Bobby Walker 20, Magnús Þór Gunnarsson 17, Tommy Johnson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9, Arnar Freyr Jónsson 6, Gunnar Einarsson 4, Anthony Susnjara 4, Sigfús J. Árnarson 2, Jón Norðdal Hafsteinsson 1. Meistaradeild Evrópu Man. Utd-Roma 1-0 1-0 Carlos Tévez (70.). Barcelona-Schalke 1-0 1-0 Yaya Touré (43.). Sænska úrvalsdeildin Norrköping-Trelleborg 1-1 1-0 sjálfsmark (31.), 1-1 Eric Sundin (77.). Garðar Gunnlaugsson lék í 66 mínútur með Norrköping. Gefle-Djurgården 1-2 1-0 Johan Oremo (12.), 1-1 Sebastian Rajalasko (24.), 1-2 Jones Kusi-Asare (30.). Halmstad-Gautaborg 1-1 1-0 Peter Larsson (25.), 1-1 Thomas Olsson (42.). Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Gautab. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, hefur tapað níu leikjum í röð gegn Snæfelli á Íslandsmóti, eða öllum leikjum í deild eða úrslitakeppni síðan Njarðvík vann 37 stiga sigur á Snæfelli 4. desember 2003. Snæfell sló lið Njarðvíkur undir stjórn hans (3-0) út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar 2004, hefur unnið alla fjóra deildarleiki liðanna síðustu tvö tímabil og vann síðasta deildar- leikinn við Njarðvík fyrir úrslitakeppni fyrir fjórum árum. Sá leikur var aðeins rúmum mánuði eftir að Njarðvík hafði slegið Snæfell út úr bikarkeppn- inni en þar hefur Friðrik haft betur í bæði skiptin því eini sigur liða hans á Snæfelli á þessum tíma var í 32 liða úrslitum í bikarnum 26. nóvember 2006. - óój Friðrik Ragnarsson: Níu töp í röð gegn Snæfelli KÖRFUBOLTI Grindvíkingar töpuðu heimavallarréttinum í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns gegn Snæfelli þegar Snæfellingar unnu síðustu sex mínútur leiksins 19-7 og tryggðu sér 94-97 sigur. Það dugði ekki Grindavíkurlið- inu að skora 48 stig inni í teig eða 19 fleiri en Snæfell því Hólmarar skoruðu á móti 41 stig úr þriggja stiga skotum eða löngum tveggja stiga skotum. Það má því segja að hvort liðið hafi blómstrað á sterkustu sviðum hins. Grindvíkingurinn Jamaal Williams skoraði 27 af 32 stigum sínum inni í teig eða aðeins tveimur stigum minna en allt Snæfellsliðið. Annar leikur liðanna er í Stykkishólmi kl. 19:15 í kvöld. - óój Lið Grindavíkur og Snæfells: Skiptu um sér- svið í fyrsta leik > Ísland hækkar sig á FIFA-listanum Íslenska fótboltalandsliðið fór upp um þrjú sæti í það 86. á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en nýr listi var gefinn út í gær. Ísland vann 3-0 sigur á Færeyj- um í Kórnum í Kópavogi og 2-1 útisigur á Slóvakíu í Zlaté Moravce á tímabilinu sem skilaði sér í þessari hækkun. Sigur Íslands í Slóvakíu hafði reyndar enn meiri áhrif á stöðu Slóvaka, sem fóru fyrir vikið niður um átta sæti og hafa ekki verið neðar á listanum í fimmtán ár en þeir eru nú í 66. sæti. Færeyingar fóru niður um eitt sæti og eru nú í 194. sæti listans. FÓTBOLTI Manchester United og Barcelona tryggðu sér farseðil- inn í undanúrslit Meistaradeild- arinnar í gær. Sir Alex Ferguson gerði nokkr- ar breytingar á byrjunarliði Manchester United frá fyrri leiknum gegn Roma og marka- skorararnir Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney byrjuðu til að mynda báðir á bekknum í gær. Breytingarnar virtust ekki ætla að hafa mikil áhrif á leik United en liðið réði ferðinni framan af og fékk tvö ágæt færi snemma leiks sem fóru forgörðum. Rómverjar spiluðu með vörn sína hátt uppi á vellinum en virk- uðu fyrir vikið stressaðir og ber- skjaldaðir og leikmenn United náðu hvað eftir annað að opna hana upp á gátt. Roma skapaði sér þó líka sín færi og þegar hálf- tími var liðinn af leiknum fékk liðið dæmda vítaspyrnu þegar Mancini féll í teignum eftir ákaf- lega litla snertingu frá Wes Brown. Daniele De Rossi fór á vítapunktinn og skaut hátt yfir markið og ef til vill má segja að réttlætinu hafi þar verið full- nægt. Staðan var markalaus í hálfleik. Rómverjar reyndu hvað þeir gátu til að sækja til sigurs í seinni hálfleik en það voru hins vegar heimamenn sem opnuðu marka- reikninginn á 70. mínútu. Owen Hargreaves átti þá einu sinni sem oftar í leiknum frábæra sendingu fyrir markið á Carlos Tévez sem var vel staðsettur á milli varnarmanna Roma og skallaði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Doni í markinu. Vonir Roma um að komast áfram voru vitanlega litlar sem engar eftir það og leikurinn fjaraði út og 1-0 niðurstaðan. Ferguson hafði yfir mörgu að gleðjast í leikslok því Gary Neville kom inn á seint í leiknum eftir að hafa átt við erfið meiðsli að etja meira og minna frá 17. mars árið 2007. „Ég er náttúrulega í skýjunum með sigurinn og heimavallarmet- ið er eitthvað sem við getum verið mjög stoltir af,“ sagði Ferguson sem bíður spenntur eftir leikjunum gegn Barcelona. „Ef allir verða heilir þá eigum við möguleika. Þetta eru tvö góð