Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 64
32 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Tíu ára afmæli Atlantsskipa verður haldið hátíðlegt í vöruskemmu fyrir- tækisins 16. maí næstkomandi. „Þessi dagsetning var einfaldlega valin með vorið í huga,“ útskýrir Birgir Örn Birgis son, markaðstjóri fyrirtækisins. Atlantsskip hafa árlega haldið upp á afmælið sitt í apríl eða maí en í ár verða veisluhöldin öllu veglegri. „ Við ætlum að halda svokallað kúnnapartí þar sem samstarfsaðilar okkar erlend- is og viðskiptavinir koma og fagna með okkur. Þetta verður skemmtileg veisla með veitingum og tónlistaratr- iðum,“ útskýrir Birgir. Enn er verið að skipuleggja daginn og þar sem Eurovison verður haldið á svipuðum tíma kæmi vel til greina að vera með þannig þema í veislunni. Stór hópur fólks kemur hingað til lands til að fagna þessum tímamótum Atlantsskipa, starfsfólk samstarfsfyr- irtækja frá Kína, Bandaríkjunum og víðs vegar frá Evrópu. Saga Atlantsskipa hófst árið 1998 þegar Atlantsskip og systurfélag þess í Bandaríkjunum, Trans Atlant- ic Lines, gerðu samning við flutninga- deild Bandaríkjahers um alla flutn- inga Varnarliðsins milli Bandaríkj- anna og Íslands. Þjónustuframboð fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt. Evrópulína fyrirtækisins varð til fjórum árum eftir stofnun þess. Fyr- irtækið býður nú upp á vikulegar sigl- ingar til og frá Evrópu. Í lok árs 2005 hófu Atlantsskip að bjóða upp á dag- legar flugsendingar frá öllum heims- hornum. Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti frá upphafi. Í dag eru starfs- menn Atlantsskipa um sextíu talsins. Þó að fyrirtækið sé í miklu alþjóðlegu samstarfi þá er það ekki með útibú í þeim löndum sem það þjónar. Það eru samstarfsaðilar þeirra erlendis sem vinna sem þjónustumiðstöð fyrir við- skiptavini Atlantsskipa erlendis. „Við flytjum fyrir fyrirtæki og einstakl- inga, eins og til dæmis námsmenn sem eru að flytja að utan,“ segir Birgir. Atlantsskip þjónar fyrirtækjum í inn- og útflutningi og mjög stór hópur við- skiptavina þeirra er hérlendis. klara@frettabladid.is ATLANTSSKIP: TÍU ÁR FRÁ STOFNUN Veisluhöld í vöruskemmu BIRGIR ÖRN BIRGISSON Markaðsstjóri Atlantsskipa stendur í ströngu að skipuleggja afmælis- hátíð fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JOSS STONE SÖNGKONA ER 21 ÁRS Í DAG „Fólk virðist gleyma því hvernig það er að vera ungur, hlutirnir sem ég syng um eru þeir sem ég er að upplifa í fyrsta sinn.“ Joss Stone er bresk og syngur aðallega R&B-tónlist. Hún sló fyrst í gegn árið 2003, aðeins átján ára gömul. Hún hefur unnið ein Grammy-verðlaun og tvenn BRIT-verðlaun. Þennan dag árið 1956 var ráð- ist á söngvarann Nat King Cole þar sem hann hélt tónleika í Birming- ham Alabama. Þrír hvítir menn, með- limir kynþáttahaturssamtakanna The North Alabama White Citizens, hlupu upp á svið þar sem Cole var að syngja og náðu að hrinda honum, þar sem hann sat við píanóið, niður á gólf. Mennirnir voru stöðvaðir fljót- lega en Cole meiddist í baki. Cole lauk ekki við tónleikana og spilaði aldrei aftur í Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir árásina. Nathaniel Adams Coles, best þekktur sem Nat King Cole, varð fyrst frægur sem djasspíanóleikari. Seinna fór hann út í söng og varð einn af vinsælustu og best þekktu söngvur- um allra tíma. Þegar hann var ekki að taka upp plötur og syngja á tónleikum lék hann í kvikmyndum, nokkrum stuttmyndum, skemmtiþáttum og öðru sjónvarpsefni. Cole var mikill reykingamaður og reykti stundum allt upp í þrjá pakka á dag. Hann hélt því fram að reykingar gerðu rödd hans djúpa og vegna þessa keðjureykti hann alltaf nokkrar sígarettur áður en hann tók upp lögin sín. Cole barðist við kynþáttahatur allt sitt líf. Hann neitaði alla tíð að spila á tónleikum þar sem svartir og hvítir voru skildir að. Árið 1965 lést hann úr lungnakrabbabeini á há- tindi ferilsins. ÞETTA GERÐIST: 11. APRÍL 1956 Ráðist á Nat King Cole á sviði MERKISATBURÐIR 1890 Ellis Island er gerð að inn- flytjendamiðstöð fyrir þær milljónir manna sem vilja setjast að í Bandaríkjunum. 