Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 62
30 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Dómstólar
Fjölmiðlar og stjórn-málamenn bæði vilja
og geta haft áhrif á skoð-
anir manna svo vera kann
að frásagnir og uppákom-
ur eins og lýst var í grein-
inni á undan hafi áhrif á
útkomu skoðanakannana.
Stór hluti almennings sér
hins vegar í gegnum venjulegan
áróður. Hitt held ég sé hugsanlega
réttara að það séu ákvarðanir
dómstóla um refsingar í líkams-
meiðinga- og kynferðisbrotamál-
um sem hér hafi mest áhrif.
Eiga dómarar þá að fara eftir
almenningsálitinu, geta þeir og
mega gera það? Hækka úrlausnir
þeirra þá í áliti og verða dómar-
arnir þjóðkunnir? Þegar litið er
yfir umfjöllun fjölmiðla um refsi-
ákvarðanir virðast þær því miður
verulega fljótfærnislegar. Flest-
um okkar hlýtur að finnast þessi
mál hörmuleg og þau eru mörg
hver mjög erfið í meðförum sér-
staklega fyrir aðila málsins en
einnig þá sem með þau fara.
Sakfelling og refsiákvörðun
Saksóknarar hleypa miklum hluta
þessara mála réttilega aldrei til
dómstólanna því sjálf meðferð
málsins reynir mikið á þolendur
þessara brota og niðurstaða sem
ekki er í samræmi við væntingar
hlýtur eðli málsins samkvæmt að
virka sem niðurlæging, þótt svo
eigi alls ekki að vera. Ástæðan
fyrir ákvörðun saksóknarans er
einfaldlega sú að hann sér ekki
horfur á að sönnun takist fyrir
sekt kærða. Í þeim málum sem
höfðuð eru tekst sönnunin hins
vegar oftast og mat saksóknar-
anna því að öllum líkindum í nokk-
uð góðu lagi.
Ljúki máli með sakfellingu er
komið að ákvörðun refsingar. Þótt
lagaákvæði séu um til hvers eigi
að líta við refsinguna, bæði um
rammann sem um hana gildir svo
og almenn ákvæði sem eiga við
um allar refsingar, er hún komin
undir nokkru mati dómara. Hér er
að mörgu að hyggja. Fyrst er til
þess að líta að ekki verður gerð
refsing fyrir annað og alvarlegra
brot en dómurinn telur sannað. Í
umfjöllun manna um þessi mál er
þess oft ekki gætt að þau eru mjög
mismunandi og virðist sem ýmsir
telji að sé brot sannað á annað
borð eigi að ákvarða
hámarksrefsingu. Æska
brotamanna, langur tími
frá broti og breyttar
aðstæður hans geta haft
áhrif á ákvörðun. Þá
verða líkamsmeiðingar
oft í átökum milli manna
og getur það einnig haft
áhrif til lækkunar. Þannig
er það ekki aðeins brotið
sjálft heldur einnig
aðstæður brotamanns
sem hafa áhrif á refsingu.
Í kynferðisafbrotamálum virka
sönnunarerfiðleikarnir oft á þann
hátt að þótt grunur sé um alvar-
legt brot sannast ekki nema mun
vægara brot. Kringumstæður
brota eru mjög mismunandi. Mis-
vægi var lengi milli lagaákvæða
þannig að brot, sem mörgum þótti
jafn alvarleg, höfðu misvíða refsi-
ramma. Séu refsingar við þessum
brotum hér á landi bornar saman
við refsingar í nágrannalöndunum
virðast þær á líku róli. Þess er þó
að gæta að ekkert refsilágmark
gildir t.d. í Danmörku um kynferð-
isafbrot og hámarkið er þar lægra
fylgi ekki alvarlegar líkamsmeið-
ingar afbrotinu. Þessi dönsku
ákvæði eru að mínu mati gegn-
særri og fullkomnari en hér gildir
en hafa ekki fengist samþykkt af
Alþingi. Ákvæðin hér gera það að
verkum að refsingar verða hér
þyngri fyrir vægustu brotin.
Fyrir algengustu brot af þessu
tagi virðist fullt samræmi við hin
Norðurlöndin en vilji menn deila á
dómarana ætti það helst að vera
að fyrir sum alvarlegustu brotin
sleppi menn of vel, sérstaklega
hafi menn orðið sekir um ofbeldis-
brot áður eða sé dæmt um fleiri
brot af sama toga í einu lagi.
Þyngsti dómur af þessu tagi mun
vera fangelsi í 12 ár. Var þar um
að ræða þrjú tilfelli í sama dómi.
