Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 68
36 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Hrafnkell Sigurðsson myndlist-
armaður mun flytja fyrirlestur
um list sína í Ketilhúsinu á Akur-
eyri í dag kl 14.50.
Dagskráin er hluti af „Fyrir-
lestrum á vordögum“, sem eru
fjórir fyrirlestrar um efni sem
tengjast listum og menningu. Þeir
eru skipulagðir af kennurum á
listnámsbraut Verkmenntaskól-
ans á Akureyri í samvinnu við
Listasafnið á Akureyri og Menn-
ingarmiðstöðina í Grófargili.
Hrafnkell Sigurðsson hlaut
sjónlistarverðlaunin 2007 fyrir
verk sitt Áhöfn og fyrir innsetn-
inguna Athafnasvæði.
Í verkum sínum fjallar Hrafn-
kell um tengsl náttúru og manns.
Þar spinnast saman þættir úr
rómantík og módernisma sem á
stundum vísa til „ritúala“. Hið
skíra yfirbragð sem virkar í
fyrstu fjarlægjandi gefur verk-
unum nálægð. Hrafnkell var einn
af stofnendum listframleiðslu-
fyrirtækisins Oxsmá þar sem
hann var rokksöngvari þar til
starfsemin var lögð niður í kring-
um 1985.
Fyrirlesturinn stendur í um
eina klukkustund. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir á
meðan húsrúm leyfir. - vþ
Hrafnkell um list
HRAFNKELL SIGURÐSSON Ræðir list sína í Ketilhúsinu í dag.
Hinn heimskunni tékkneski píanóvirtúós Ivan
Klánský heldur á morgun kl. 17 einleikstón-
leika í tónleikaröðinni Tíbrá í Salnum. Á fyrri
hluta efnisskrárinnar er án efa ein þekktasta
píanósónata Beethovens, Tunglskinssónatan,
auk síðustu píanósónötu þessa mikilfenglega
tónskálds, Sónötu í c-moll op. 111. Á seinni
hluta efnisskrárinnar eru eingöngu verk eftir
Chopin, næturljóð, marsúrkar, Bátsöngur og
Pólónesa.
Ivan Klánský er jafnan talinn einn fremsti
og virtasti píanóleikari Tékka. Hann nam
við Tónlistarakademíuna í Prag og hefur
unnið fjöldann allan af píanókeppnum og
hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar.
Strax á námsárunum í Prag var hann orðinn
eftirsóttur einleikari og kammermúsíkant.
Hann hefur leikið yfir fjögur þúsund tónleika
í fjórum heimsálfum, en auk fyrirferðarmikils
tónleikahalds er Ivan Klánský mjög eftirsóttur
kennari. Hann er prófessor við Tónistarháskól-
ann í Prag og Tónlistarakademíuna í Luzern í
Sviss. Klánský gegnir þýðingarmiklu hlutverki
í skipulagsmálum tónlistarlífsins í Tékklandi.
Það sem skipar Ivan Klánský í röð fremstu
listamanna heimsins er ekki bara fullkomið
vald á hljóðfærinu hvað varðar tækni
og tilfinningalega túlkun, heldur einstök
snilligáfa sem gerir honum kleift að miðla
verkum meistaranna á undraverðan hátt.
Ivan Klánský er meðlimur í hinu heimskunna
Guarneri-tríói.
Það er ekki á hverjum degi sem píanó-
leikarar á borð við Klánský stíga á íslenskt
tónleikasvið og er því sannarlega um
einstæðan listviðburð að ræða. Margir sáu
eflaust kvikmyndina Óbærilegur léttleiki
tilverunnar sem fór á sínum tíma sannkallaða
sigurför um heiminn. Tónlistin í myndinni var
eftir tékkneska tónskáldið Leoš Janácek, en til
gamans má geta þess að píanóleikarinn var
enginn annar en Ivan Klánský. - vþ
Tékkneskur píanóleikari fyrir kvikmyndaunnendur
LUDVIG VAN BEETHOVEN Tékkneski píanósnill-
ingurinn Ivan Klánský leikur Tunglskinssónötu
Beethovens í Salnum á morgun.
Í dag hefst sala á sýningar í New
York á nýju verki eftir Edward
Albee. Verkið verður frumsýnt 5.
júní á Signature-leikhúsinu í New
York þar sem Albee hefur áður
verið húshöfundur. Með elstu hlut-
verk fara Mercedes Ruehl og
Larry Bryggman. Verkið heitir
Occupant og lýsir högum banda-
ríska myndhöggvarans Louise
Nevelson. Hún var fædd í Kænu-
garði 1899 og lést í New York 1988.
Hún kom til Bandaríkjanna 1905
og settist fjölskylda hennar að í
Maine. Tvítug kvæntist hún og
fluttist til New York og lagði fyrir
sig listnám. Um þrítugt kynntist
hún verkum Marcels Duchamp og
Pablo Picasso. Hún ferðaðist um
Evrópu 1930-31 og við heimkomu
1932 var hún aðstoðarmaður Diego
Rivera. Ferill hennar hófst fyrir
alvöru eftir það: hún vann högg-
myndir, safnverk úr timbri og
fundnum hlutum, lagði fyrir sig
print og vann með terracotta-leir.