1912 Konur í fiskverkun í Hafnar firði semja eftir meira en mánaðarverkfall. Verkfallið var fysta verkfall íslenskra kvenna og einn- ig fyrsta skipulagða verk- fallið á Íslandi. 1921 Fyrsta íþróttaútsendingin í útvarpi. 1959 Rannveig Þorsteinsdóttir lögfræðingur öðlast fyrst íslenskra kvenna rétt til að flytja mál fyrir Hæstarétti. 1970 Minkarækt hefst að nýju á Íslandi. 1979 Einræðisherra Úganda, Idi Amin, steypt af stóli. Frænka mín, Margrét Þorbjörg Melleström lést í Stokkhólmi í Svíþjóð laugardaginn 23. febrúar. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd ættingja, Margrét Norland. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þórðar Þórðarsonar Skarðsbraut 5, Akranesi. Halla Þorsteinsdóttir Anna Þórðardóttir Kristján Sveinsson Gíslný Bára Þórðardóttir Halldór Júlíusson Þóra Þórðardóttir Helgi Helgason Rósa Þórðardóttir Sigurður Hauksson og afabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Vilhelmína Arngrímsdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Skúlaskeiði 18, lést þriðjudaginn 8. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurfljóð Erlendsdóttir Anna Erlendsdóttir Kristján J. Ásgeirsson Davið V. Erlendsson Vignir Erlendsson Inga Áróra Guðjónsdóttir Steinar R. Erlendsson Dagrún Erla Ólafsdóttir Arngrímur I. Erlendsson Erla M. Erlendsdóttir Ólafur Ö. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Agnes Árnadóttir Kópavogsbraut 1b, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 9. apríl. Árni Þórhallsson Amalía Þórhallsdóttir Ingibjörg Þórhallsdóttir Kristín S. Þórhallsdóttir Herdís Þórhallsdóttir Þorsteinn N. Ingvarsson Þórarinn Þórhallsson María R. Ólafsdóttir Lárus Þ. Þórhallsson Hildur E. J. Kolbeins Þórhildur Þórhallsdóttir Reynir Sturluson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, Hörður Bachmann Loftsson Hrafnistu í Reykjavík, áður Borgarholtsbraut 67, Kópavogi, lést sunnudaginn 6. apríl. Útförin fer fram í Áskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.30. Arnbjörg Davíðsdóttir Örn Harðarson Halla Mjöll Hallgrímsdóttir Þórhalla Harðardóttir Jóhanna Guðný Harðardóttir Sigurður Ingólfsson Ari Harðarson Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Margrét Finnbogadóttir Sævangi 26, Hafnarfirði, varð bráðkvödd á heimili sínu þriðjudaginn 8. apríl. Jarðarför verður auglýst síðar. Gylfi Jónasson Finnbogi Gylfason Svana Huld Linnet Jónas Gylfason Ingibjörg Valgeirsdóttir Gylfi Örn Gylfason Margrét Guðrúnardóttir Sölvi Þór Jónasson Kristján Flóki Finnbogason Hrafnhildur Kría Jónasdóttir Ylfa Finnbogadóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðlaugur Stefán Jakobsson Víðilundi 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. apríl kl. 13.30. Þorgerður K. Guðlaugsdóttir Valgerður J. Guðlaugsdóttir Kristján Davíðsson og afabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Pálína Guðmundsdóttir Birkimel 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 6. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 15.00. Kristín Björk Friðbertsdóttir Friðbert Friðbertsson Soffía Huld Friðbjarnardóttir Njáll Trausti Friðbertsson Guðrún Gyða Hauksdóttir Jóhann Grímur Friðbertsson Kristine Feldthus og ömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.