Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 13. apríl 2008 11 BJARNI GÍSLASON UMRÆÐAN Hjálparstarf Í skýrslu „Human Rights Watch“ frá 7. apríl kemur fram að konur og stúlkur í Darfúr-héraði í Súdan lifi undir stöðugri ógn ofbeldis og nauðgana. Kofi Annan sagði í jan- úar 2006: „Víða í Darfúr er fólk áfram- haldandi drepið, nauðgað og flæmt frá heim- ilum sínum í þúsunda- tali.“ Því miður staðfestir skýrsla HRW að þessi orð eru enn í fullu gildi. Hjálparstarf kirkjunnar styður neyðarverkefni sem Alþjóða neyðar hjálp kirkna (ACT) stendur fyrir í Darfúr í samstarfi við Caritas (hjálparsamtök kaþólsku kirkjunnar). Verkefnið, sem er unnið í samvinnu við innlend sam- tök, hófst árið 2004 og ber heitið DERO (Darfur Emergency Response Operation). DERO er eitt umfangsmesta neyðarverk- efni sem framkvæmt er í Darfúr, nær til 350.000 einstaklinga. Öryggi og vernd kvenna og stúlkna er eitt af mikilvægustu markmið- um verkefnisins. Mesta hættan steðjar að þegar komið er út fyrir flóttamannabúðirnar, en það getur verið nauðsynlegt t.d. til að sækja vatn, sem yfirleitt er hlutverk kvenna. Í þeim tilvikum fara öryggisverðir með konunum og stúlkunum. En öryggisástand í héraðinu almennt er alls ekki gott. Búið er að samþykkja að senda 26.000 manna friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins, en enn eru aðeins 8.600 friðargæsluliðar til staðar sem ráða ekki við ástandið. Í flóttamannabúðunum er reynt að hlúa að fólkinu eins og hægt er, skólastarf er í gangi, heilsuþjón- usta veitt og reynt að tryggja aðgang að hreinu vatni. Þrátt fyrir erfitt ástand kemst hjálpin til skila og lífið verður aðeins bærilegra fyrir þá sem njóta aðstoðar. Þeir sem styrkja vilja neyðaraðstoð í Darfúr geta greitt heimsenda gíróseðla, lagt inn á reikninginn 1150-26-886 kt. 450670-0499 eða hringt í söfnunarsímann 907 2002 (kr. 1.100). Höfundur er fræðslu- og upplýs- ingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Ógn í Darfúr UMRÆÐAN Kjaramál Á undanförnum vikum og mánuð- um höfum við verið að fylgjast með gangi kosningaloforða Sam- fylkingarinnar. Fagra Ísland er á leiðinni ofan í álvaskinn eins og það var orðað svo snilldar- lega í vikunni og stefna flokksins í velferðarmálum virðist ekki fá hljómgrunn í ríkisstjórnar- samstarfinu. Jóhanna Sigurðardóttir segir í stórri grein í Morgunblaðinu um sl. helgi að öryrkjar og aldraðir séu eitt af for- gangsmálum ríkis- stjórnarinnar. Það má vel vera að hóparnir séu í forgangi en ekki virðist ríkisstjórnin, þótt hún segist stöðugt öll af vilja gerð, tryggja það að kjör þeirra sem minnst mega sín í sam- félaginu verði leiðrétt. Í nýgerðum kjara- samningum á almenn- um vinnumarkaði er gert ráð fyrir að lægstlaunaða fólkið hækki um 18.000 kr. á mánuði. Framlag ríkis- stjórnarinnar til þeirra sem búa við lægst kjör á Íslandi í dag er á milli 4-5.000 krónur á mánuði. Greiðslur aldraðra einstaklinga sem hafa eingöngu greiðslu frá almannatryggingum hækka úr 130 þúsund krónum í u.þ.b. 138.000 krónur. Það er nú öll kjarabótin sem ríkisstjórnin býður því fólki sem stendur hvað verst. ASÍ, Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt þessari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Meginmarkmið samninga á almennum vinnumark- aði var að bæta kjör þeirra sem eru verst settir. Það er ljóst að áherslur ríkisstjórnarinnar hvað þetta varð- ar eru aðrar og ganga á skjön við þau meginmarkmið samninganna, en þeir virðast jafnvel vera að falla um sjálfa sig vegna stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um. Mun hópur öryrkja og aldr- aðra enn á ný sitja eftir? Fram kom í máli stjórnarliða í svari við fyrirspurn minni um þessi mál á Alþingi sl. þriðjudag að þessi hópur hafi fengið 7% hækk- un. Þá eru stjórnarliðar að taka með hækkun sem þessum hópi var lofað í kosningabaráttunni og ætti því ekki að teljast til kjarasamn- ingahækkunar nú. Vitað er að lægstlaunaði hópurinn á almenn- um vinnumarkaði, þeir sem fá greitt samkvæmt lægstu töxtum, getur varla framfleytt sér. Hvernig er hægt að ætlast til þess að hægt sé að framfleyta sér á þessari upp- hæð, greiða húsaleigu, kaupa í mat- inn og annast börn? Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Kjarabót – fimm þúsund krónur! ALMA LÍSA JÓHANNSDÓTTIR Greiðslur aldraðra einstaklinga sem hafa eingöngu greiðslu frá almannatryggingum hækka úr 130 þúsund krónum í u.þ.b 138.000 krónur. Það er nú öll kjarabótin sem ríkisstjórnin býður því fólki sem stendur hvað verst. Mesta hættan steðjar að þegar komið er út fyrir flóttamanna- búðirnar, en það getur verið nauðsynlegt t.d. til að sækja vatn, sem yfirleitt er hlutverk kvenna.                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.