Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 77
SUNNUDAGUR 13. apríl 2008 Skemmtilegur listviðburður fer fram í Langholtskirkju í dag kl. 17, en þá treður þar upp eðalkórinn Graduale Nobili í tilefni af útkomu hljómdisksins In Paradisum. Graduale Nobili var stofnaður haustið 2000 og er skipaður ungum stúlkum völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með Gradualekór Lang- holtskirkju. Kórinn hefur hlotið hástemmt lof gagnrýnenda, unnið til verðlauna í alþjóðlegum kóra- keppnum og verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og menningarverðlauna DV. Hljómdiskurinn nýi hefur að geyma alíslenska efnisskrá, þver- skurð af því sem kórinn hefur tek- ist við á undanförnum árum. Gömul og ný verk, sum samin fyrir kórinn. Hér má heyra áköll til Maríu mildu og skæru, söng um gjafir og undur lífsins, alltumlykjandi ljóma Jesú á dimmri jörð. Trúartengingin er í flestum verkunum þótt kannski sé dýpra á henni í yndislegum bernsku- óði Vilborgar Dagbjartsdóttur og Hjálmars H. Ragnarssonar, Barna- gælu. Á tónleikunum er frumflutt verk sem Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifaði fyrir kórinn og er loka- verkefni hennar frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Það heitir „Japönsk sálumessa“ og við flutn- ing þess leikur hljómsveit Lista- háskólans með kórnum. Aðgangur er ókeypis en geisla- diskurinn verður til sölu á kynningar verði á kr. 2.000. - vþ Graduale Nobili Á föstudagskvöldið frumsýndi kvennaleikhópurinn OPIÐ ÚT „mömmuleik“ þar sem líkamlegt hlutverk móðurinnar er grandskoð- að frá öllum hliðum. Alls staðar er hún þessi mamma sem hýsir hvern unga, en á það svo til að gleyma að afkvæmið er farið að lifa eigin lífi. „Eitt sinn mamma, ávallt mamma.“ Hvernig kom barnið undir? Hvernig komst það í heiminn og hvernig tókst mömmu svo til við að halda og sleppa afkvæminu sem saug úr henni þróttinn? Það er þörf- in á því að endurlifa fæðingarferlið í orðum sem sameinar konur á fæð- ingardeildinni. Þetta tal og þessi upplifun er tótal óintressant við aðrar aðstæður úti í þjóðfélaginu. Það er ekki verið að rekja „útvíkk- un og vatnið fór“-sögur þar sem verið er að handstýra vöxtum upp og niður til bjargar þjóðarskútunni, ímyndar maður sér. Fyrir utan að umræða af þessu tagi ratar aldrei upp á kaffitíma- borðið þar sem karlmenn eru einnig til staðar. Að fara í gegnum fæðing- arferlið í flaumi orða og lýsinga á því sem gerðist er eins og áfalla- hjálp eða úrvinnsla sem líklega er hverri konu nauðsynleg. Alveg sama hvað karlagreyin hafa eignast mörg börn, þeir eru aldrei með neina útvíkkun. Þrátt fyrir þetta var karlpeningur meðal frumsýn- ingargesta ánægður, eins og nýfæddur. Í hópvinnu undir stjórn Charlotte Böving er hér teflt fram lífsreynslu- sögum í bland við rapp, dans og ryþmískar örmyndir, auk hljóð- mynda eins og útvarpsleikhús, á hringsviði eða inni í rauðbleikum átthyrning sem táknaði jafnt móð- urkvið, sirkustjald, boxarahring og lífið innan og utan veggja mömmu. Rauði þráðurinn er óendanlega langur naflastrengur sem hægt er að flækjast í, nota í leik og ógna með. Leikmynd eða leikhönnunar- svæði Ólafar Nordal og Þórunnar Maríu