Tæplega hefði hann þó átt að verða
mun strangari því lítill vandi er að
ímynda sér enn alvarlegra brot af
þessu tagi.
Ósamræmi í refsingum
Þegar refsingar eru ákveðnar eru
fyrri dómar mjög hafðir til hlið-
sjónar a.m.k. í Hæstarétti og þótt
engin mál séu eins má með saman-
burði draga nokkurn lærdóm af
fyrri málum. A.m.k. 10 -15 síðustu
árin hafa dómarar Hæstaréttar
leitast við að hækka viðurlög við
brotum í þessum málaflokkum.
Stafaði það upphaflega meðal ann-
ars af því að þeim þótti sem dregið
hefði úr refsingum fyrir algeng-
ustu brotin og væri hún ef til vill
orðin vægari en í nágrannalönd-
unum.
Það verður hins vegar að gæta
samræmis og fara ekki verr með
einn en annan sem framið hefur
líkt brot. Lögfræðingar virðast
hafa nokkuð misjöfn viðhorf til
þess hvernig haga eigi refsingum
og hafa hæstaréttardómarar ekki
alltaf verið sáttir við úrlausnir
sumra héraðsdómara. Hefur þeim
virst sem of mikils ósamræmis
gæti um refsiákvarðanir þeirra og
ekki sé tekið nægilegt tillit til for-
dæma Hæstaréttar. Þetta heyrir
samt til undantekninga.
Viðhorf byggð á misskilningi
Viðhorf almennings og fjölmiðla
til refsinga á þessum sviðum virð-
ast rýma illa við ákvarðanir dóm-
stóla. Má vera að það eigi ekki rót
sína að rekja eingöngu til þess að
almenningur taki ekki nægilegt
tillit til málavaxta og lagaákvæða
um viðurlagaákvarðanir við
umfjöllun um þessi brot heldur
hreinlega sé um að ræða misskiln-
ing um sjálfan grunn refsinga sem
ákveðnar eru af dómstólum.
Séu ádeilur fjölmiðlanna lesnar
virðist sem lagt sé mest upp úr
hefnd fyrir brotaþolann gagnvart
sakborningi meðan dómararnir
leggja í samræmi við norræna
lagahugsun aðallega áherslu á
þjóðfélagsleg varnaðaráhrif refs-
inga og hugsanlega endurreisn
sakborningsins svo hann haldi
ekki áfram brotum og geti nýst
þjóðfélaginu í framtíðinni. Aðal-
atriðið sé að mál hljóti afgreiðslu
og brotamaður komist ekki upp
með brot sitt án afleiðinga fyrir
hann. Refsitíminn skipti hins
vegar ekki eins miklu máli. Ríkir
þjóðfélagslegir hagsmunir séu
fyrir því að koma brotamanni á
rétta braut, svo hann gagnist þjóð-
félaginu, geti bætt fyrir brot sitt
og íþyngi ekki öðrum með hegðan
sinni.
Þótt það sé mannlegt og eðlilegt
að þolandi afbrots og aðstandend-
ur hans vilji loka brotamann inni
sem lengst er uppreisn þolandans
hins vegar frekar hugsuð með
bótum til hans. Fjölmiðlarnir
halda því að almenningi öðrum
viðhorfum en almennt liggja að
baki refsiákvörðunum. Má vera að
hér séu að einhverju leyti að verki
bandarísk áhrif eins og þau birtast
í kvikmyndum. Þess er ekki gætt
að bandarískt réttarkerfi byggir
um sumt á öðrum grunni og kvik-
myndir gefa ekki raunsanna
mynd. Má um þetta rita langt og
flókið mál en hér verður við þetta
staðnæmst.
Bætur til þolenda
Mér er auðvitað ljóst að flestum
finnast bætur, sem í þessu skyni
eru ákveðnar til þolandans of lágar
en þar ræður oftast að eingöngu er
um ófjárhagslegar bætur að ræða
og gögn til ákvörðunar þeirra af
skornum skammti. Þegar þessar
bætur eru bornar saman við bætur
á öðrum sviðum í fjölmiðlum og
hneykslast á samanburðinum er
þess oft ekki gætt að auðveldara
er í sumum öðrum málum að sýna
fram á að þolandinn hafi auk ófjár-
hagslegs tjóns orðið fyrir fjár-
hagslegu tjóni þótt hann geti ekki
sannað umfang þess.
