Fréttablaðið - 13.04.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 13.04.2008, Síða 6
6 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR Ertu að leita þér að aukavinnu? SJÁVARÚTVEGSMÁL Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra og Freddy Numberi, sjávarútvegs- ráðherra Indónesíu, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu milli þjóð- anna um samstarf á sviði sjávar- útvegs. Indónesía er ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi en stjórnvöld glíma við fjölda vandamála. Þar- lend stjórnvöld leituðu til Íslend- inga um samstarf til að finna lausn- ir við stórfelldri rányrkju, lausn tæknivandamála og þróun sjálf- bærrar nýtingar auðlindarinnar. Í viðtali við Fréttablaðið lýsti Numberi þeim vandamálum sem helst þarf að leysa og þeim gríðar- legu hagsmunum sem landið hefur í því að nútímavæða útveg- inn. „Í Indónesíu hafa sex og hálf milljón manna atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarfangs. Á sama tíma eru sjóræningjaveiðar mikið vandamál og reiknum við með að tap landsins sé um þrír milljarðar dollara á ári hverju.“ Numberi leggur mikla áherslu á að kynna sér stjórnun veiða og vinnslu hér á landi en ekki síður nýtti hann tækifærið til að ræða við sérfræð- inga í hafrannsóknum og kynna sér fyrirkomulag landhelgis- gæslu. „Við vitum ekki hvert ástandið er á okkar helstu fiski- stofnum. Rányrkjan er svo gríðar- leg.“ Hann telur að sjóræningja- veiðarnar nemi um tveimur og hálfri milljón tonna, sem er marg- falt það magn sem veitt er á Íslandsmiðum árlega. Numberi heimsótti íslensk fyrir tæki og stofnanir þar sem ráðherrann og fylgdarlið öfluðu sér upplýsinga um íslenskan sjáv- arútveg og kynntu sér starfsemi tæknifyrirtækja í sjávarútvegi. Ráðherrann heimsótti einnig Sjávar útvegsskóla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna. „Við viljum senda okkar fólk til Íslands til að afla sér sérfræðiþekkingar. Sjávar útvegurinn í Indónesíu er vanþróaður og besta leiðin til að bæta þar úr er að hafa aðgang að fólki með góða menntun á þessu sviði. Við höfum miklar vænting- ar til samstarfs við Íslendinga, ekki síst í þessu samhengi.“ „Við bjóðum Íslendinga vel- komna til Indónesíu,“ segir Numb- eri. „Við fögnum fjárfestingu ann- arra ríkja í Indónesíu. Sérstaklega landa eins og Íslands sem virða þær leikreglur sem við setjum. Í okkar heimalandi eru miklir möguleikar fyrir þá sem kjósa að starfa með stjórnvöldum að því að byggja upp arðvænleg fyrirtæki í sjávarútvegi.“ svavar@frettabladid.is Vilji til samstarfs í sjávarútvegsmálum Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing á milli Íslands og Indónesíu um samstarf á sviði sjávarútvegs. Indónesar vilja nýta þekkingu Íslendinga til að þróa sjálf- bæran sjávarútveg og leysa vandamál við hafrannsóknir og landhelgisgæslu. FREDDY NUMBERI Sjávarútvegsráðherra Indónesíu segir mikil tækifæri í sjávarútvegi landsins. Vandamálin sem þurfi að leysa séu hins vegar stór og samstarf við Íslend- inga sé mikilvægt í því ljósi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UMFERÐ Rannsóknarnefnd umferðar- slysa leggur til að Reykjavíkurborg lækki hámarkshraða á Skeiðarvogi úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30. Unglingsstúlka slasaðist alvar- lega þegar bíl var ekið á hana þar sem hún var að fara yfir Skeiðar- voginn miðvikudagskvöldið 2. apríl síðastliðinn. Slysið er enn í skoðun en rannsóknarnefndin hefur þegar lagt til að hámarkshraðinn verði lækkaður og að bætt verði við girð- ingu á eyju milli akreina. Við Skeiðar vog standa bæði Vogaskóli og Menntaskólinn við Sund. Ágúst Mogensen, rannsóknar- stjóri hjá rannsóknarnefndinni, segir mikilvægt að ökumenn skilji hversu miklu muni fyrir gangandi vegfarendur að hraðinn sé minni. „Munurinn á líkindum banaslyss eykst margfalt ef hraði ökutækis er 50 kílómetrar á klukkustund samanborið við 30 kílómetra á klukkustund. Lægri hraði ökutækja dregur einnig úr líkindum þess að umferðarslys verði yfir höfuð.“ Að því er Ágúst segir hefur mikið dregið úr notkun endurskins- merkja. „Þetta gildir jafnt um börn og fullorðna og er það mjög miður þar sem ökumenn bera oft við að þeir hafi einfaldlega ekki séð þann sem gekk út á götuna.