Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 10
10 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Músarhjarta ríkisstjórnarinnar Í gær urðu þau tíðindi að bankastjórn Seðlabanka Íslands ákvað enn að hækka stýrivexti bankans. Þar með eru stýrivextir hér á landi orðnir þeir hæstu sem þekkjast hjá nokkru vestrænu ríki. Við ákvörðun sína hafði Seðlabankinn til hliðsjónar þær horfur að verðbólgan muni enn aukast á næstu mánuðum. Telur Seðlabankinn ekki unnt að ná verðbólgumarkmiðinu fyrr en síðari hluta árs 2010, ári síðar en bankinn spáði í nóvember sl. Við búum í dag við opið fjármálakerfi sem er nátengt erlendum fjármálamörkuðum og því má velta fyrir sér hvort með þessari ákvörðun hafi síðasti kaflinn í sögu íslensku krónunnar í óbreyttri mynd verið skrifaður. Óábyrg efnahagsstjórnun Í ríkisstjórnartíð okkar framsóknarmanna ríkti hér mikið góðæri sem sást m.a. í tugprósenta kaupmáttar- aukningu almennings. Allir vissu hins vegar að sá uppgangstími myndi ekki vara að eilífu. Í fyrrasumar gaf Seðlabankinn þannig út spá þar sem greint var frá versnandi verðbólguhorfum og líkum á gengislækkun íslensku krónunnar. Þá vöruðu margir við versnandi horfum á alþjóðlegum mörkuðum með tilheyrandi afleiðingum. Það var m.a. af þessum sökum sem við framsóknar- menn lögðum til mikla varfærni við síðustu fjárlaga- gerð. Ríkisstjórnin skellti skollaeyrum við þeim varnaðarorðum og jók útgjöld ríkissjóðs um 20% á milli ára. Í stað þess að hægja á og ná mjúkri lendingu til að undirbyggja taktinn fyrir næstu uppsveiflu voru skilaboðin þau að áfram skyldi keyrt á fullri ferð – sem óhjákvæmilega getur endað með harkalegum skelli. Afleiðingarnar eru nú að koma fram. Sökum hins alþjóðlega fjármálakerfis hefur vandi sem hófst í Bandaríkjunum einnig numið land hér á Íslandi. Fyrir vikið er aðgengi að lánsfé torsótt, krónan hefur fallið, verðbólga fer vaxandi og Seðlabankinn bregst við með hækkandi stýrivöxtum. Á meðan situr ríkisstjórnin hjá og segir pass – og er það aðgerðarleysi farið að vekja heimsathygli. Kjarkur ríkisstjórnarinnar er svo sannarlega ekki í takt við stærð stjórnarflokkanna. Búkurinn kann að vera stór en hjartað er líkt og í lítilli mús. Hvernig á að bregðast við? Mikilvægt er að bregðast hratt við svo hjól atvinnu- lífsins stöðvist ekki. Ríki og sveitarfélög þurfa að skapa rými til þess með því að gera með sér hagstjórnarsamning um að draga úr framkvæmdum um nokkurra mánaða skeið en vera tilbúin að gefa aftur í ef aðstæður breytast. Með því væri mögulegt að koma til móts við þarfir atvinnulífsins og heimilanna, til að mynda með því að fella niður stimpilgjöld ásamt því að lækka álögur á bensín og olíu tímabundið. Þetta þarf að gera í vel ígrunduðum áföngum sem taka mið af raunaðstæðum. Samhliða þarf að efla verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Þá er mikilvægt að ríkisvaldið geri samkomulag um lánalínu í erlendri mynt til þess að efla gjaldeyris- forða Seðlabankans og miðla gjaldeyri í gegnum fjármálakerfið til innlendra þarfa. Trúverðugleiki skiptir öllu Miklar blikur eru nú á lofti í efnahagsmál-um. Við erum nú að súpa seyðið af efnahags- legu ójafnvægi undanfarinna ára, þegar saman fóru miklar stóriðjuframkvæmdir, mikið inn- flæði ódýrs fjármagns og skattalækkanir. Lækkun skatta í miðri ofþenslu 2006 og 2007 verður óbrot- gjarn minnisvarði um þann algera skort á efna- hagslegri sýn, sem einkenndi síðustu ríkisstjórn. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokk- inn er hann trúr sinni vitlausu sýn á efnahags- málin, enda vill hann nú á sama tíma lækka vexti hratt og byggja tvö álver. Þótt við getum ekki glaðst yfir mörgu í efnahagsmálum þessa dagana er þó alla vega fagnaðarefni að Framsókn er ekki í aðstöðu til að hrinda þessari skelfingarstefnu í framkvæmd. Skuldadagar Yfirlýsingar Seðlabankans á fimmtudag hafa vakið nokkurn ugg, enda var þar dregin upp mjög dökk mynd af því aðlögunarferli sem framundan er. Auðvitað er mikilvægt allra hluta vegna að heimili og fyrirtæki sýni meira aðhald í útgjöldum á næstunni, en við verðum líka að gæta þess að draga ekki mátt úr