Bætur taka þá einnig mið af
fjárhagslega tjóninu. Því eru fjöl-
miðlarnir ekki að bera saman sam-
anburðarhæfa hluti. Bætur fyrir
kynferðisafbrot mættu sjálfsagt
hækka að ósekju en þó er þess að
gæta að brotamenn virðast sjald-
an miklir borgunarmenn og inn-
heimta því erfið. Betra kann að
vera að innheimta einhverjar
bætur en engar og takmörk eru
fyrir því hversu háar bætur er
rétt að hið opinbera ábyrgist. Á
hið opinbera ekki frekar að lið-
sinna þolendum afbrota með
öðrum hætti?
Tilgangslítill samanburður
Samanburður milli mismunandi
brotasviða sést oft í fjölmiðlum og
má vera að það hafi einhverja þýð-
ingu um álit manna á refsiákvörð-
unum dómstóla. Almennt held ég
að slíkur samanburður sé til lítils.
Við sjáum því haldið fram að refsi-
ákvarðanir í líkamsmeiðinga- og
kynferðisafbrotamálum séu ekki í
neinu samræmi við refsiákvarð-
anir í fíkniefnamálum.
Hér er að ýmsu að hyggja. Refs-
ingar í fyrrnefnda brotafloknum
eru miðaðar við brot gegn ákveðn-
um einstaklingum meðan brot í
þeim síðari beinast að óskilgreind-
um fjölda einstaklinga og refsing-
arnar verða því liður í baráttu
gegn þjóðfélagslegu meini. Hvaða
tilgangi það þjónar að bera refs-
ingar í þessum brotaflokki saman
við aðra flokka er ekki alveg ljóst
ef vel er að gáð, þótt ekki sé
ástæða til að draga úr ömurleika
og alvarleika annarra brota og
afleiðinga þeirra fyrir þá einstakl-
inga sem fyrir þeim verða.
Þyngstu refsingar á Íslandi eru
einmitt dæmdar vegna morða, lík-
amsmeiðinga- og kynferðisafbrota
og fyrir alvarleg fíkniefnabrot.
Ég geri mér fulla grein fyrir að
orð mín hér að framan breyta tæp-
ast miklu um álit almennings um
refsiákvarðanir á þessu sviði en
þau gætu ef til vill orðið til þess að
einhverjir vönduðu umfjöllun sína
betur og huguðu einnig að hvað
sakfræðingar og refsiréttar-
sérfræðingar segja um þessar
refsiákvarðanir.
Höfundur er fyrrverandi hæsta-
réttardómari.
Traust á dómsvaldi í skoðanakönnunum II
HRAFN BRAGASON
Mér er auðvitað ljóst að flest-
um finnast bætur, sem í þessu
skyni eru ákveðnar til þol-
andans of lágar en þar ræður
oftast að eingöngu er um
ófjárhagslegar bætur að ræða
og gögn til ákvörðunar þeirra
af skornum skammti.
UMRÆÐAN
Skólamál
Ég er skólastjóri í sjálfstætt reknum
grunnskóla. Það merki-
lega við það er að það
eru afar fáir slíkir skólar
á Íslandi. Því velti ég því
mikið fyrir mér hvað það
þýðir að vera í slíku hlut-
verki þ.e. að vera hluti af
stórri heild en samt svo-
lítið utan við hana. Ég lít þó alltaf
á mitt starf og minn skóla sem
hluta af stóru myndinni. Sérkenni
skólans míns eru að hann er ekki
hverfisskóli og er ekki rekinn af
hinu opinbera eins og flestir aðrir
skólar. Annað sérkenni skólans
míns er sú stefna sem einkennir
allt kennslufyrirkomulag en það
er annað mál, slíkt sérkenni hafa
aðrir skólar líka. Skólar fara sem
betur fer sínar eigin leiðir, leiðir
sem sá mannauður sem í þeim
starfar hefur ákveðið að fylgja
eftir í starfi.
Hið fyrrnefnda sérkenni skól-
ans míns er umræðuefnið mitt. Að
starfa í sjálfstætt reknum skóla
þýðir í mínum huga fyrst og
fremst að öðlast tækifæri til að
fara sínar eigin leiðir óháð hinu
almenna kerfi. Í skólanum mínum
hef ég tækifæri til að skipuleggja
allt skólastarf út frá ákveðnum
leiðum sem fela í sér öðruvísi
kennslurými, öðruvísi kennslu-
hætti, öðruvísi nálgun á aga og
samskipti við börn og eiginlega
öðruvísi allt. Og það er
svo gaman!
Það er þannig að rekst-
ur skóla er samfélagsmál
og um það eru allir sam-
mála. Það þykja almenn
og viðurkennd mannrétt-
indi að öll börn hafi sömu
tækifæri til að stunda
nám og engum mismunað
í þeim efnum. Það er
okkar ákvörðun að hluti
af skattpeningunum
okkar fer í það að mennta
börnin okkar, svo einfalt er það.