“ - gar Leggja til lægri hámarkshraða eftir að ekið var á stúlku og hún slasaðist illa: Of mikill hraði á Skeiðarvogi Á SLYSSTAÐ Keilan á miðri götu sýnir hvar ekið var á stúlkuna. Rannsóknarnefndin vill að girðingin á umferðareyjunni verði framlengd. MYND/RANNSÓKNARNEFND UMFERÐARSLYSA STJÓRNMÁL „Þingflokkur Samfylk- ingarinnar hafnar málinu eins og það lítur út. Síðan verða menn að finna lausn á þeim málum sem þarf að leysa, sérstaklega fjár- málum embættisins,“ sagði Lúð- vík Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, í gær. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á þriðjudaginn ætlar þingflokkur Samfylkingarinnar að hafna boðuðum breytingum Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra á löggæslumálum á Suður nesjum. Afstaða þing- flokksins stendur óhögguð. Breytingarnar sem Björn hefur boðað munu því ekki fara í gegn- um þingið að óbreyttu. Breytingarnar felast í því að embætti lögreglustjórans á Suður- nesjum verður brotið upp í núver- andi mynd. Tollgæsla fer undir fjármálaráðherra, yfirstjórn öryggismála vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli undir sam- gönguráðherra en lög- og landa- mæragæsla heyri undir dóms- málaráðuneytið. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, fund- aði með þingmönnum Suðurkjör- dæmis um fyrirhugaðar breytingar í gær. Þingmenn Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins, Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna lýstu sig alfarið mótfallna breyt- ingunum en þingmenn Sjálfstæðis- flokksins styðja þær, að undan- skildum Árna Johnsen. - mh Ekki sér fyrir endann á deilum um boðaðar löggæslubreytingar á Suðurnesjum: Afstaða þingflokks óhögguð KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Málefni löggæslunnar á Suðurnesjum eru enn í hnút. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slógust og brutu rúðu Lögregla var kvödd að Hótel Plaza við Aðalstræti í fyrrinótt eftir að slagsmál brutust út milli nokkurra manna. Einn slasaðist í andliti í átökum við annan og þurfti að leita á slysadeild. Þriðji maðurinn braut rúðu á hótelinu í hamaganginum. Bíll valt í Reykjahverfi Þrennt var flutt til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Húsavík á föstudag eftir bílveltu í Reykjahverfi. Meiðsli fólksins reyndust minni háttar en bifreiðin sem þau voru í er ónýt. LÖGREGLUFRÉTTIR Ánægja með girðingu Vegagerðin er nú að setja upp girðingar meðfram hringveginum þar sem hann liggur um Langadal í Húnavatnssýslu. Bæjarstjórn Blöndu- óss hefur fagnað þessu og skorað á Vegagerðina að halda verkinu áfram svo búfé komist ekki á veginn og skapi slysahættu. HÚNAVATNSSÝSLA FERÐAÞJÓNUSTA Gengið hefur verið frá styrkveitingum vegna mót vægisaðgerða ríkisstjórnar- innar á sviði ferðaþjónustu 2008- 2009. Voru 160 milljónir króna til úthlutunar og bárust 303 umsóknir. Alls hlutu 77 verkefni styrk. Hæstu styrkina hlutu Sögugarð- ur í Grundarfirði og Félag áhuga manna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar á Þingeyri, sex milljónir hvort. Við mat á umsóknum var meðal annars tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, fjölda tonna sem skerðast, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þau skapa. - shá Mótvægisaðgerðir: Styrkir til ferða- þjónustu veittir MANNRÉTTINDI Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hyggst ræða ástandið í Tíbet við kínverska ráðamenn. Ráðherra hélt til Kína í gær og endurgeld- ur með því heimsókn kínversks starfsbróður síns í fyrra. Tilgangur fararinnar er að treysta viðskiptatengsl ríkjanna. Óskað hefur verið eftir sérstökum fundi um mannrétt- indamál með aðstoðarutanríkis- ráðherra Kína. Þar hyggst Björgvin árétta þá afstöðu Íslendinga að það sé þjóðréttarleg skylda Kínverja að virða mann- réttindi í Tíbet. - kóp Viðskiptaráðherra í Kína: Ræðir um Tíbet við Kínverja BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Telur þú líklegt að fasteignaverð lækki um 30 prósent á næstu tveimur árum? Já 31,6% Nei 69,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Finnst þér dómurinn yfir Íslend- ingnum í Færeyjum of þungur? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.