Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 82
50 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR UNDANKEPPNI EM 2010 1. styrkleikaflokkur: Ísland, Frakk- land, Þýskaland, Króatía, Spánn, Pól- land, Rússland. 2. styrkleikaflokkur: Slóvenía, Nor- egur, Ungverjaland, Svíþjóð, Serbía, Tékkland, Úkraína. 3. styrkleikaflokkur: Slóvakía, Sviss, Portúgal, Hvíta-Rússland, Rúmenía, Litháen, Makedónía. 4. styrkleikaflokkur: Grikkland, Bosnía, Lettland, Holland, Ísrael, Svart- fjallaland, Eistland. 5. styrkleikaflokkur: Finnland, Búlg- aría, Ítalía, Tyrkland, Belgía, Kýpur, Lúxemborg. 6. styrkleikaflokkur: Georgía, Molda- vía, Færeyjar. HANDBOLTI Eftir viku verður dregið í riðla fyrir EM í hand- bolta 2010 sem fram fer í Austurríki. Undankeppni EM er með talsvert breyttu sniði frá því sem áður var. Í stað umspilsleikja verður dregið í sjö riðla og spilað heima og heiman líkt og fólk þekkir úr fótboltanum. Þrír riðlar verða með sex liðum og fjórir riðlar með fimm liðum. Tvö efstu lið í hverjum riðli komast síðan á EM. Frakkland, Þýskaland, Króatía og Spánn verða í fimm liða riðlum og Ísland þar af leiðandi í sex liða riðli. Ísland er engu að síður í efsta styrkleikaflokki ásamt sex öðrum þjóðum og sleppur því við að mæta flestum af bestu liðum álfunnar. Austurríki og Danmörk taka ekki þátt í undankeppninni. Austurríki fær þáttökurétt sem gestgjafi en Danmörk er núver- andi Evrópumeistari. - hbg EM í handbolta: Ísland í efsta styrkleikaflokki Í EFSTA STYRKLEIKAFLOKKI Ísland og Spánn eru bæði í fyrsta styrkleikaflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Markverð- inum Árna Gaut Arasyni líkar lífið í Suður-Afríku en hann spilar sinn fyrsta deildarleik með Thanda Royal Zulu um helgina. Hann hefur þó ekkert ákveðið hvað hann gerir þegar tímabilinu lýkur í lok maí. Árni Gautur yfirgaf norska félagið Vålerenga í lok nóvember á síðasta ári og var þá í kjölfarið orðaður við fjölmörg félög í efstu deildunum á Norður- löndum en ákvað hins vegar skrifa undir skammtímasamning til loka maí við Thanda Royal Zulu, sem leikur í úrvalsdeildinni í Suður- Afríku. Bróðir Eriksson er aðstoðarþjálfari liðsins „Umboðsmaðurinn Ólafur Garðarsson lét mig vita af þessu dæmi en hann var í sambandi við sænskan umboðsmann sem þekkir til sænskra eigenda Thanda Royal Zulu. Johan Eriksson, bróðir Sven-Göran Eriksson stjóra Manchester City, er aðstoðarþjálfari liðsins og hugmyndin er held ég sú að Thanda Royal Zulu verði að hluta til eins konar uppeldisfélag fyrir City í framtíðinni,“ sagði Árni Gautur en honum líst vel á aðstæður hjá félaginu. „Þetta hefur allt verið til fyrirmyndar hingað til hjá Thanda Royal Zulu og ég er búinn að leika tvo æfingarleiki sem hafa báðir unnist og mér líður í þokkabót bara mjög vel í Durban, sem er skemmtileg ferðamannaborg með strönd og öllu tilheyrandi,“ sagði Árni Gautur, sem er samningsbundinn liðinu út keppnis- tímabilið í ár og er ekki búinn að ákveða hvað hann gerir í framhald- inu. Óvissa með framhaldið „Það eru sjö leikir eftir af tímabilinu í Suður-Afríku og Thanda Royal Zulu er sem stendur í fjórtánda sæti af sextán liðum, en eitt lið fellur beint úr deildinni og næsta lið þar fyrir ofan fer í umspil. Markmiðið hjá félaginu er að bjarga sér frá falli og stefna svo hærra á næsta ári. Ég ætla að sjá til hvernig þetta gengur í ár og halda möguleikum mínum opnum,“ sagði Árni Gautur, sem stefnir á að leika áfram erlendis þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann muni snúa aftur til ÍA næsta sumar. „Maður getur náttúrlega aldrei útilokað neitt en fyrsti kostur hjá mér er að leika áfram erlendis og hvort það verður í Suður- Afríku eða ekki kemur í ljós,“ sagði Árni Gautur, sem gefur enn kost á sér í íslenska landsliðið. „Málið var náttúrlega að ég myndi finna mér lið og byrja að spila reglulega aftur og núna er ekkert til fyrirstöðu með það að gera og ég gef því kost á mér í landsliðið,“ sagði Árni Gautur að lokum. omar@frettabladid.is Skemmtileg ferðamannaborg með strönd og öllu tilheyrandi Árni Gautur Arason kann vel við sig hjá Thanda Royal Zulu í Durban í Suður-Afríku og vonast til þess að leggja sitt af mörkum til þess að bjarga félaginu frá falli. Hann er samningsbundinn þar til loka maí og stefnir á að spila áfram erlendis en kveður allt óráðið eftir það. Hann gefur enn kost á sér í landsliðið. ÁNÆGÐUR Árni Gautur Arason er ánægður með ákvörðun sína að spila með Thanda Royal Zulu í úrvalsdeildinni í Suður-Afríku og útilokar ekki að taka annað tímabil með félaginu. Núverandi samningur hans rennur út í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FERILL ÁRNA GAUTS 1994-96 ÍA 1997 Stjarnan 1998-2003 Rosenborg (Noregur) 2004 Manchester City (England) 2004-2007 Vålerenga (Noregur) 2008-? Thanda Royal Zulu (S-Afríka) SÍÐASTI LANDSLEIKURINN Árni Gautur hefur ekkert spilað með landsliðinu síðan í tapinu gegn Dönum á Parken. FRÉTTABLAÐIÐ/NYHEDSAVISEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.