fólki. Markaðurinn hafði greinilega búist við tilkynningum um viðbrögð Seðlabankans við lausafjárþurrð á mörkuðum, en þær létu á sér standa. Efnahagsvandinn sem við glímum við nú á sér margar orsakir. Við höfum keypt meira af erlendri vöru en við höfðum ráð á, vegna þess að gengi krónunnar var óeðlilega hátt. Því tókum við ódýr lán og keyptum erlenda neysluvöru – bíla, felli- hýsi eða hvaðeina. En verðmætasköpunin stóð ekki undir þessum kaupmætti og því er komið að skuldadögum. Skýr skilaboð Smæð gjaldmiðilsins er ein höfuðástæða þess hversu illa er nú komið í efnahagslífinu. En gjaldmiðillinn er líka sjálfstætt vandamál þegar kemur að lausn vandans. Eins og bent hefur verið á þarf peningamálastefna landsins að vera trúverðug, ef við eigum ekki að hætta á að missa aftur tök á gengi krónunnar. Í því felst að aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda verða að vera trúverðugar. Markaðurinn verður að trúa því og treysta að Seðlabankinn vinni með stjórnvöldum að lausn vandans. Þróun markaða á föstudag bendir til að þar skorti nokkuð á. Almenningur í landinu er nú skuldugri en nokkru sinni fyrr. Eftir fasteignalánasprengju undanfarinna ára er fjárhæð verðtryggðra lána heimilanna mun hærri nú sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum en nokkru sinni fyrr. Við eigum því öll gríðarlega mikið undir því að nú takist að hemja uppsveiflu verðbólgunnar. Þess vegna eru álversáform í Helguvík nú hefndargjöf til alls almennings. Síðast en ekki síst verðum við að kalla eftir að aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda dugi til að senda skýr skilaboð á markaðinn um aðgerðir sem duga til að endurheimta stjórn á ástandinu. BITBEIN Árni Páll Árnason spyr: Hvernig er unnt að lækka verðbólgu á Íslandi? VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ÁRNI PÁLL ÁRNASON Auglýsing um hækkun húsaleigubóta Athygli er vakin á hækkun húsaleigubóta frá 1. apríl samkvæmt breytingu á reglugerð um húsaleigubætur sem tekið hefur gildi og byggist á samkomulagi ríkisins og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Helstu breytingar eru þessar: • Grunnbætur húsaleigubóta fyrir hverja íbúð hækka úr 8.000 kr. í 13.500 kr. • Bætur vegna fyrsta barns hækka úr 7.000 kr. í 14.000 kr. • Bætur vegna annars barns hækka úr 6.000 kr. í 8.500 kr. • Hámark húsaleigubóta hækkar úr 31.000 kr. í 46.000 kr. Aðrar grunnfjárhæðir eru óbreyttar. Leigjendur eru hvattir til að kynna sér áhrif hækkunarinnar á rétt sinn til húsaleigubóta þar sem hún leiðir til þess að fl eiri leigjendur en áður munu eiga rétt til bóta. Upplýsingar er að fi nna á heimasíðu ráðuneytisins: www.felagsmalaraduneyti.is eða hjá því sveitarfélagi þar sem leigjandi á lögheimili en þangað eiga umsóknir um bætur að berast. Nýir umsækjendur þurfa að skila umsókn fyrir 15. apríl til að fá greiddar húsaleigubætur fyrir leigu aprílmánaðar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið H arkaleg gagnrýni hefur birst undanfarna sólar- hringa um stjórnendur Seðlabankans í kjölfar síðustu ákvarðana um stýrivexti. Bankinn er sagður ráðalaus. Ummæli forystumanna atvinnurekenda og hagfræð- inga í háskólasamfélaginu hafa tekið á sig persónu- legan svip. Minnt er á að bankinn er gamalt pólitískt hæli fyrir eldri heldrimenn úr stjórnmálaflokkunum og efast er víða um fag- lega hæfni stjórnenda bankans. Nú er að koma á daginn sem sjá mátti fyrir að umdeildur stjórnmálamaður eins og Davíð Oddsson er á engum tíma hentugur til starfa á þessum vettvangi. Hann er enn njörvaður niður í sína pólitísku sögu, sama hvaða vilja hann kann að hafa sjálfur til að hefja sig yfir þann þátt á ferli sínum. Sem er miður. Líklega er hollast að aðrir bankastjórar komi fram fyrir hönd bankans í þessu fárviðri sem nú stendur um íslenskt efnahagslíf. En lítt dugar að skjóta sendiboða válegra tíðinda: lækkun á hús- næðismarkaði var fyrirsjáanleg. Engin innistæða var fyrir því verðæði sem hljóp í þann markað fyrir fáum árum. Verðhækkanir á húsnæði voru órar, spanaðir upp af sölumönnum og hinni háska- legu lánastefnu Árna Magnússonar og félaga sem Sjálfstæðis- flokksformaðurinn