Stjórnvöld í landinu ákvarða um
það fjármagn sem þurfa þykir í
skólastarf almennt og er farið
eftir ákveðnum lögum og reglum í
því sambandi – gott og vel.
Framlag sveitarfélaganna til
sjálfstætt starfandi skóla er svo
aftur annað ákvörðunarefni sem
hvert sveitarfélag um sig tekur
ákvörðun um en í lögum segir að
slíkir skólar skulu að lágmarki fá
75% framlag með hverju barni af
landsmeðaltali ef skólinn er með
færri börn en 200.
Túlkun sveitarfélaga er svo
aftur mismunandi þ.e. hvernig
þau skilgreina það sem felst í
þessum lágmarksgreiðslum og
þar liggur mikill vandi óleystur.
Því það fjármagn sem liggur fyrir
dugar ekki alla leið og það veit
hver maður að skólastarf er ekki
eitthvað til að græða á heldur
fyrst og fremst er það áhugi kenn-
ara og stjórnenda til að hafa áhrif
á samfélagið með því að bjóða upp
á fjölbreytilegt skólastarf.
Ég velti því fyrir mér hvort
vandinn geti legið í því hvernig
fólk lítur á fyrirbærið sjálfstætt
starfandi skóli. Í mínum huga
finnst mér að allt skólasamfélagið
eigi að vera í sama liðinu óháð
rekstrarfyrirkomulaginu. Mér
finnst líka að það ætti að teljast
þeim sveitarfélögum til tekna að
hafa ólík form á rekstri skóla innan
sinna raða. Að það sé eftirsóknar-
vert og sé litið þeim augum að um
sé að ræða fjölbreyttara starf sem
gefur enn meiri möguleika á að
skólakerfið bjóði valkosti til að ná
til allra barna og ekki síst vænt-
inga foreldra. Það hlýtur að vera
megin markmið okkar allra. Ég
myndi vilja sjá meiri samvinnu og
stuðning af hálfu sveitarfélaga í
garð sjálfstætt starfandi skóla þar
sem sá angi skólastarfsins er ekki
litinn hornauga eða litið á slíkt
framtak sem ógn við það sem fyrir
er því slíkt er ekki hugmyndin á
bak við það að starfa í sjálfstætt
starfandi skóla. Heldur miklu frek-
ar að hafa frelsi til að velja um það
umhverfi sem starfað er í.
Það hefur hingað til verið mikil-
vægt fyrir sveitarfélög að geta
boðið upp á fjölbreytilegt atvinnu-
líf þar sem rekstur ýmissa aðila
kemur að málum en fær að vera
með í heildarpakkanum. Það er sú
sýn sem ég myndi vilja sjá í hverju
því sveitarfélagi sem á annað borð
samþykkir sjálfstætt starfandi
skóla í túninu heima.
Höfundur er skólastjóri barnaskóla
Hjallastefnunnar í Hafnarfirði.
Að vera hluti af heildinni
SARA DÖGG
JÓNSDÓTTIR
Samgönguráð
Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin
Samgönguráðuneytið
Stefnumótun í samgöngum
Samgönguráð efnir til sjötta fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í sam-
göngum. Fundarefnið að þessu sinni er:
Samgöngur og byggðaþróun
Ferðavenjur sumarið 2007
– Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur, ráðgjafi hjá Land-ráði sf.
Fjárhagsstaða hafna/vandi landsbyggðarinnar
– Sveinn Agnarsson, hagfræðingur, Hagfræðistofnun HÍ
Flug og byggðaþróun
– Pétur Maack, fl ugmálastjóri
Búferlafl utningar og samgöngubætur á Íslandi 1986-2006
– Vífi ll Karlsson, hagfræðingur, dósent við Háskólann á Bifröst
Staðsetning íbúðarhúsnæðis og tengsl við verð á
Stór-höfuðborgarsvæðinu – Ásgeir Jónsson, hagfræðingur,
forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings
Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs
Fundurinn verður haldinn fi mmtudaginn 17. apríl 2008 kl. 14:30 – 17:00 á
Hótel Sögu Reykjavík í salnum Harvard II. Fundurinn verður jafnframt sýndur á
Veraldarvefnum á slóðinni: www.straumur.hotelsaga.is – að því búnu er
valið: Samgönguráð. Aðgangur er ókeypis. Væntanlegir þátttakendur eru
vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en
klukkan 12:00 þann 17. apríl 2008.