Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 52
Þ egar kvikmyndin Mávahlátur var frumsýnd á sínum tíma varð til nýtt viðmið í vinkvennahópnum mínum. Það að vera Freyja þótti það albesta sem hægt var að hugsa sér og kepptumst við vinkonurnar við að líkjast henni í einu og öllu. Það átti ekki bara við í klæðaburði og fasi heldur kom það sér stundum vel að leika Freyju þegar karlamálin voru öll í steik. Við gengum þó aldrei svo langt að láta menn hverfa eða horfa upp á þá detta „óvart“ í stiganum þótt sumir hefðu vissulega átt það skilið. Þess í stað lékum við leikinn að snúa öllu okkur í hag, alveg sama hversu ástandið var svart. Sumir myndu segja að þetta væri hreinræktuð bjartsýni og auðvitað er gott að tileinka sér hana á alla kanta. Síðustu ár hef ég verið svo upptekin við að búa til fjölskyldu og hlúa að henni að ég var búin að steingleyma Freyju vinkonu minni þegar myndin var sýnd í sjónvarpinu síðasta sunnudagskvöld. Þegar ég horfði á myndina yljaði ég mér við minningarnar og auðvitað var ég alsæl að vera ekki í þeirri stöðu að langa að henda kærasta eða eigin- manni „óvart“ niður stiga og hugsaði með mér hvað ég væri ótrúlega heppin. Það sem vakti mig þó til umhugsunar var að á þessum árum, þegar Mávahlátur var frumsýnd fyrir tæpum áratug, eyddi ég miklu meira púðri í útlitið og sá það svart á hvítu að það væri kannski ráð að fara í smá snyrtiátak. Freyja fór nefnilega ekki ómáluð eða í druslufötum út úr húsi. Hún var alltaf tipp topp, gekk teinrétt um bæinn með örlítinn yfirlætissvip. Þegar maður er búinn að lifa allt of marga „ljótufata- daga“ í röð þá er tími til að stofna til aðgerða og klassa sig upp í eitt skipti fyrir öll. Ef vorin eru ekki rétti tíminn til þess þá er það aldrei. Að fara út að skokka, bera á sig maska, brúnkuklút og skrúbba af sér appelsínuhúðina er náttúrlega bara dásamlegt. Á Freyju-tímabilinu hefði maður til dæmis ekki farið með brúskinn undir höndunum í sund og ekki látið sjá sig með óplokkaðar augabrúnir. Fylgifiskur móður- og húsmóðurhlutverks er þó oft sá að maður hefur bara einfaldlega ekki tíma til þess að vera alltaf uppstrílaður, vel snyrtur á alla kanta með fullkomið hár og þegar maður hlúir að sínu eigin barni fara þarf- ir manns ósjálfrátt neðar í forgangsröðina. Þess vegna er gott að hafa Freyju bak við eyrað til að minna sig á að maður er stelpa (kona), ekki bara haugur sem felur sig á bak við stór sólgleraugu. Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Yndislega Freyja Í vor- og sumarförðuninni frá Lancôme er lögð áhersla á bjarta og lifandi liti sem minna á sólríka daga á ströndinni. Augnskugga- pallettan kemur í litlum skeljum og púður augnskugganna leik- ur við ljósið og endurkastar því á skemmtilegan hátt. Augun verða tindrandi og full af lífi. Áður en byrjað er að farða er mikilvægt að vinna undirvinnuna svo áferð- in verði sem fallegust. Kristjana Rúnars förðunarfræðingur setti silkidropana, LA BASE PRO frá Lancôme, áður en farðinn er bor- inn á húðina. Droparnir fylla upp í allar ójöfnur svo línur og hrukkur hverfa auk þess sem húðin helst mött. Svo setti hún lítið magn af farðanum á handarbakið, nudd- aði vel inn í förðunar- burstann og strauk með burstanum yfir andlitið þannig að áferðin yrði jöfn. Svo púðraði hún yfir með Pou- dre Majeur- púðrinu. Þá farðaði hún augun og lagði áherslu á innri augnkrókinn og hafði litinn ljósari við ytri augnkrókinn. Gott er að setja aðeins af maskaranum á augnhárin, það hjálpar til við að ákvarða styrk augnförðunarinnar. Þetta lét augun virðast opnari og stærri. Því næst setti hún ljósa lit- inn á miðju augnlokanna og dró þau út og blandaði litinn í átt að gagnauganu. Svo setti hún Trac- eur Design eye-liner sem opnar augun enn frekar. Til að toppa augnförðunina setti hún maskara á augnhárin til að gera þau löng, þétt og fögur. Kinnalit- urinn er mikilvægur og Kristjana mótaði andlitið með honum og dúppaði örlitlu glossi á varirnar. Punkturinn yfir i-ið er að blanda vara- litnum og L.U.C.I.- glossi saman og leggja áherslu á miðju varanna. Þá eykst ummál varanna, þær verða þrýstnari og fallegri. martamaria@ Sumarævintýri í andlitinu Förðun: Kristjana Rúnars. Förðunarsérfræðingur Lancôme Hárgreiðsla: Hermann Óli Ólafsson Módel: Íris Hrund Þorsteinsdóttir 1. L.U.C.I. eye-lingerinn, Traceur Design, fær augun til að tindra. 2. Silkidroparnir, LA BASE PRO, frá Lancôme gefa húðinni fallegan blæ. 3. Það stirnir á glossið númer 024. 4. Farðinn frá Lancôme gefur fallega áferð. 5. Mest seldi varaliturinn frá Lancôme er númer 004. Honum er blandað saman við gloss til að fá alvöru perluáferð. 6. L.U.C.I.-gloss setur punktinn yfir i-ið. Vorförðun 2008 1 2 3 4 5 6 frunsuplástur! www.compeed.com Compeed frunsuplásturinn er nýjung með Nanocolloid – 075 sem er vísindalega staðfest að veiti þægilegan og skjótan bata 12 • FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.