Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 54
díana mist bland í gær og á morgun ... Fimmtudagur 3. apríl: Ég vaknaði fimmta morg- uninn í röð með pakka- lausa manninn mér við hlið, ákvað á þeirri stundu að þetta væri að verða of alvarlegt. Stökk þar af leiðandi á það þegar vinkona mín hringdi í mig og bauð mér í opnunarpartí- ið á Óliver enda nóg komið af kúrukvöldum í sófan- um heima. Á Óliver var góð stemningin og allt partíkrádið í Reykjavík mætt. Þar var Arnar Gauti, lögmaðurinn Sveinn Andri, Ragnheiður Guðfinna og stjörnulögmennirnir Oddgeir Einarsson og Grímur Sigurðsson hjá Opus. Yfirhnakkinn Ásgeir Kolbeins var löðrandi brúnn og hress, Anna Karen á Remax, Auddi, Logi Bergmann og Jón Ólafsson. Endaði á barnum í drykkjuleik við unga herramenn sem endaði með ósköpum. Ég missti tökin og sendi pakkalausa manninum blóðugt sms á leiðinni heim: Ég er ekki til- búin í samband, Góða nótt. Föstudagur 4. apríl: Vaknaði á bömmer aldarinnar á vígvellinum með sím- ann mér við hlið sem minnti mig á bardaga nætur- innar. Hann hafði ekki svarað mér. Fór heim til særða hermannsins og gerði að sárum hans. Baugótt, þrútin, þunn og óplokkuð stakk ég upp á því að við hittumst á bar um kvöldið. Ég get ekki átt sófakærasta. Við ákváðum að hitt- ast á Boston. Þar var leikstjórinn Dagur Kári og Stefán Svan, versl- unarstjóri í KronKron, og fullt af einhverju leikaraliði. Ég var aftur frekar upptekin af því að vera risin upp úr sóf- anum með elskhugann mér við hlið. Við fórum síðan snemma heim og þá fyrst fann ég hvernig para-ná- lyktin sveif yfir vötnum. Laugardagur 5. apríl: Vaknaði við það að maðurinn var að gera pönnu- kökur. Hann stóð sykursætur við eldavélina á nær- buxunum í eldhúsinu mínu, syngjandi sæll og ham- ingjusamur. Mér leið eins og ég væri stödd í minni verstu mar- tröð, pakkanum. Sagði honum að ég væri eitthvað slöpp og lystarlaus og þyrfti að hvíla mig ein. Ég hafði varla sleppt orð- inu þegar hann kyssti mig og bauðst til að elda fyrir mig í kvöld. Hvað er þetta með karl- menn, geta þeir aldrei slappað af? Eyddi það sem eftir lifði dags í þung- lyndi, hringdi í hann um kvöldið og sagðist ekki geta hitt hann. Veit ekki hvað ég á að gera. HELGIN 11.-13. APRÍL Bíódagar Græna ljóssins verða haldnir í Regnboganum 11.-24. apríl þar sem sérvaldar kvikmynd- ir frá öllum heimshornum verða frumsýndar. Kvikmyndaveisla sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af. 13. APRÍL Kanadíski listamaðurinn Rufus Wainwright heldur tónleika í Háskólabíó á sunnudags- kvöldið kl. 20. Fullkominn endir á helginni. Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikari og þáttastjórnandi Orkudrykkir. Góðir fyrir taugakerfið og virka vel með pillum. Draumafangari. Fangar fallega drauma og tortímir hinum. Söngvamyndir. Þær eru svo hressandi. Handlangarinn á heimilinu er nauðsynlegur. Segir sig svolítið sjálft, frekar þægilegt apparat. Bókin. „The Classical ICD-10 Classification of mental and behavioural disorders.“ Lífsnauðsynleg ef maður vill fræðast meira um sjálfan sig, fjölskyldumeðlimi og vini. Alls konar pillur. Það getur verið mjög gott að borða pillur. Ég get ekki verið án majoness, gott með öllum mat eða bara eintómt. Klósettpappír. Mjög gott að eiga svoleiðis. Þarf eitthvað að segja meir? TOPP 10 Prótíndrykkir. Svo maður verði massað- ur, hentugir í öll mál. Gott með majonesi og pillum. Lyklar. Það v eit- ir manni öry ggis- tilfinningu a ð ganga með lykla á sér. Muna allt- af eftir lyklu m, það er gott trix. Skólavörðustíg 20 Sími 5615910 ÚTSÖLUMARKAÐUR HEFST Í DAG KL.10.00 AÐ HVERAFOLD 1-3 NEÐRI HÆÐ 14 • FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.