Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 28
28 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Eftir Magnús Stefánsson Umræða um Ísland og ESB hefur að mörgu leyti verið ómarkviss og að undanförnu markast af ástandi efnahags- mála. Ýmsar nefndir og starfs- hópar hafa fjallað um málið og skilað um það skýrslum, bæði á vegum opinberra aðila og ann- arra. Mikið af gögnum liggur því fyrir um málið. Kallað hefur verið eftir markvissari og efnis- legum umræðum um þessi mál, þar sem m.a. komi fram hvað hugsanleg aðild að ESB feli í sér í raun og veru. Svara þarf ákallinu og færa umræðuna á nýtt plan. Besta leiðin til þess er að ríkisstjórnin sjá til þess að samin verði samn- ingsmarkmið fyrir Ísland vegna hugsanlegra aðildarviðræðna við ESB. Að því verkefni komi stjórn- málaflokkarnir, aðilar vinnu- markaðar og fleiri, svo sem sveit- arfélögin. Samningsmarkmiðin verði kynnt efnislega og vel fyrir þjóðinni og í kjölfarið verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin taki afstöðu til þess hvort Ísland eigi að óska eftir aðildarviðræðum við ESB á grundvelli samningsmarkmið- anna eða ekki. Ef þjóðin segir nei þá liggur sú afstaða fyrir og umræðan um málin verður á þeim forsendum í kjölfarið. Vinna hefjist sem fyrst Verði niðurstaðan sú að þjóðin vilji að farið verði í aðildarvið- ræður á grundvelli samnings- markmiðanna, þá óski stjórnvöld eftir aðildarviðræðum við ESB. Þegar niðurstaða þeirra liggur fyrir í aðildarsamningi, verði hann lagður fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem þjóðin tekur endanlega afstöðu til þess hvort Ísland verði aðili að ESB á grundvelli aðildarsamningsins. Þannig verði það þjóðin sjálf sem tekur meiriháttar ákvarðan- ir í málinu. Það er brýnt að þessi vinna hefjist sem allra fyrst. Nýlega var skipuð nefnd með fulltrúum stjórnmálaflokkanna og aðila vinnumarkaðarins. Henni er ætlað að fjalla um og fara yfir þróun mála hjá Evrópu- sambandinu. Á fyrsta fundi nefndarinnar var henni gefin sú forskrift að hún eigi ekki að senda frá sér neinar tillögur. Með öðrum orðum er Evrópu- nefndinni ætlað að vera huggu- legur teklúbbur þar sem menn ræða málin án þess að komast að nokkurri niðurstöðu eða gefa stjórnvöld- um tillögur að því hvernig best sé að ráðast í umræðu og ákvarðanatöku um Evrópumál. Tvennt til viðbótar vekur athygli varðandi þessa nefnd, annars vegar það að sveitar- félögin eiga þar ekki fulltrúa og hitt að stjórnarflokkarnir ákváðu að hafa tvo for- menn yfir nefndinni! Þessi nefnd ætti að fá það hlutverk að gera tillögu um samningsmarkmiðin. Eðlilega eru skiptar skoðanir um margt sem varðar hugsanlega aðild Íslands að ESB. Þar má nefna nýtingu auðlinda hafsins, yfirráð og fiskveiðar í fiskveiðilögsögu Íslands. Það er mikilvægt að fyrir liggi hvernig við viljum að þeim málum verði háttað, ef til aðildarviðræðna við ESB kemur. Samnings- markmið hljóta m.a. að fela í sér kröfur Íslands í þeim efnum og þjóðin þarf að þekkja þau markmið. Svo er einnig um fjölmörg fleiri mál- efni. Tveir raunhæfir kostir Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um gjaldmiðilsmál og stöðu krónunnar. Æ fleiri hafa komið fram og lýst þeirri afstöðu að krónan sé of lítill og veikur gjaldmiðill og því þurfi að taka upp annan gjaldmiðil. Aðrir hafa nefnt hugmyndir um að taka upp aðra gjaldmiðla í stað krónunnar og þar með lýst þeirri skoðun að krónan sé ekki framtíðargjald- miðill okkar. Meðal hugmynda um aðra gjaldmiðla í stað krón- unnar er evra, norsk króna, svissneskur franki og jafnvel samstarf við hin