lið en annað liðið verður að tapa einvíginu og ég hlakka til leikj- anna,“ sagði Ferguson Draumaeinvígi í undanúrslitum Yaya Touré skoraði eina mark leiksins á Nývangi í gær í lok fyrri hálfleiks þegar varnarmönnum Schalke hafði mistekist að hreinsa boltann úr teignum eftir fyrirgjöf Bojan Krkic. Þrátt fyrir mikla baráttu gestanna, sem réðu ferð- inni í fyrri hálfleik í gær, náðu þeir ekki að skora í leiknum og gátu í raun sjálfum sér um kennt eftir að hafa misnotað góð færi í báðum leikjum sínum gegn Barce- lona. Heimamenn í Barcelona réðu hins vegar ferðinni í síðari hálf- leik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á fyrir Barcelona í upp- bótartíma. Það er því ljóst að þrjú ensk lið verða í undanúrslitum Meistara- deildarinnar og United og Barce- lona mætast í sannkölluðum risa- slag. omar@frettabladid.is United setti met í Meistaradeildinni Manchester United og Barcelona áttu ekki í miklum erfiðleikum með að tryggja sig áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar í gær og mætast í draumaeinvígi margra knattspyrnuáhugamanna. United setti met með ellefta sigurleiknum í röð á heimavelli í Meistaradeildinni. Roma og Schalke sátu eftir með sárt ennið. SIGURMARKIÐ Argentínumaðurinn Carlos Tévez kastar sér hér fram og skallar boltann í markið með glæsilegum tilþrifum fram hjá Doni í marki Roma. Rómverjar reyndu hvað þeir gátu í gærkvöld en United-liðið reyndist of sterkt og mætir Barcelona í risa- slag í undanúrslitum. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI ÍR-ingar fóru illa með deildarmeistara Keflavíkur í öðrum leik liðanna í undanúrslita- einvígi þeirra í Iceland Express deild karla í gær. ÍR vann auð- veldan og sannfærandi 17 stiga sigur, 94-77 og fer í lokaúrslitin með einum sigri í viðbót. Keflvík- ingar héldu aðeins í við ÍR-inga í byrjun en eftir 30-15 sigur ÍR í öðrum leikhluta var aldrei spurn- ing hvernig færi. ÍR skoraði síðan 9 fyrstu stig seinni hálfleiks og náði 23 stiga forskoti og Keflvík- ingar náðu muninum aldrei niður fyrir 14 stig eftir það. „Þetta var ekki okkar dagur og við vorum bara skelfilegir og ömurlegir. Þeir hittu á hrikalega góðan leik og það fór allt ofan í hjá þeim,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur en það er enginn efi í hans huga hvernig einvígið fer. „Við erum bara búnir að tapa tveimur leikj- um og vinnum þetta 3-2. Það er enginn efi í mínum huga, við eigum eftir tvo leiki á heimavelli og ÍR vinnur aldrei aftur í Kefla- vík,“ sagði Magnús sem skoraði 17 stig á þeim 25 mínútum sem hann lék í gær. Líkt og áður stóðu margir sig vel í ÍR-liðsins, fimm skoruðu 12 stig eða meira og Nate Brown og Eiríkur Önundarson stjórnuðu leik liðsins og skoruðu að auki báðir 7 stig. Þeir Sveinbjörn Cla- essen og Ómar Sævarsson eiga sérstakt hrós skilið fyrir mjög góðan leik, Sveinbjörn var með 19 stig og 70 prósent skotnýtingu og Ómar kom með 12 stig, 10 fráköst og 3 varin skot af bekknum. „Ef Keflvíkingar eru ekki vakn- aðir eftir þetta þá veit ég ekki hvenær þeir vakna,“ sagði Eirík- ur Önundarson, fyrirliði ÍR eftir leikinn. „Þetta var frábær leikur hjá okkur og hægt og sígandi brotnuðu þeir. Mér fannst þeir ekki eiga nein svör í dag en þetta er fjarri því að vera búið,“ sagði Eiríkur. Eiríkur hefur upplifað tímanna tvenna hjá ÍR og er nú aðeins einum sigri frá því að spila um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hafði lengst komist á Íslandsmóti að vinna einn leik í undanúrslitum og það er búið að bæta það. Þetta eru líka flestir áhorfendur sem hafa komið í Hellinn síðan ég byrjaði að spila og ég vona að það verði framhald á þessu. Við höfum sýnt að við getum unnið hverja sem er og hvar sem er en við þurfum að ein- beita okkur að okkur sjálfum því þegar við erum rétt stilltir þá erum við illviðráðanlegir,“ segir Eiríkur. Nate Brown átti frábæran dag og fær líka hrós frá fyrirliðanum. „Þeir sem hafa verið að fylgjast með okkur sjá hvað Nate er mikill leiðtogi. Hreggviður vill kalla hann hertogann og hann er það því hann gerir alla helmingi betri. Hann er alveg ómetanlegur fyrir okkur,“ sagði Eiríkur um Nate sem skaut aðeins fjórum sinnum á körfuna í leiknum en spilaði hins vegar félaga sína ítrekað upp og endaði með 18 stoðsend- ingar, eða einni fleiri en allt Keflavíkurliðið til samans. - óój Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, man ekki eftir fleirum á leik í Hellinum en á 17 stiga sigri á Keflavík í gær: Rétt stilltir þá erum við illviðráðanlegir FRÁBÆRIR Ómar Sævarsson (6) og Sveinbjörn Claessen áttu báðir góðan dag í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 97. tölublað (10.04.2008)
https://timarit.is/issue/278107

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

97. tölublað (10.04.2008)

Iliuutsit: