Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 74
42 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > LOHAN FÆKKAR FÖTUM Hollywood-stjarnan Lindsay Lohan ætlar að fækka fötum í nýrri kvik- mynd. Með þessu vill hún láta taka sig alvarlega sem leikkonu. Framleiðendur myndarinnar Florence vildu að Lindsay kæmi fram berbrjósta í myndinni. Það kom þeim mikið á óvart þegar hún sagðist tilbúin að koma al- gjörlega nakin fram. Sigríður Melrós Ólafsdóttir myndlistarkona sýnir verk sín á tveimur stöðum. Í Lista- safni Árnesinga er að finna myndir hennar af föngum á Litla-Hrauni, en í Listasafni Reykjanesbæjar er súludans- mærin Lísa í brennidepli. „Þetta er allt raunverulegt fólk,“ útskýrir Sigríður Melrós, sem tekur þátt í tveimur sýningum þessa dag- ana. Í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði má sjá afrakstur heimsóknar hennar á Litla-Hraun fyrir um ári síðan. „Ég byrjaði á því verkefni vegna sýningar sem ég tók þátt í í fyrra. Hún hét indigo, og það er dimmasti litur litrófsins. Ég fór að reyna að finna einhvern flöt á þessu dimma, nóttinni og fjarlægðinni, og þá komu fangar upp í hugann,” útskýrir Sigríður, sem hélt því á Litla-Hraun. „Það var ofsalega gaman. Þeir tóku mjög vel á móti mér og voru alveg til í að vera fyrir- sætur fyrir mig. Ég myndaði þá í bak og fyrir og vann svo myndir, dúkristur og tréristur. Það eru alveg um tuttugu, þrjátíu fangar sem rata á sýninguna,” segir Sigríður. Fyrirsætur hennar af Litla-Hrauni hafa sýnt mikinn áhuga á gangi mála, og sumir hverjir beðið um boðskort á sýningar. „Ég hef ekki fylgst með því hvort þeir hafa komið á sýningar, en það eru eflaust einhverjir. Þeir fá einhver leyfi og svo sitja þeir ekki allir inni lengur.“ Sigríður vinnur gjarnan með þjóð- félagshópa, og þegar hún hafði sagt skilið við fanga á Litla-Hrauni lang- aði hana helst að taka fyrir konur í kvennafangelsi. „Þær voru hins vegar ekki eins áhugasamar og karl- arnir, svo þá þróaðist hugmyndin út í súludansmeyjar,“ útskýrir Sigríður. Hún segir það þó hafa reynst nokkuð erfitt að nálgast þann þjóðfélagshóp. „Ég fór á fund nokkurra dansmeyja, og þeim fannst þetta mjög framandi og skrýtið brölt á mér. Svo komst ég í samband við hana Lísu, súludansmey, indælis konu, og mér fannst hún svo áhugaverð að ég einbeitti mér bara að henni,“ segir hún. Lísa er reyndar dulnefni, þar sem súludansmærin vildi ekki láta nafns síns getið. Myndirnar af Lísu má sjá á sýn- ingunni Ljósmyndin, ímyndin, por- trettið, í Listasafni Reykjanesbæjar. Myndir af föngunum má hins vegar sjá í Listasafni Árnesinga, á sýning- unni Er okkar vænst? Leynilegt stefnumót í landslagi. Þar verður Sigríður Melrós með listamanna- spjall næstkomandi sunnudag klukk- an 15. Báðar sýningar standa til 4. maí. sunna@frettabladid.is Fangar og súludansarar á listsýningum VINNUR MEÐ ÞJÓÐFÉLAGSHÓPA Sigríður Melrós Ólafsdóttir fjallar gjarnan um þjóð- félagshópa og hefur upp á síðkastið unnið með föngum af Litla-Hrauni og súludans- mærinni Lísu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nýjasti diskur Sverris Bergmans, Bergmann, er væntanlegur í búðir eftir tvær vikur. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var það knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjóhnsen hjá Barcelona sem kostar gerð hans og að sögn Sverris fær hann haug af eintökum á allra næstu dögum fyrir ómakið. Og því ekki ólíklegt að rödd Sverris fái að hljóma á æfingasvæði stórliðsins Barce- lona þar sem snillingar á borð við Ronaldinho og Messi leika listir sínar. „Þeir eru nú alltaf með einhverja tónlist í eyrunum fyrir leiki sína og það eru þarna eitt eða tvö lög sem gætu komið þeim í rétta gírinn,“ segir Sverrir, sem gerði sér þó engar háleitar vonir um að eftirspurnin yrði gríðarleg frá stórstjörnum katalónska knattspyrnuveldisins. „Kannski að maður fái bara áritað eintak til baka,“ bætir Sverrir við. En það er ekki bara plötuútgáfa sem á hug Sverris allan því hann hefur sett á laggirnar fyrirtæki til að halda utan um allt sitt hafurtask, söng, tölvuleikja- umfjöllun í sjónvarpi og ekki síst dans. En unnustan Sigrún Blomsterberg er meðal fremstu dansara þjóðarinnar. Sverrir útilokaði ekki að þau skötuhjú gætu hrein- lega sett á laggirnar dansfyrirtæki enda er hann, að eigin sögn, alveg sæmi- lega fótafimur. - fgg Syngur Barcelona í stuð NÝJASTI DANSKENNAR- INN Sverrir Bergmann útilokar ekki að fara að kenna dans með unnustu sinni, Sigrúnu Blomsterberg. SÚLUDANSMÆRIN LÍSA Sigríð- ur segir þær súludansmeyjar sem hún hitti hafa verið efins um samvinnu, þangað til hún hitti Lísu. Í kvöld kl. 20 – Uppselt Sunnudaginn 13. apríl kl. 20 – Uppselt AUKASÝNING: Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20 MIÐAVERÐ: 1.000 KR. www.opera.is Niðurstöður úr kosningum meðal meðlima áhugamannasamtakanna OGAE, í hinum ýmsu löndum Evrópu, spýtast nú út. Í gegnum atkvæðagreiðslu raða liðsmenn Eurovision-lögum ársins í sæti, sam- kvæmt hinu hefðbundna Eurovision- kerfi. Vinsælasta lagið fær þannig 12 stig frá klúbbnum, það sem fær næst- flest atkvæði hlýtur 10 og þar fram eftir götunum. Átta OGAE-klúbbar hafa nú kynnt niðurstöður sínar, en þar hefur Charlotte Perelli frá Svíþjóð afger- andi forystu. Hún trónir á toppnum með 87 stig, en á hæla hennar fylgir Paolo Meneguzzi fyrir Sviss – eins og hann gerði þegar einungis Spánn og Belgía höfðu kynnt niðurstöður sínar. Sex af átta klúbb- um hafa gefið Perelli 12 stig, svo það er ekki nema von að hún hafi ágætis forskot. Eurobandinu og Íslandi hefur hins vegar vegnað alveg hreint ágætlega í áhugamannakosningunum enn sem komið er. Í flestum tilvikum hefur lagið This Is My Life hlotið stig eða verið mjög skammt frá því. Það vermir sem stendur 8. sæti með 27 stig, en enn eru 17 lög atkvæða- laus með öllu. Auk Svíþjóðar og Sviss skipa Armenía, Úkraína og Portúgal efstu fimm sætin á stigatöflunni. Ísland í 8. sæti í kosningu Eurovision GOTT GENGI Íslandi vegnar alveg hreint ágæt- lega í kosningum áhugamanna um Eurovision í Evrópu um bestu lögin, og vermir nú áttunda sætið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 42 DAGAR TIL STEFNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.