Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 26
26 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS R óstur eru víða um lönd vegna hækkandi matarverðs. Hér á landi hafa talsmenn innflytjenda lýst áhyggjum sínum vegna vaxandi kostnaðar við innkaup matvæla. Rökstuðningur við hækkun á innlendri landbúnaðar- framleiðslu er rökstuddur með vaxandi kostnaði á kjarnfóðri, kornblöndum sem eru stór hluti af fóðri fyrir nautpen- ing, fiðurfé og svín. Mjólkurvörur og kjötvörur hækka í búðum á Íslandi vegna hækkandi vöruverðs á korni í heiminum. Við erum raunar orðin háð matvælaframleiðslu sem byggist á korngjöf. Við þekkjum ekki matvæli sem framleiða mætti hér á landi án korngjafar. Hvorki kjúklinga-, svína- né nautakjötsfram- leiðslan sem við leggjum okkur til munns þrífst án korngjafar: nyt í kúm yrði önnur ef ekki kæmi til kornfóður. Hvernig ætli sú mjólk yrði á bragðið? Grundvöllur matvælaframleiðslu innanlands byggist á korni, niðurgreiddu korni frá hinum stóru framleiðslusvæðum Ameríku. Þegar kreppir að á matvælamarkaði vakna aftur gamlar spurn- ingar um sjálfstæði og öryggi samfélagsins: getum við brauðfætt okkur sjálf? Í alþjóðlegri umræðu síðustu daga hafa sérfræðingar austan hafs og vestan viðurkennt að stórátaks er þörf í matvælafram- leiðslu heimsins. Þótt aukinn hlutur jarðargróða fari nú til fram- leiðslu eldsneytis, víðast með miklum tilkostnaði, er ekki undan því vikist að aukin eftirspurn hjá mannmörgum þjóðum, Indverj- um og Kínverjum, á sinn hátt í hækkuðu verði á heimsmarkaði. Og þá ekki síður að landbúnaður er víðast hvar bundinn fornfálegum rekstrarháttum. Nýlega hafa ráðamenn bent á stórsvæði í Austur-Evrópu sem eru vannýtt. Matarkistan Afríka líður fyrir óskynsamlega varnar- múra ríkari markaðssvæða. Smábændasamfélög forn innan mæra Indíalanda og Kínaveldis standa í vegi fyrir nauðsynlegri aukn- ingu í framleiðslu þessara heimsvelda á mat. Breytingar á vatna- búskap á stórum landflæmum jarðar eru áhyggjuefni: langvinnir þurrkar í Ástralíu og djarfar, sumir segja hættulegar, breytingar á vatnabúskap Kínverja eru til marks um það. Á einu ári hefur hveiti hækkað um 130%, sojamjöl um 87%, hrís- grjón um 74% og maís um 31%. Þessar tölur eru uggvænlegar. Það er aðeins verð á kjöti og sykri sem hefur ekki hækkað á síðari árshelmingi 2007. Og talnahríðin skelfir enn frekar þegar litið er til mannfjölgunar: mannkynið taldi 6,1 milljarð þúsaldarárið en 2025 verður það 8 milljarðar. Þjóð sem sækist eftir metorðum á alþjóðavettvangi verður að vera meðvituð um hvaða erindi hún hyggst reka. Enginn er eyland, eins og við finnum á verði kex- pakkans rétt eins og þeir sem láta nú illa í mörgum suðrænum löndum vegna hækkandi verðs á hrísgrjónum sem hafa þar tvö- faldast í verði á smásölumarkaði. Aðstoð okkar við hin fátækari lönd hlýtur að beinast að aukinni matvælaframleiðslu, ekki síður en bættri orkuframleiðslu. Víða eru róstur vegna hækkandi verðs á landbúnaðarvörum. Matarkistan PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Þegar kreppir að á matvælamarkaði vakna aftur gamlar spurningar um sjálfstæði og öryggi samfélags- ins: getum við brauðfætt okkur sjálf? ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SPOTTIÐ Um daginn varð forsætisráð-herra reiður yfir umræðu um það hvers vegna hann kysi að fljúga með einkaþotum á fundi erlendis með þeim afleiðingum að kostnaður skattborgaranna sexfaldast. Þetta finnst honum vera „lágkúruleg umræða“. Við könnumst við þessi viðbrögð enda var fyrirrennari hans oft reiður. Honum fannst það t.d. „óviðfelldin sjónarmið“ þegar innrás í Afgan- istan var mótmælt á sínum tíma og sá til þess að engin slík sjónarmið kæmust að þegar stuðningur við innrás í Írak var ákveðinn. En af hverju er forsætisráð- herra svona reiður? Þykist hann ekki vera frjálshyggjumaður sem styður aðhald af hálfu hins opinbera? Aðhaldssamir stjórn- málamenn ættu almennt séð að vera ánægðir þegar þeim er bent á leiðir til að spara. En forsætisráð- herra er reiður og mótmælir sjálfri umræðunni. Kannski vegna þess að umræðan mun aldrei leiða í ljós að hann sé í raun og veru aðhaldssamur og ábyrgur. Það eru engin góð rök fyrir því að það sé góð meðferð á almannafé að skutlast á einkaþotum