Hún tók þátt í Feneyjatvíæringn-
um 1962 og var á sjöunda áratugn-
um í forystu listamanna vestan-
hafs. Nú verður hún aftur í
brennidepli í nýju leikverki
Albee.
Nýtt verk eftir Albee
Sokkabandinu hefur verið boðið að fara
með sýninguna sína Hér & Nú á leik-
listarhátíðina í Tampere í Finnlandi,
sem haldin verður dagana 4.-10. ágúst
næstkomandi. Leiklistarhátíðin í Tamp-
ere er elsta, stærsta og virtasta leiklist-
arhátíðin á Norðurlöndum og býður upp
á það helsta sem er að gerast í framsæknu
finnsku og erlendu leikhúslífi á ári hverju.
Á hátíðinni í ár verður lögð sérstök áhersla
á norræna leiklist þar sem Norrænir leik-
listardagar fara fram í Tampere á sama
tíma.
Hér & Nú er frumsaminn söngleikur sem
var frumsýndur á Litla sviði Borgarleik-
hússins í nóvember á síðasta ári. Sýningum
lauk í lok janúar en leikhópnum var síðan
boðið að sýna Hér & Nú á alþjóðlegu leiklist-
arhátíðinni Lókal sem haldin var hér í Reykja-
vík í mars. Forsvarsmenn leiklistarhátíðar-
innar í Tampere sáu þar sýninguna og fékk
leikhópurinn strax í kjölfarið boð um að sýna
á hátíðinni.
Hér & Nú samanstendur af uppistandi,
stuttum leikþáttum, eintölum, leikjum,
dansnúmerum og frumsömdum sönglögum.
Efniviðurinn var tekinn úr heimi glans-
tímarita eins og Séð & Heyrt, Hér & Nú og
Vikunni sem og spjallþátta, bloggsíðna
og annarra fjölmiðla sem hafa það að
leiðarljósi að skemmta okkur Íslend-
ingum með dramatískum lífsreynslu-
sögum og fréttum af fræga fólkinu.
Leikarar í sýningunni eru Arndís
Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunn-
arsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson,
María Heba Þorkelsdóttir og Stefán
Hallur Stefánsson. Frumsamin tónlist
er eftir Hall Ingólfsson sem einnig
leikur og spilar í sýningunni, leik-
myndahönnuður er Kristján Björn
Þórðarson og framkvæmdastjóri
verkefnisins er Hera Ólafsdóttir.
Leikstjóri sýningarinnar er Jón Páll
Eyjólfsson. - vþ
Hér & Nú á leiklistarhátíð í Tampere
GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA Elma Lísa
Gunnarsdóttir í hlutverki sínu í leikritinu
Hér & Nú.
Kl. 16.00
Útskriftartónleikar fiðluleikarans
Guðnýjar Þóru Guðmundsdóttur úr
tónlistarnámi við Listaháskóla
Íslands fara fram í Salnum, Hamra-
borg 6, í dag kl. 16. Á efnisskránni
eru verk eftir tónskáldin Mozart,
Eugène Ysaÿe, Beethoven og Ernest
Bloch. Tónleikarnir eru kjörið
tækifæri til þess að skyggnast inn í
framtíð íslensks tónlistarlífs.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
EDWARD ALBEE
Orgelsnillingurinn Hannfried
Lucke leikur á Klais-orgel Hall-
grímskirkju á skemmtilegum org-
eltónleikum fyrir alla fjölskylduna
á morgun kl. 14. Tónleikarnir eru
hluti af tónleikaröð í tilefni af 15
ára afmæli Klais-orgelsins og eru
sérstaklega fjölskylduvænir. Hann-
fried Lucke, sem er prófessor í
orgelleik við Mozarteum tónlistar-
háskólann í Salzburg í Austurríki,
er meðal þekktustu orgelleikara í
dag og hefur lagt sérstaka rækt við
spuna, tæknina að leika af fingrum
fram. Á tónleikunum mun hann
meðal annars leika umritanir
þekktra verka eftir Mozart og
Saint-Saëns og spuna þar sem hann
notar barnasálma, íslensk þjóðlög,
þekkt sálmalög eða einhverjar
aðrar laglínur sem að honum verða
réttar.
Sunnudaginn 13. apríl leikur
Hannfried Lucke síðan á tónleikum
kl. 20 í Grindavíkurkirkju. Nýtt
orgel var vígt í kirkjunni síðastliðið
haust, smíðað af Björgvini Tómas-
syni. Á efnisskránni mun Hann-
fried Lucke velja saman verk sem
sýna möguleika hins nýja orgels
auk þess sem hann mun einnig leika
af fingrum fram. - vþ
Orgeltónlist fyrir alla