varkári var ekki maður til að stoppa á sínum tíma. Spá Seðlabanka um halla á ríkissjóði er íhugunarverð: er ein- hver sú forsenda finnanleg í rekstri ríkisins sem réttlætir hækkun milli ára um tugi prósenta? Hvergi er dregið úr opinberum fram- kvæmdum og lítið hefur sést til niðurskurðar í opinberum rekstri. Þar eru menn á dúndrandi eyðslutrippi, þrátt fyrir margítrekaðar áskoranir um að dregið verði úr ríkisútgjöldum. Tveggja stafa verðbólgan sem blasir við á sér að hluta til skýr- ingar í hækkun á aðfluttum vörum: um allan heim eru menn að takast á við hækkun á hráefnum, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar. Er framleiðslan í landinu að aukast? Ekki verður það séð. Iðnað- ur hér er fjárþurfi, hátt gildi krónu veldur öllum útflutningsgrein- um erfiðleikum á erlendum mörkuðum og raunar blasir við hvaða atvinnurekstri sem er að hollara er að skrá fyrirtækin erlendis og reka útibú hér á landi. Sem er hægt í opnu kerfi Evrópu. Er almenningur að draga saman eyðsluna? Auðvitað verður að draga úr almennri eyðslu. Viðskiptahalli við útlönd er geigvæn- legur og honum er ekki snúið við nema með aukinni framleiðslu. Stjórnvöld hafa engin tæki til að draga úr almennri ofneyslu nema hugheilar óskir, hvað sem málpípa Vinstri grænna hvín. Eftir ofsaþenslu í byggingariðnaði er viðbúið að atvinnuleysi taki við: farandverkamenn munu hraða sér á önnur svæði Evrópu. Samdráttur mun skila smærri fyrirtækjum verkefnaskorti og fjár- hagsvanda. Eftirspurn í verktakavinnu mun hverfa snögglega. Öll þessi einkenni í spá Seðlabankans eru fyrirsjáanleg. Jafn- vel þótt þau komi úr munni Davíðs Oddssonar. Hinn raunverulegi framtíðarvandi íslensks samfélags er smæð myntkerfis okkar og markaðar. Og við honum er aðeins sú lausn að hverfa inn í mark- aðssamfélag Evrópu og aðlaga kerfi okkar evrusvæðinu til fulln- ustu. Það er pólitísk ákvörðun. Og á endanum liggur hún hjá kjós- endum en ekki piltum og stúlkum í flokksfélögum. Það brýtur á í Seðlabankanum. Skotnir sendiboðar PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Spámannlega vaxinn Ólafur Ragnar Grímsson forseti hélt ræðu á ráðstefnu í Andorra í vikunni. Þar fjallaði hann um tækifæri smærri ríkja í hagkerfi veraldar. Nýtti hann þar tækifærið og las upp úr ræðu sem hann hélt í Helsinki fyrir tveimur árum. Þar lýsti hann því hvernig sótt væri að Íslandi í alþjóðlegum fjöl- miðlum og af fyrirtækjum sem væru keppinautar Íslendinga. Og eins og segir í tilkynningu frá forsetaembætt- inu er sú lýsing: „Sláandi lík því sem hefði verið að gerast undanfarið.“ Spurning hvort Ólafur sé meiri spámaður í Helsinki en eigin föðurlandi? Lull en ekki valhopp „Tíminn er af skammti afar skornum, glasið fyllist fljótt af kornum,“ söng Stefán Hilmarsson sællar minningar. Það á við bæði um hið huglæga fyrir- bæri og dagblaðið Tímann. Jónas Kristjánsson hóf blaðamannsferil sinn á Tímanum, en heldur nú úti skemmtilegri heimasíðu. Þar segir hann nýlega frá tveimur helstu gang- tegundum íslenska hestsins til forna; lulli og valhoppi. Þær þyki ekki fínar en hafi eitt sinn gert austfirskum þingmönnum kleift að ríða til þings á Þingvöllum. Rétt er hjá Jónasi að eftirsjá er að gangtegundunum. Ein- hverjir þykjast þó hafa orðið varir við að sumir þingmenn hafi tileinkað sér lullið fullmikið, á kostnað valhoppsins. Eigi það bæði við austfirska og aðra þingmenn. Einn á póstlista? Og enn af blogginu. Einn af skemmti- legri bloggurum landsins er Hnakkus, sem bloggar á slóðinni hnakkus. blogspot.com. Sá fær vart frið fyrir kæfupósti, e. spam, frá Vinstri grænum og er honum ýmist boðið á ljóðakvöld á Akureyri eða stofnfund í Reykjanes- bæ. Þó kom þar að Hnakkusi var nóg boðið og sendi þetta bréf til baka: „Takk fyrir að láta mig vita hvenær stofnfundur Vinstri grænna á Reykja- nesi er. Ég var einmitt að pæla í því hvar og hvenær hann væri haldinn af því mig langar svo rosalega á hann þó ég búi í miðbæ Reykjavíkur og sé ekki einu sinni í Vinstri grænum. Hvernig komst ég annars á þennan póstlista? Er ég einn á honum?“ Ekki er vitað um svör flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.