Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 68
36 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Hrafnkell Sigurðsson myndlist- armaður mun flytja fyrirlestur um list sína í Ketilhúsinu á Akur- eyri í dag kl 14.50. Dagskráin er hluti af „Fyrir- lestrum á vordögum“, sem eru fjórir fyrirlestrar um efni sem tengjast listum og menningu. Þeir eru skipulagðir af kennurum á listnámsbraut Verkmenntaskól- ans á Akureyri í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menn- ingarmiðstöðina í Grófargili. Hrafnkell Sigurðsson hlaut sjónlistarverðlaunin 2007 fyrir verk sitt Áhöfn og fyrir innsetn- inguna Athafnasvæði. Í verkum sínum fjallar Hrafn- kell um tengsl náttúru og manns. Þar spinnast saman þættir úr rómantík og módernisma sem á stundum vísa til „ritúala“. Hið skíra yfirbragð sem virkar í fyrstu fjarlægjandi gefur verk- unum nálægð. Hrafnkell var einn af stofnendum listframleiðslu- fyrirtækisins Oxsmá þar sem hann var rokksöngvari þar til starfsemin var lögð niður í kring- um 1985. Fyrirlesturinn stendur í um eina klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. - vþ Hrafnkell um list HRAFNKELL SIGURÐSSON Ræðir list sína í Ketilhúsinu í dag. Hinn heimskunni tékkneski píanóvirtúós Ivan Klánský heldur á morgun kl. 17 einleikstón- leika í tónleikaröðinni Tíbrá í Salnum. Á fyrri hluta efnisskrárinnar er án efa ein þekktasta píanósónata Beethovens, Tunglskinssónatan, auk síðustu píanósónötu þessa mikilfenglega tónskálds, Sónötu í c-moll op. 111. Á seinni hluta efnisskrárinnar eru eingöngu verk eftir Chopin, næturljóð, marsúrkar, Bátsöngur og Pólónesa. Ivan Klánský er jafnan talinn einn fremsti og virtasti píanóleikari Tékka. Hann nam við Tónlistarakademíuna í Prag og hefur unnið fjöldann allan af píanókeppnum og hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar. Strax á námsárunum í Prag var hann orðinn eftirsóttur einleikari og kammermúsíkant. Hann hefur leikið yfir fjögur þúsund tónleika í fjórum heimsálfum, en auk fyrirferðarmikils tónleikahalds er Ivan Klánský mjög eftirsóttur kennari. Hann er prófessor við Tónistarháskól- ann í Prag og Tónlistarakademíuna í Luzern í Sviss. Klánský gegnir þýðingarmiklu hlutverki í skipulagsmálum tónlistarlífsins í Tékklandi. Það sem skipar Ivan Klánský í röð fremstu listamanna heimsins er ekki bara fullkomið vald á hljóðfærinu hvað varðar tækni og tilfinningalega túlkun, heldur einstök snilligáfa sem gerir honum kleift að miðla verkum meistaranna á undraverðan hátt. Ivan Klánský er meðlimur í hinu heimskunna Guarneri-tríói. Það er ekki á hverjum degi sem píanó- leikarar á borð við Klánský stíga á íslenskt tónleikasvið og er því sannarlega um einstæðan listviðburð að ræða. Margir sáu eflaust kvikmyndina Óbærilegur léttleiki tilverunnar sem fór á sínum tíma sannkallaða sigurför um heiminn. Tónlistin í myndinni var eftir tékkneska tónskáldið Leoš Janácek, en til gamans má geta þess að píanóleikarinn var enginn annar en Ivan Klánský. - vþ Tékkneskur píanóleikari fyrir kvikmyndaunnendur LUDVIG VAN BEETHOVEN Tékkneski píanósnill- ingurinn Ivan Klánský leikur Tunglskinssónötu Beethovens í Salnum á morgun. Í dag hefst sala á sýningar í New York á nýju verki eftir Edward Albee. Verkið verður frumsýnt 5. júní á Signature-leikhúsinu í New York þar sem Albee hefur áður verið húshöfundur. Með elstu hlut- verk fara Mercedes Ruehl og Larry Bryggman. Verkið heitir Occupant og lýsir högum banda- ríska myndhöggvarans Louise Nevelson. Hún var fædd í Kænu- garði 1899 og lést í New York 1988. Hún kom til Bandaríkjanna 1905 og settist fjölskylda hennar að í Maine. Tvítug kvæntist hún og fluttist til New York og lagði fyrir sig listnám. Um þrítugt kynntist hún verkum Marcels Duchamp og Pablo Picasso. Hún ferðaðist um Evrópu 1930-31 og við heimkomu 1932 var hún aðstoðarmaður Diego Rivera. Ferill hennar hófst fyrir alvöru eftir það: hún vann högg- myndir, safnverk úr timbri og fundnum hlutum, lagði fyrir sig print og vann með terracotta-leir. Hún tók þátt í Feneyjatvíæringn- um 1962 og var á sjöunda áratugn- um í forystu listamanna vestan- hafs. Nú verður hún aftur í brennidepli í nýju leikverki Albee. Nýtt verk eftir Albee Sokkabandinu hefur verið boðið að fara með sýninguna sína Hér & Nú á leik- listarhátíðina í Tampere í Finnlandi, sem haldin verður dagana 4.