Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 73
58 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. fugl 6. í röð 8. taug 9.
rénun 11. ónefndur 12. sauma 14.
mentastofnun 16. tveir eins 17. goð
18. móðurlíf 20. númer 21. öldu-
gangur.
LÓÐRÉTT 1. elds 3. í röð 4. ruglun 5.
utan 7. kæna 10. verkur 13. nægilegt
15. sjá eftir 16. nögl 19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. orri, 6. áb, 8. sin, 9. lát,
11. nn, 12. stang, 14. skóli, 16. kk, 17.
guð, 18. leg, 20. nr, 21. ólga.
LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. rs, 4. ringlun, 5.
inn, 7. bátskel, 10. tak, 13. nóg, 15.
iðra, 16. kló, 19. gg.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Harold Pinter.
2 Óshlíðargöng.
3 Bob Dylan.
„Ég
borða
mjög
lítinn
morgun-
mat. Það
er einn
góður
gúlsopi af
Vest-
manna-
eyjalýsi,
það er
algjört
grundvallaratriði. Síðan fæ ég
mér eitt glas af berjasaft, og
þegar ég er búinn að fá mér
morgunsund borða ég eina
dollu af skyr.is.“
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Nei, þetta er enginn fylleríistúr. Þetta
beinlínis gengur út á heilbrigðið,“ segir Lára
Ómarsdóttir sjónvarpsmaður. Hún er
talsmaður og upplýsingafulltrúi flottasta, eða
í það minnsta frægasta, jeppaklúbbs landsins.
Jeppaklúbburinn er að stofni til sjónvarps-
menn á Stöð 2. Klúbburinn heitir NFS – Nú
Ferðumst við Saman – og býr svo vel að eiga
ýmsan varning sér merktan frá því skamm-
stöfunin stóð fyrir annað fyrirbæri, nefnilega
Nýja Fréttastöðin. En það er allt önnur saga.
NFS stefnir nú í sinn þriðja túr en Frétta-
blaðið hefur fylgst með þessum merka
klúbbi, sem telur nú hátt í 70 meðlimi, frá
upphafi. Fimmtíu hafa skráð sig til farar á 13
bílum. Átta nýir meðlimir voru skráðir í
tilefni fararinnar, þeirra á meðal sjálfur
fréttastjórinn Steingrímur Sævarr Ólafsson.
Sem verður innvígður um helgina. Lagt
verður upp að morgni laugardags og stefnt
upp að Langavatni með gistingu að Krumm-
shólum í Borgarfirði. Lára segir að leiðangur-
inn komi víða við, meðal annars verður
landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri heimsótt-
ur, þar sem keppt verður í sveitafittness,
fjósið fræga skoðað sem og búvélasafnið.
Í síðustu ferð hlaut sjálfur formaðurinn
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður
viðurnefnið „Siggi sífestir“ því hann var
alltaf að festa sig. Lára býst fastlega við því
að hann reki af sér slyðruorðið. „Hann er
kominn á nýjan Land Rover og segir mér að
hann sé búinn að fara á námskeið. Þannig
að hann verður vonandi sá
forystusauður sem hann vill
vera,“ og ekki örgrannt um að
skorti á tilhlýðilega virðingu
talsmannsins þegar formann-
inn ber á góma. Lára bendir á
að fréttastofan verði þunn-
skipuð en með í för verða
báðir varafréttastjórarnir, þeir
Þórir Guðmundsson og
Kristján Már Unnarsson. „En
við erum ávallt viðbúin, með
tökuvélar, míkrófóna og sminkur
ef við þurfum að bregða okkur á
vettvang.“ - jbg
Sjónvarpsstjörnur jeppast sem fyrr
LÁRA ÓMARSDÓTTIR
„Siggi sífestir“ er
búinn að fara á
námskeið og
verður vonandi
sá forystusauður
sem að er stefnt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Það er kominn tími til að fólk fái að
heyra okkar íðilfögru raddir hljóma
saman,“ segir Bubbi Morthens sem
fór í hljóðver í gær ásamt Birni Jör-
undi Friðbjörnssyni til þess að taka
upp lagið Ég er kominn heim, sem
Óðinn Valdimarsson gerði frægt
hér á landi fyrstur manna. „Þetta er
einhver flottasta perla íslenskrar
dægurlagasögu. Það var ekki hægt
að láta svona lag liggja óbætt hjá
garði. Fólk þarf að heyra hvernig
gömlu perlurnar voru. Þetta lag er
að vísu erlent en textinn er eftir Jón
Sigurðsson. Svona perlur hafa orðið
íslenskar með tímanum og ég hef
hlustað á þetta frá því ég var
krakki,“ segir Bubbi sem hreifst af
flutningi Björns á laginu í þættin-
um Bandið hans Bubba á dögunum.
