Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 49
BORGIN: Dublin á Írlandi. Þar bjó ég í hálft ár fyrir rúmlega áratug, afgreiddi á pitsustað á Temple Bar, spilaði brúðar marsa í kaþólskum kirkjum um helgar og drakk í mig tónlistarsenuna á kvöldin. MORGUNMATURINN: Ég hafði ekki náð þeim þroska að átta mig á gildi þess að borða staðgóðan morgunmat á þessum árum og segi því pass. SKYNDIBITINN: Írar segja gjarnan að Guinness sé bæði matur og drykkur. And very good for your health. UPPÁHALDSVERSLUN: Ég fór mikið í bókabúð sem heitir The Winding Stair. Hún er á mörgum hæðum og eins og nafnið gefur til kynna, með kræklóttum stigum á milli þeirra. Á the Winding Stair er hægt að kaupa notaðar og nýjar bækur og líka hefðbundinn írskan mat. Búðin er rétt við the Ha´Penny Bridge. LÍKAMSRÆKTIN: Til að sameina hreyf- ingu og skemmtan er best að skella sér á Literary Pub Crawl, eða „bókmennta- legt pöbbarölt“ í fylgd með tveimur leik- urum sem þræða gömlu pöbbana og segja sögu gömlu skáldanna, James Joyce, Brendan Behan, Oscar Wilde, George Bernhard Shaw og Samuel Beckett. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Mermaid Cafe á Dame Street. Frábær matur og húmorísk afgreiðsla. Í fyrsta sinn sem ég fór þangað var ég spurð í anddyrinu hvort ég kysi „active or passive smoking“. Reyk eða reyklaust! Dæmigerður írskur húmor, ískaldur og sótsvartur. BEST VIÐ BORGINA: Heimamenn. Ákaflega líkir Íslendingum sem eru auðvitað hreinrækt- aðir Keltar. Sagnahefð- ina, húmorinn og kraft- inn eigum við sameig- inlegan. Gömlu krárnar eru dýrðlegar og heita nöfnum eins og The Foggy Dew og The Flowing Tide. Temple Bar er skemmtilegt svæði og svo verð- ur fólk að kíkja í Trinity-háskól- ann sem er í hjarta mið- bæjarins. Þar verður fólk að skoða The Long Room og endurupp- lifa þá frábæru bíó- mynd Educating Rita. Molly Malone er svo á Grafton Street með föt- urnar sínar fullar af kræklingum, ég bið að heilsa henni ef einhver á leið um. B O borgin mín DUBLIN ODDNÝ STURLUDÓTTIR borgarfulltrúi enn þá fyrir vestan. Þegar hún var 16 ára flutti hún á brott til að fara í menntaskóla. „Á Hólmavík fékk ég þessa þrá að skoða heim- inn og upplifa eitthvað meira og kannski valdi ég Ástralíu því það var eiginlega ekki hægt að kom- ast neitt lengra en þangað. Pabbi minn sagði við mig þegar ég var lítil að ég ætti ekki bara að lesa um dýrin í Afríku, ég ætti að fara að sjá þau,“ segir hún og viðurkenn- ir að þessi orð hafi mótað lífsmót hennar síðar á lífsleiðinni. „Þegar ég var 18 ára þótti djarft að fara til Ástralíu, en þetta var það eina sem mig langaði,“ segir hún og brosir. Ástralía hitti hana beint í hjartastað og eftir árs- dvöl sem skiptinemi dreif hún sig heim til að klára menntaskólann svo hún kæmist út fljótlega aftur. Eftir að Marín kom heim leið ekki á löngu þar til hún kynntist mann- inum sínum og á mettíma náði hún að smita hann af Ástralíu- dellunni. „Eitt af því fyrsta sem við gerðum eftir að við urðum par var að safna inn á reikn- ing fyrir Ástralíuferð. Þegar við vorum búin að safna nógu miklu fórum við í þriggja mánaða ferða- lag til Ástralíu og Asíu.“ Nokkr- um árum síðar héldu þau enn á ný til Ástralíu til að fara í nám en þar dvöldu þau til sumars 2004. Meðan á námsárunum stóð próf- aði hún ótrúlegustu hluti og var sífellt að reyna að toppa sjálfa sig. „Ég setti mér alls konar áskoran- ir. Ég lærði til dæmis að kafa. Það var mjög stórt skref fyrir mig því ég hef alltaf verið svo hrædd við sjóinn. Í dag er ég dolfallinn kaf- ari. Ég hef reyndar ekkert kafað síðan ég kom heim en það er ekki vegna áhugaleysis heldur tíma- skorts.“ Á sama tíma fékk Marín þá flugu í hausinn að það væri gaman að taka þátt í Sydney-maraþoninu og í framhaldinu fór hún að æfa sig. „Ég var byrjuð að hlaupa svo- lítið, en ekkert markvisst. Svo fór ég að fara út að hlaupa með einum skólafélaga mínum og við ákváðum að gera alvöru úr þessu og fórum að æfa okkur fyrir maraþon. Við byrjuðum á Syd- ney-maraþoninu sem er eitt erf- iðasta maraþon í heimi því seinni hluti þess er eiginlega allur upp á við. Ég vissi ekkert að þetta væri svona, skoðaði slóðina á korti og sá einhverjar brýr en fattaði ekki að þetta væri uppi á hæðinni. Þetta var ansi erfitt hlaup. Seinna maraþonið sem ég hljóp var í Brisbane og það var ekkert mál því það var alveg flatt.“ Hún seg- ist hafa verið í hálft ár að þjálfa sig upp fyrir maraþonið. „Í dag finnst mér mjög mik- ilvægt að hlaupa, þó ekki bara vegna hreyfingarinnar, heldur til að fá að vera ein með sjálfri mér með tónlist í eyrunum. Ég fer oft út að hlaupa á morgnana og á meðan ég hleyp skipulegg ég dag- inn.“ Spurð að því hvað framtíðin beri í skauti sér segist hún vera full bjartsýni þrátt fyrir bölsýnis- tal í efnahagsmálum. „Við eigum eftir að framkvæma fullt af hlut- um og þótt menn tali mikið um kreppu þessa dagana þá segi ég að það sé enn þá mikilvægara núna að fyrirtæki hugsi um starfsfólk- ið og kúnnana. Það er fullt af stór- um verkefnum fram undan eins og 100 ára afmæli Hafnarfjarðar- bæjar sem við sjáum um og und- irbúum og svo eru margir erlend- ir hópar að koma til landsins á okkar vegum. Við finnum því ekki fyrir neinni kreppu eins og er. Ég trúi því líka að þegar einar dyr lokist opnist aðrar í staðinn.“ martamaria@365.is m 11. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR • 9 WWW.ESCADA.COM T H E N E W S U M M E R H I T F R A G R A N C E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.