Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 4
4 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR VERÐKÖNNUN Verðkönnun á kostnaði við umfelgun sem birtist í Fréttablaðinu á miðvikudag innihélt rétt verð samkvæmt gjaldskrá þeirra fyrirtækja sem verð var kannað hjá. Bílkó býður öllum viðskiptavinum sínum upp á tíu prósenta afslátt að minnsta kosti fram til 1. júní og líklega lengur. Sé þessi afsláttur reiknað- ur inn í kostnað á umfelgun á bíl með 13-15 tommu stálfelgum er verðið 5.612 krónur í stað 6.236 króna án afsláttar. Bílaáttan býður viðskiptavinum fimm prósenta afslátt og Pitstop býður upp á 15 prósenta staðgreiðsluafslátt. Því er skynsamlegt að hafa augun opin fyrir góðum tilboðum. - kg Verðkönnun á umfelgun: Nokkrir staðir bjóða afslátt T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° 7° 7° 7° 10° 12° 13° 12° 17° 8° 21° 19° 16° 14° 21° 16° 29° 22° Á MORGUN Víðast 3-8 m/s. SUNNUDAGUR 5-10 m/s vestan til, annars hæg breytileg átt. 2 1 0 0 0 3 4 4 3 -2 9 9 5 6 6 11 4 10 4 8 10 5 1 -1 1 2 4 2 -1 -1 24 HELGARVEÐRIÐ Ágætar veðurhorfur eru fyrir meginhluta landsins á laugar- dag. Bjart með köfl - um og hægur vindur sunnan og vestan til en fyrir norðan og austan verða stöku él. Á sunnudag þykknar svo upp vestan til og eftir hádegi má búast við slyddu eða rigningu vestast. Þá léttir til annars staðar. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri-grænna, telur spá Seðlabankans mikil ótíðindi. „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þessi mikla fasteigna- bóla hjaðni en maður batt vonir við að verðið héldist stöðugt á alllöngu árabili og lækkaði þannig eitthvað að raungildi. Bein lækkun af þessari stærðargráðu er mikið áfall, en þetta er ekki einangrað ástand heldur angi af hinu stóra efnahagslega samhengi, og stóri útrásarveisluhaldareikningurinn er að koma í hausinn á heimilum í landinu,“ segir Steingrímur. „Þessi löngu fyrirsjáanlega spá hefði verið augljós tími fyrir ríkisstjórnina til að kynna einhverjar aðgerðir, en hún hefur endanlega fallið á prófinu.“ - kg Steingrímur J. Sigfússon: Ríkisstjórnin fallin á prófinu FASTEIGNAMARKAÐUR Seðlabankinn spáir kollsteypu á fasteignamark- aði á næstu tveimur árum. Telur bankinn líkur á að húsnæðisverð lækki um þriðjung að raunvirði til ársins 2010. Enn frekari samdrátt- ur er ekki útilokaður. Forstöðu- menn greiningardeilda viðskipta- bankanna telja spá bankans of svartsýna. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans sem kom út í gær. Þar segir að kólnun á hús- næðismarkaði sé þegar komin fram í því að verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur stöðvast, þrátt fyrir umtalsverða hækkun bygg- ingarkostnaðar. Horfur séu á að lækkun ráðstöf- unartekna, þrengingar á lánamörkuðum og aukið fram- boð íbúðarhús- næðis leiði til umtalsverðra lækkana á hús- næði. „Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um um það bil 30 prósent að raun- virði.“ Einnig segir að gríðarleg óvissa sé um þessa þróun og því sé ekki hægt að útiloka enn meiri samdrátt. Spátímabil bankans nær til næstu tveggja ára. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, telur spá Seðlabankans of svartsýna. „Ég tel útilokað að þetta gangi eftir. Það eru ekki for- dæmi fyrir að húsnæðisverð hafi lækkað svona mikið þrátt fyrir verðbólgu eða erfiðleika í hag- kerfinu.“ Greiningardeild Lands- bankans gerir ráð fyrir fimm pró- senta lækkun á næsta ári eða fimmtán prósenta raunlækkun. „Það er með því mesta sem við höfum séð hér á landi en ég sé ekki svona mikla lækkun, eins og Seðla- bankinn spáir, á meðan kaupmátt- ur helst nokkurn veginn og atvinnuleysi verður ekki þeim mun meira.“ Edda Rós tekur jafn- framt fram að í ljósi þess hversu hátt verð hefur verið á íbúðarhús- næði að undanförnu sé eðlilegt að það lækki umtalsvert, óháð erfið- leikum á markaði. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ekki von á sömu þróun á fasteigna- markaði og víða erlendis þar sem hefur orðið mikil lækkun. „Hér er ekki mikil spákaupmennska og Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóð- irnir eru að útvega fjármagn inn á markaðinn. Lánaframboðið á hús- næðismarkaði erlendis hefur hins vegar stöðvast að stórum hluta vegna þess að bankarnir lána ekki lengur eins og hér. Í því liggur munurinn á milli markaðarins hér og erlendis.