Í kjölfar þess flutnings var tekin
ákvörðun um að fara í hljóðver.
Björn Jörundur segir að upptök-
urnar í gær hafi gengið ágætlega.
„Nema ég er slappur af flensu en
það slapp,“ segir Björn. Bubbi telur
þó þessi smávægilegu veikindi kol-
lega síns ekki hafa komið að sök.
„Björn er svo æðislegur túlkandi og
söngvari. Þú getur verið í Kína,
Búrma, Ástralíu eða Taílandi og
heyrt þúsund manns syngja, en um
leið og þú heyrir röddina hans þá
hugsarðu: „Já, þetta er Björn Jör-
undur“,“ segir Bubbi og af þessu
má heyra að álit hans á sönghæfi-
leikum Björns er mikið. „Mér finnst
Björn Jörundur geggjaður söngvari
og hefur fundist það frá því ég
heyrði hann syngja Álfheiði Björk
að mig minnir. Það sýnir líka hvað
hann er sterkur að þegar Daníel
Ágúst hætti í Ný dönsk, þá héldu
margir að bandið myndi lognast
útaf, en það gerði það ekki,“ segir
Bubbi og fullyrðir að hörðustu karl-
menni munu falla í stafi þegar þeir
heyra túlkun Björns á þessu lagi.
„Meðlimir Merzedes Club munu
fara úr skýlunni þegar þeir heyra
þetta,“ segir Bubbi.
Bubbi og Björn Jörundur hafa
aldrei sungið saman fyrr. „Draum-
ur að rætast? Er það ekki draumur
allra að fá að vinna með einhverjum
öðrum í faginu? Sérstaklega ef það
er einhver eins og Bubbi,“ segir
Björn. „Bubbi hafði áhrif á mig
þegar ég var að byrja í músíkinni
tólf, þrettán ára gamall. Þeir félag-
ar eru báðir á því að þetta lag verði
ekki það síðasta sem heyrist frá
þeim sameinuðum. „Ég er sann-
færður um að ég og Björn Jörundur
munum gera eitthvað meira saman.
Já! Ég mun gera eitthvað meira
með Birni,“ segir Bubbi. Það var
Vignir Snær Vigfússon sem stjórn-
aði upptökunum og hljóðblöndun
verður í höndum Adda 800. „Ég
vona að þetta verði masterað á
morgun og komið í spilun fyrir
helgi,“ segir Bubbi. soli@frettabladid.is
BUBBI OG BJÖRN JÖRUNDUR: SYNGJA SAMAN Í FYRSTA SINN
Tvær stærstu söngraddir
landsins loksins sameinaðar
Nú eru fardagar hjá rithöfundum en
útgefendur safna vopnum sínum
fyrir komandi bókatíð. Þannig sjá
þeir hjá Uppheimum á Skagan-
um ýmis tækifæri eftir hinn mikla
samruna JPV og Eddu. Þeir eiga
þegar gott safn rithöfunda: Ævar Örn
Jósepsson, Gyrði Elíasson, Böðvar
Guðmundsson, Bjarna Bjarnason,
Ara Trausta og Bjarna
Gunnarsson. Og nýverið
gengu til liðs við
Uppheima Kristín
Ómarsdóttir og
Sigfús Bjartmars-
son. Kristín var
áður hjá Sölku
en Sigfús hjá
Bjarti.