milli landa. Þess vegna þarf hinn aðhaldslausi forsætisráðherra á aðhaldslausum fjölmiðlum að halda – fjölmiðlum sem þegja þegar á þá er hvæst: Lágkúra! Fyrst var því haldið fram að tímasparnaðurinn fyrir því að nota einkaþotu væri svo gríðarlegur að hann réttlætti umframkostnaðinn. Því miður hefur enginn nennt að reikna út nákvæmlega á hvaða tímakaupi ráðamenn þjóðarinnar þyrftu að vera til þess að slíkur útreikningur gengi upp – en það má vera himinhátt. En svo má líka efast um það hvort ráðamenn þjóðarinnar séu í raun og veru að spara einhvern tíma með þessum mengandi lúxusfararskjóta. Ekki gafst utanríkisráðherra t.d. tími til þess að ræða við utanríkismálanefnd um erindi Íslands á Natófundinum og hver stefna þjóðarinnar ætti að vera gagnvart stærstu álitamálum samtímans.Utanríkisráðherra virð- ist ekki heldur hafa haft tíma til að lesa ályktanir fundarins, a.m.k. neitaði hún því í Kastljósi á þriðjudagskvöld að hvatt hefði verið til aukins vígbúnaðar. Í 46. grein ályktunar fundarins eru aðildarríki Nató hins vegar greinilega hvött til aukinnar vígvæðingar. Það er því spurning hvort einkaþotuferðir séu ekki aðeins of tímasparandi – fólki gefst ekki einu sinni tími til að lesa þá gjörninga sem það samþykkti. Hvað græddu svo íslenskir skattborgarar á þessari sjö milljón króna einkaþotuferð til Búkarest? Á þessum fundi var t.d. samþykkt að koma á bandarísku eldflauga- varnakerfi í Póllandi og Tékklandi – raunar í trássi við vilja almenn- ings í þessum löndum. Þetta hefur verið hitamál erlendis en ekki á Íslandi. Á landi sem sækist eftir aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eru svona mál ekki einu sinni til umræðu. Það skipti engu máli þótt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafi mætt úthvíld til Búkarest eftir þægilega ferð í einkaþotu. Þau voru samt hálfsofandi á fundinum og samþykktu að hefja nýtt víg- búnaðar kapphlaup umræðulaust. Ekkert frá fundinum bendir raunar til að íslenska þotuliðið hafi átt þar neitt erindi – annað en að rétta jafnan upp hönd um leið og Bandaríkjaforseti. Og kannski snýst allur kostnaðurinn um þetta – íslensk stjórnvöld reyna sem fyrr að gera sig gildandi með því að eyða nógu miklum peningum; frekar en að hafa sjálfstæða skoðun á einu einasta máli. Lágkúruleg umræða SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Léttvínsvextir Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í 15,5 prósent í gærmorgun og þar með búa Íslendingar við hæstu stýrivexti iðnaðarþjóða. Næst á eftir koma Tyrkland, Brasilía, Suður-Afríka og Egyptaland. Oft er sagt að fylgi smáflokka í stjórnmálum sé pilsner- fylgi og er þar vísað til lágrar prósentu beggja. Aðeins eitt léttvín í ÁTVR, hið Ítalska Castello di Querceto Vin Santo, inniheldur meira en 15,5 prósent áfengi. Það er sagt bera keim af villisveppum og sviðnu leðri með langt eftirbragð. Svolítið eins og íslenska krónan. Miðborgarvandinn færist Nýlega var greint frá því að fram- kvæmda- og eignasvið Reykjavíkur- borgar hefði reiknað út að þunga- miðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu hefði færst um 71 metra frá því í fyrra, nánar tiltekið frá Goðalandi 5 til Grundarlands 4 í Fossvogshverfi. Því má ætla að fljótlega fari að bera þar á yfirgefnum húsum, veggjakroti, skemmdar- verkum og skrílslátum. Þá geta þau Pétur og Sigrún í Grundarlandi búist við að vakna einn morgun við að ein- hver sauðdrukkinn ógæfumaður hafi gubbað á tröppurn- ar við húsið þeirra. Að haardea málið Íslenska málið er í stöðugri þróun. Íslendingum er til að mynda orðið tamt að nota ýmis ný orð úr fjármála- lífinu undanfarin ár sem er ekki furða miðað við vaxandi áhuga þjóðarinnar á bankastarfsemi. Nýjasta orðið úr heimi bankamanna ku þó ekki vera í líkingu við nafnorðin mannauður eða marksækni. Sögnin að haardea mun víst vera nýjasta afsprengi tungumáls- ins og má leiða að því líkur að hún sé dregin af ættarnafni Geirs Haarde forsætisráðherra. Sögnin hefur ekki jafn jákvæða merkingu og þau sem áður hafa orðið til í sama ranni en merking hennar er víst að bregðast ekki við aðstæðum eða að gera barasta ekki neitt. karen@frettabladid.is, olav@frettabladid.is Vígbúnaðarkapphlaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.