“ Spurður um áhrifamátt spár Seðlabankans á fasteignamarkað- inn til skamms tíma litið segir Ingólfur að bankinn hafi spáð þessu áður og mat bankans verði að skoða í því ljósi. svavar@frettabladid.is magnush@frettabladid.is Seðlabankinn spáir hruni á markaði Fasteignaverð mun lækka um þriðjung á næstu tveimur árum, að mati Seðla- bankans. Frekari samdráttur er ekki útilokaður. Forsvarsmenn greiningardeilda bankanna telja spá bankans allt of svartsýna. Töluverð lækkun sé þó fyrirséð. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR INGÓLFUR BENDER ÚR SEÐLABANKANUM Spá Seðlabankans um þróun fasteignamarkaðarins er mun svartari en viðskiptabankanna þriggja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEINGRÍMUR J SIGFÚSSON STJÓRNMÁL Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, býst við að spá Seðlabankans um lækkun fasteignaverðs geti ræst ef lána- og vaxtakjör fara versnandi. „Það hefur alla tíð verið mjög erfitt að spá í verðþróun á fasteignamarkaðnum á Íslandi. Fyrir fram, miðað við óbreytt ástand í efnahagslífinu, hefði maður gefið sér að markaðurinn væri kominn í nokkurt jafnvægi og ekki yrði mikið um raunverð- hækkanir að ræða,“ segir Jón. „En ef lána- og vaxtakjör verða erfiðari má búast við að þessi spá gangi eftir. Það yrði þá hallæri af manna völdum, stóra stökkið aftur á bak.“ - kg Jón Magnússon: Hallæri af manna völdum HÚSNÆÐISMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra telur spá Seðlabankans um lækun fasteignaverðs vera afar svartsýna. Þetta kemur fram á visir.is. „Það er hlutverk ríkisstjórnar- innar að koma í veg fyrir að spá af þessu tagi geti ræst,“ segir Jóhanna. „En það er ekkert ólíklegt að það verði leiðrétting á fasteignamarkaðn- um, af því að verðið er svo hátt núna.“ Jóhanna segir spána ekki vera í samræmi við spár viðskipta- bankanna, sem búist við um fimm prósenta lækkun að nafnvirði á næsta ári. Hún segist telja þá niðurstöðu vera líklegri. - sgj Jóhanna Sigurðardóttir: Telur spána afar svartsýna JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ALÞINGI Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins, liðkaði fyrir viðskiptum Actavis í heimsókn til Íran í byrj- un mars. Þá ræddi hann við þar- lenda stjórnmálamenn um fram- boð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Grétar var í Íran á vegum utanríkisráðuneytis- ins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra greindi frá þessu á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn Jóns Magnússonar, Frjálslynda flokknum. Jón furðaði sig á för ráðuneytis- stjórans í ljósi þess að Írönum hefðu verið sett skilyrði af hálfu alþjóðasamfélagsins vegna kjarorkumála. Að auki væru mannréttindi lítilsvirt í Íran. Ingibjörg Sólrún sagði að þjóðir heims ættu í margháttuðum við- skiptum við Írana og að samskipti við landið hefðu ekki verið rofin. Jón velti fyrir sér hvort það samræmdist stefnu Íslands í utan- ríkis- og mannréttindamálum að hafa samband við írönsku klerka- stjórnina og lýsti efasemdum um að rétt væri að afla fylgis hennar við öryggisráðsframboðið. Ingi- björg Sólrún sagði hófanna leitað hjá aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna þó að þær féllu ekki undir skilgreiningu okkar um lýð- ræðisþjóðir. Engu að síður væri stuðnings leitað á forsendum Íslands og að Ísland stæði fyrir mannréttindi. - bþs Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins heimsótti Íran á vegum ráðuneytisins: Gekk erinda Actavis í Íran GRÉTAR MÁR SIGURÐSSON Ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins liðkaði fyrir viðskiptum Actavis á ferðalagi í Íran. DANMÖRK, AP Hæstiréttur Danmerkur hefur lengt fangelsis- dóma þriggja manna, sem handteknir voru í Óðinsvéum haustið 2006 fyrir skipulagningu hryðjuverkaárása. Muhammed Zaher og Ahmad Khaldhadi voru í héraðsdómi dæmdir til að sitja ellefu ár í fangelsi og Abdallah Andersen fjögur ár, en Hæstiréttur lengdi dóma þeirra allra um eitt ár. Fjórði sakborningurinn í málinu var sýknaður, en allir sögðust þeir við réttarhöldin vera saklausir. Ákæruvaldið krafðist þess að þeir fengju þyngri dóma. - gb Dæmdir hryðjuverkamenn: Fangavist lengd um tólf mánuði GENGIÐ 10.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 146,9964 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 72,12 72,46 142,92 143,62 114,53 115,17 15,348 15,438 14,438 14,524 12,183 12,255 0,7182 0,7224 118,62 119,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.