Norðurlöndin um sameiginlega norræna krónu. Afstaða greinarhöfundar er sú að tveir kostir séu raunhæfir og skynsamlegir. Þegar rætt er um að taka upp annan gjaldmiðil í stað krónunn- ar verður að horfa áratugi fram í tímann og meta hagsmuni Íslands út frá því. Þessir tveir kostir eru annars vegar að halda krónunni eða taka upp evru. Sá kostur kallar hins vegar á að Ísland gangi í ESB og verði aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Þessi mikilvægu mál verður að ræða efnislega sam- hliða umfjöllun um samnings- markmið. Lýðræðisleg aðferð Greinarhöfundur hefur hér með ekki tekið þá afstöðu að Ísland eigi að ganga í ESB. Hins vegar bera stjórnmálamenn nútímans þá ábyrgð að fjalla um langtíma- hagsmuni þjóðarinnar og vinna að því að þeim verði sem best borgið, meðal annars er varðar Evrópusambandið. Það er mikilvægt að nálgast umræðu um þessi mál með opnum huga og á frjálslyndan hátt, því um einhverja mikilvæg- ustu framtíðarhagsmuni þjóðar- innar er að ræða. Það er lýðræðis- leg aðferð að fela þjóðinni að taka afstöðu til þess hvort óska á eftir viðræðum um hugsanlega aðild Íslands að ESB, að undan- genginni upplýstri umræðu um málið. Um það ættu allir að geta orðið sammála. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Þjóðin hafi síðasta orðið EVRÓPUSAMBANDIÐ – Hvað er til ráða? 1. Hverjir eru helstu kostir við Evrópusambandsaðild? 2. Hverjir eru helstu gallar við Evrópusambandsaðild? 3. Hvað er til ráða? 3.1. Á að hafna aðild umsvifalaust? 3.2. Á að bíða og sjá til? 3.3. Á að sækja um aðild umsvifalaust? 3.4. Á að gera efnahagslegar og stjórnskipulegar ráðstafanir með það að markmiði að taka ákvörðun af eða á um aðildarumsókn eftir tiltekinn tíma, til dæmis innan þriggja ára? Með öðrum orðum er Evrópunefndinni ætlað að vera huggu- legur teklúbbur þar sem menn ræða málin án þess að komast að nokkurri niðurstöðu... Þú getur valið um að taka þátt í átta ólíkum málstofum: &Þú ég&Akureyri! Íbúalýðræði Framsaga: Ágúst Þór Árnason Umræðustjóri: Margrét Guðjónsdóttir Mengun, umferð og lýðheilsa Framsaga: Pétur Halldórsson Umræðustjóri: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir Göngu- og hjólreiðastígar Framsaga: Guðmundur Haukur Sigurðarson Umræðustjóri: Inga Þöll Þórgnýsdóttir Lýðheilsa og skipulag Framsaga: Matthildur Elmarsdóttir Umræðustjóri: Karl Guðmundsson Hæglætisbær eða heimsborgarbragur? Framsaga: Hólmkell Hreinsson Umræðustjóri: Katrín Björg Ríkarðsdóttir Vistvernd í verki – allra hagur Framsaga: Stella Árnadóttir Umræðustjóri: Gunnar Gíslason Að eldast á Akureyri Framsaga: Sigrún Sveinbjörnsdóttir Umræðustjóri: Þórgnýr Dýrfjörð Akureyri – fjölskylduvænt samfélag Framsaga: Jan Eric Jessen Umræðustjóri: Sigríður Stefánsdóttir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, setur Lýðræðis- daginn kl. 13.00 með stuttu ávarpi og síðan hefst vinnan í málstofunum. Að þinginu loknu, upp úr kl. 16.00, mun María Sigurðardóttir, nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, sjá um að slíta samkomunni á viðeigandi hátt. Skorað er á Akureyringa að fjölmenna og taka þátt í líflegum umræðum um bæinn sinn. Lýðræðisdagurinn 2008 Staður: Brekkuskóli Tími: Laugardaginn 12. apríl kl. 13-17 Vilt þú breyta einhverju í bænum þínum? Býrðu yfir hugmyndum sem gætu orðið til góðs? Gerum íbúalýðræðið virkt og tökum öll þátt í Lýðræðis deginum 2008 sem haldinn verður í Brekkuskóla frá kl. 13.00-17.00 laugardaginn 12. apríl Taktu þátt í að skapa ennþá betri bæ! B AR NAP ÖSSUN KAFFIVEITI NG AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.