-10. ágúst næstkomandi. Leiklistarhátíðin í Tamp- ere er elsta, stærsta og virtasta leiklist- arhátíðin á Norðurlöndum og býður upp á það helsta sem er að gerast í framsæknu finnsku og erlendu leikhúslífi á ári hverju. Á hátíðinni í ár verður lögð sérstök áhersla á norræna leiklist þar sem Norrænir leik- listardagar fara fram í Tampere á sama tíma. Hér & Nú er frumsaminn söngleikur sem var frumsýndur á Litla sviði Borgarleik- hússins í nóvember á síðasta ári. Sýningum lauk í lok janúar en leikhópnum var síðan boðið að sýna Hér & Nú á alþjóðlegu leiklist- arhátíðinni Lókal sem haldin var hér í Reykja- vík í mars. Forsvarsmenn leiklistarhátíðar- innar í Tampere sáu þar sýninguna og fékk leikhópurinn strax í kjölfarið boð um að sýna á hátíðinni. Hér & Nú samanstendur af uppistandi, stuttum leikþáttum, eintölum, leikjum, dansnúmerum og frumsömdum sönglögum. Efniviðurinn var tekinn úr heimi glans- tímarita eins og Séð & Heyrt, Hér & Nú og Vikunni sem og spjallþátta, bloggsíðna og annarra fjölmiðla sem hafa það að leiðarljósi að skemmta okkur Íslend- ingum með dramatískum lífsreynslu- sögum og fréttum af fræga fólkinu. Leikarar í sýningunni eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunn- arsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, María Heba Þorkelsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Frumsamin tónlist er eftir Hall Ingólfsson sem einnig leikur og spilar í sýningunni, leik- myndahönnuður er Kristján Björn Þórðarson og framkvæmdastjóri verkefnisins er Hera Ólafsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Páll Eyjólfsson. - vþ Hér & Nú á leiklistarhátíð í Tampere GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA Elma Lísa Gunnarsdóttir í hlutverki sínu í leikritinu Hér & Nú. Kl. 16.00 Útskriftartónleikar fiðluleikarans Guðnýjar Þóru Guðmundsdóttur úr tónlistarnámi við Listaháskóla Íslands fara fram í Salnum, Hamra- borg 6, í dag kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Mozart, Eugène Ysaÿe, Beethoven og Ernest Bloch. Tónleikarnir eru kjörið tækifæri til þess að skyggnast inn í framtíð íslensks tónlistarlífs. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. EDWARD ALBEE Orgelsnillingurinn Hannfried Lucke leikur á Klais-orgel Hall- grímskirkju á skemmtilegum org- eltónleikum fyrir alla fjölskylduna á morgun kl. 14. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð í tilefni af 15 ára afmæli Klais-orgelsins og eru sérstaklega fjölskylduvænir. Hann- fried Lucke, sem er prófessor í orgelleik við Mozarteum tónlistar- háskólann í Salzburg í Austurríki, er meðal þekktustu orgelleikara í dag og hefur lagt sérstaka rækt við spuna, tæknina að leika af fingrum fram. Á tónleikunum mun hann meðal annars leika umritanir þekktra verka eftir Mozart og Saint-Saëns og spuna þar sem hann notar barnasálma, íslensk þjóðlög, þekkt sálmalög eða einhverjar aðrar laglínur sem að honum verða réttar. Sunnudaginn 13. apríl leikur Hannfried Lucke síðan á tónleikum kl. 20 í Grindavíkurkirkju. Nýtt orgel var vígt í kirkjunni síðastliðið haust, smíðað af Björgvini Tómas- syni. Á efnisskránni mun Hann- fried Lucke velja saman verk sem sýna möguleika hins nýja orgels auk þess sem hann mun einnig leika af fingrum fram. - vþ Orgeltónlist fyrir alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.