Enn hefur ekki verið gengið frá
endanlegum lista þátttakenda í
pílagrímsförina miklu til Liverpool á
vegum Félags tónskálda og texta-
höfunda um mánaðamót maí/júní.
Ástæða tafarinnar er sú að stjórn
FTT, sem nú þegar hefur víðtækt
tengslanet og sambönd í Bítlaborg-
inni, vinnur að því að bjarga tíu til
tuttugu til viðbótar á tónleika Pauls
McCartney vegna mikillar ásóknar.
Sjálfur er formaðurinn,
Jakob Frímann, farinn
til Svíþjóðar á höfunda-
þing en er væntanlegur
um helgina aftur
og mun fljótlega
upp úr því hinn
endanlegi þátt-
takendalisti líta
dagsins ljós.
Kristófer Helgason, útvarpsmaður
á Bylgjunni, er einn þeirra sem starfs
síns vegna er ekki í símaskrá. Sem
svo kostar nafna hans sem skráður
er nokkurt ónæði. Sá er alvanur
að svara fyrir nafna sinn Bylgju-
manninn. Það sem gerir erfiðara að
leiðrétta þann þráláta misskilning
er að þegar slökkt er á farsímanum
svarar Kristófer útvarps-
maður með orðunum: „Í
augnablikinu er slökkt á
farsímanum.“ Og menn
sannfærast um að þeir
séu á réttu róli. En
Kristófer útvarps-
maður er rödd
Vodafone. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Þetta er náttúrlega rosalega
skemmtilegt og hver veit nema
maður fái sér einn bjór til að halda
upp á þetta,“ segir Þorsteinn Guð-
mundsson, höfundur og stjórnandi
spjallþáttarins Svalbarða. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Skjá
einum mældist fyrsti þátturinn á
föstudaginn með tæplega þrjátíu
prósenta uppsafnað áhorf í aldurs-
hópnum 12-49 ára.
Áhorfið fór langt fram úr villt-
ustu vonum Þorsteins sem lagði
það upp með sínu fólki að þau
gæfu skít í áhorfstölur. Hins vegar
væri ekki annað hægt en að gleðj-
ast yfir þessum tíðindum. „Við
vildum bara gera þetta eins
skemmtilegt og mögulegt var en
fyrst og fremst vildum við gera
eitthvað sem okkur fannst vera
skemmtilegt,“ bætir spjallþátta-
stjórnandinn við.
Þorsteinn var staddur við upp-
tökur á næsta þætti þegar Frétta-
blaðið ræddi við hann. Gestir hans
verða leikstjórinn Ragnar Braga-
son og Kastljós-stjarnan Helgi
Seljan. „Sem þýðir að við fáum
áhorfið frá Kastljósi líka því það
horfir enginn á Kastljósið ef Helgi
er ekki,“ segir Þorsteinn sem bjóst
því allt eins við sextíu prósenta
áhorfi annað kvöld. - fgg
Svalbarði Þorsteins slær í gegn
SÁTTUR Þorsteinn Guðmundsson gerði
sér vonir um að ræna öllu áhorfi Kast-
ljóssins þegar stjarna sjónvarpsþáttarins,
Helgi Seljan, fengi sér sæti á Svalbarða
annað kvöld.
KRAFTUR Nýbýlavegurinn titraði og skalf þegar þessar miklu raddir mættu í upptökur
í hljóðver Þorvaldar Bjarna sem er þar til húsa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
STEINGRÍMUR SÆVARR
Verður formlega innvígð-
ur í jeppaklúbbinn NFS
um helgina.
gullsmiðjan.is