Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 68
Sælkeramatur SAÐSÖM SÚPA 12 matur Petrína Rós Karlsdóttir hefur kennt matreiðslu í Kvöld-skóla Kópavogs í um áratug, með áherslu á suðrænan, léttan og einfaldan heimilismat og njóta námskeiðin mikilla vinsælda. En eldamennskuna lærði hún meðan hún var búsett í Suður-Frakklandi í þrettán ár. Vegna áherslu sinnar á suðræn- an og einfaldan heimilismat telur hún mikilvægt að elda eftir ein- földum uppskriftum og nýta hrá- efni til hins ýtrasta áður en þau fara til spillis. Petrína Rós lumar einmitt á upp- skrift að ljúffengum rétti, nánar tiltekið brauðsúpu, sem fangar þá hugsun að nota það sem til er á heimilinu. En hún á einmitt góðar minningar um brauðsúpu frá því í æsku. „það voru bara ákveðnir matseðlar hérna áður fyrr og brauðsúpan var eitt af því sem eldað var að minnsta kosti einu sinni í mánuði“, segir Petrína Rós, sem var hrifin af brauðsúpunni þegar hún var yngri en viðurkenn- ir að borða hana sjaldan í dag. „Því má segja að þessi uppskrift hafi verið ákveðin áskorun því í dag er svo margt í boði og það verður að vera freistandi,“ bætir hún við. Brauðsúpa Petrínu Rósar er allt í senn suðræn, framandi en þó trygg upprunanum. Til að gera hana hollari notaði hún speltbrauð og heimabakað brauð, þurrkaða ávexti í stað púðursykurs, appelsínu- og sítrónusafa. Punktur- inn yfir i-ið er svo hindberja- og súkkulaðisulta sem hrærð er út í. Súpan er umfram allt saðsöm og frekar hugsuð sem eftirréttir á tyllidögum en hverdagsleg súpa, sem gott er að borða heita með mjólk eða þeyttum rjóma. Suðræn og seiðandi Petrína Rós hefur kennt suðræna matargerð í um tíu ár. 250 gr rúgbrauð eða brauð- afgangar (tilvalið að nota spelt rúgbrauð, seytt rúgbrauð, spelt brauð eða heimabakað brauð með spelti) 1 l vatn 1 tsk. maldonsalt safi úr ½ sítrónu safi úr ½ appelsínu ½ kanillstöng 1-2 dl maltöl 50-100 g rúsínur 100 g þurrkaðir ávextir, epli, sveskjur og apríkósur, döðlur 100 g ristaðar kókosflögur Leggið brauðið í bleyti í vatn í nokkra klukkutíma. Sjóðið brauð í vatni, síið í gegnum sigti og hitið það aftur. Setjið þá sítrónu- sneiðar með. Bætið rúsínum og þurrkuðum ávöxtum út í og bragðbætið súpu svo með maltiöl, sítrónu- safa og appelsínusafa. Hver og einn verður að búa yfir leyndarmáli til þess að gera súpuna ljúffengari að sögn Petrínu Rósar, en hennar leyndarmál felst í því að bæta sultu eða marmelaði út í hana. Eða eins og í þessu tilviki hindberjasultu með svörtu súkkulaði. BRAUÐSÚPA ROYALE – TYLLIDAGA BRAUÐSÚPA BRAUÐSÚPA Petrína Rós Karlsdóttir lumar á uppskrift að ljúffengri brauðsúpu. Suðræn brauðsúpa með þeyttum rjóma. F R É T TA B L A Ð IÐ /A N T O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.