Jónsdóttur þjónar uppsetn- ingunni mjög vel, allt bleikt og hvítt, táknlitir kvenna, brjósta, og nýfæddra stúlkubarna. Hins vegar var nær ógerlegt að stauta sig fram úr prógrammblaðinu, textinn smár og hvítur á bleikum fleti. Áhorfendur fara úr skónum og íklæðast bleikum sokkum, sitja á bleikum púða og eru þannig hann- aðir inn í heildarmyndina. „Devised“ má segja að sé spunahönnun þar sem unnið er útfrá hugmynd en flestir þættir listsköpunar fá að fylgja með. Þar er öllum listgrein- um gert jafnhátt undir höfði, ekki verið að beygja sig undir skrifað handrit frá byrjun. Sýningin er skemmtileg, hnökralaus þó að rauði þráðurinn sé hið sjónræna. Örlagasögur eru brotnar upp með söng og dansatriðum og er leikkon- urnar flögra af stað í hringekju og mæra keisaraskurðinn í hinu fræga gamla lagi „Que sera, sera“ jókst takturinn sem síðan hélst allan tím- ann eftir nokkra tregðu í upphafi. Þetta var vel unnin sýning og Þórey Sigþórsdóttir má segja að standi sem móðurtákn eftir þetta. Hún kann að stilla á háu ljósin og gerði það óspart í túlkun sinni með áreynslulausri raddbeitingu og sterkri líkamlegri nærveru. Magnea B. Valdimarsdóttir var hins vegar stjarnan sem daðraði jafnt við hláturtaugar áhorfenda sem meðaumkun auk þess sem þau hlutverkabrot sem hún fór með höfðu nokkuð gott kjöt á beinunum. Sagan um litlu fjórtán ára stúlkuna sem eignast barn með eldri manni og missir svo barnið í hendur tengdamömmu var vitaskuld kunnugleg en áhrifarík engu síður. María Ellingsen fær hið vanda- sama hlutverk að mála svipmyndir elstu mæðranna og sýndi hún fáguð vinnubrögð án þess að detta oní elli- heimilisklisjur í túlkun eins og oft vill verða. Birgitta Birgisdóttir var einnig skemmtileg og heil í sinni túlkun. Nú er það eitt af grunnhugmynd- um hinnar svo kölluðu „devised“- aðferðar að það sé engin stéttskipt- ing eða híerarkía í verkunum þannig að raunverulegt lýðræði ríkir mill- um allra eininga verksins og því er ekki hægt að tala um berandi hlut- verk eða raunverulegt aðalatriði. Hér eiga til að mynda hljóðmyndir og útlit sýningarinnar jafn mikinn þátt í heildinni og þau orð og hug- myndir sem frá leikurunum koma. Þetta er spennandi en varla hægt að hoppa hæð sína yfir nýrri uppfinn- ingu þótt aðferðinni sé nú hossað sem einhverju nýju undir sólu. Það er bara alltaf heilbrigt og hressilegt að endurskoða vinnuaðferðir sem margar hverjar eru orðnar staðnað- ar eða klossfastar í sessi og hræra upp í nálgunaraðferðum. Hitt er svo annað mál að markmiðið er og verð- ur hið sama, nefnilega sýningin sjálf eins og hún birtist áhorfend- um. Þetta var vel unnin sýning sem hefði þó þolað meira blóð og meiri hlátur. Elísabet Brekkan Yfir og allt um kring LEIKLIST Mammamamma eftir hópinn. Útlit sýningar: Ólöf Nordal og Þórunn María Jónsdóttir Hljóðmynd: Ólöf Arnalds og leik- hópurinn Tónlist: Ólöf Arnalds Ljós: Garðar Borgþórsson Píanóleikur: Davíð Þór Jónsson Trommuleikur: Garðar Borgþórsson Leikstjóri: Charlotte Böving ★★★ Meira blóð, meiri hlátur mátti sýning- in geyma. LEIKLIST Þórey Sigþórsdóttir leikkona, einn höfunda úr smiðjuverkinu Mamma- mamma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.