Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 72
matur SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT
VIÐ MÆLUM MEÐ...
... KICTHEN AID-blandara sem
fæst hjá Einari Farestveit og Co.
Blandarinn, sem hefur verið einn
sá vinsælasti á Íslandi, er sterk-
byggður, kraftmikill og mylur klaka
auðveldlega.
Blandarinn er
með stórri og
mikilli
glerkönnu
sem er
auðveld í
þrifum.
Blandarinn er
fyrst og fremst
hannaður fyrir
drykki, enda eru
möguleikarnir
á hollustu-
drykkjum í dag
óteljandi.
...TUTTOCREMA er flóunar-
kanna sem flóar mjólk. Hún er sett
á eldavélarhellu með mjólkinni í.
Mjólkin er hituð upp að suðu en
þess þarf að gæta að láta suðuna
ekki koma upp.
Síðan er lokið sett
á og pressað upp
og niður í nokkur
skipti og við
það flóast
mjólkin.
Flóunarkann-
an er mjög
einföld í
notkun og
fæst í
verslunum Te
og kaffi.
...DELUX-TÖFRASPROTI
frá Bamix, sem stendur vel undir
nafni. Töfrasprotinn er öflugur og
fylgja honum þrjár skífur sem gerir
það að verkum að hægt er að
hakka, mauka og þeyta með
honum. Einnig
fylgja honum
hnífur, skífa og
hræra, lítil kvörn
og standur.
Delux-töfra-
sprotinn fæst í
versluninni
Kokku á
Lauga-
vegi.
auglýsir eftir starfsfólki!
Skólar ehf.
www.skolar.is
Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi leitar að:
• Deildarstjóra
• Sérkennslustjóra
• Stuðningi inn á deild
• Leikskólakennurum eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki
Að vinna að uppeldi barna eru forréttindi, að sjá þau
vaxa og þroskast er ævintýri. Leikskólinn Kór í
Kópavogi er heilsuleikskóli sem opnaði 1. júní 2006.
Skólinn er rekinn af Skólum ehf. og er með
þjónustusamning við Kópavogsbæ um reksturinn.
Skólar ehf. reka tvo leikskóla. Einn í Grindavík og
síðan Kór í Kópavogi. Leikskólinn Kór er heilsuleik-
skóli og stefnir að því að fá viðurkenningu sem
slíkur. Markmið leikskólans er að auka gleði og
vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu
og listsköpun í leik og starfi.
Kjörorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama”.
Það hefur sýnt sig í rannsóknum á undanförnum
árum að heilbrigð lífssýn er grunnur að góðu
heilbrigði allt lífið.
Verið velkomin í heimsókn á leikskólann Kór
að Baugakór 25 í Kópavogi eða hafið samband
við Bjarneyju Kr. Hlöðversdóttur leikskólastjóra
í síma 570-4940, 897-7891 eða með tölvupósti
á netfangið kor@skolar.is.
Heilsuleikskólinn Kór
„heilbrigð sál í hraustum líkama”
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is