Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 68

Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 68
Sælkeramatur SAÐSÖM SÚPA 12 matur Petrína Rós Karlsdóttir hefur kennt matreiðslu í Kvöld-skóla Kópavogs í um áratug, með áherslu á suðrænan, léttan og einfaldan heimilismat og njóta námskeiðin mikilla vinsælda. En eldamennskuna lærði hún meðan hún var búsett í Suður-Frakklandi í þrettán ár. Vegna áherslu sinnar á suðræn- an og einfaldan heimilismat telur hún mikilvægt að elda eftir ein- földum uppskriftum og nýta hrá- efni til hins ýtrasta áður en þau fara til spillis. Petrína Rós lumar einmitt á upp- skrift að ljúffengum rétti, nánar tiltekið brauðsúpu, sem fangar þá hugsun að nota það sem til er á heimilinu. En hún á einmitt góðar minningar um brauðsúpu frá því í æsku. „það voru bara ákveðnir matseðlar hérna áður fyrr og brauðsúpan var eitt af því sem eldað var að minnsta kosti einu sinni í mánuði“, segir Petrína Rós, sem var hrifin af brauðsúpunni þegar hún var yngri en viðurkenn- ir að borða hana sjaldan í dag. „Því má segja að þessi uppskrift hafi verið ákveðin áskorun því í dag er svo margt í boði og það verður að vera freistandi,“ bætir hún við. Brauðsúpa Petrínu Rósar er allt í senn suðræn, framandi en þó trygg upprunanum. Til að gera hana hollari notaði hún speltbrauð og heimabakað brauð, þurrkaða ávexti í stað púðursykurs, appelsínu- og sítrónusafa. Punktur- inn yfir i-ið er svo hindberja- og súkkulaðisulta sem hrærð er út í. Súpan er umfram allt saðsöm og frekar hugsuð sem eftirréttir á tyllidögum en hverdagsleg súpa, sem gott er að borða heita með mjólk eða þeyttum rjóma. Suðræn og seiðandi Petrína Rós hefur kennt suðræna matargerð í um tíu ár. 250 gr rúgbrauð eða brauð- afgangar (tilvalið að nota spelt rúgbrauð, seytt rúgbrauð, spelt brauð eða heimabakað brauð með spelti) 1 l vatn 1 tsk. maldonsalt safi úr ½ sítrónu safi úr ½ appelsínu ½ kanillstöng 1-2 dl maltöl 50-100 g rúsínur 100 g þurrkaðir ávextir, epli, sveskjur og apríkósur, döðlur 100 g ristaðar kókosflögur Leggið brauðið í bleyti í vatn í nokkra klukkutíma. Sjóðið brauð í vatni, síið í gegnum sigti og hitið það aftur. Setjið þá sítrónu- sneiðar með. Bætið rúsínum og þurrkuðum ávöxtum út í og bragðbætið súpu svo með maltiöl, sítrónu- safa og appelsínusafa. Hver og einn verður að búa yfir leyndarmáli til þess að gera súpuna ljúffengari að sögn Petrínu Rósar, en hennar leyndarmál felst í því að bæta sultu eða marmelaði út í hana. Eða eins og í þessu tilviki hindberjasultu með svörtu súkkulaði. BRAUÐSÚPA ROYALE – TYLLIDAGA BRAUÐSÚPA BRAUÐSÚPA Petrína Rós Karlsdóttir lumar á uppskrift að ljúffengri brauðsúpu. Suðræn brauðsúpa með þeyttum rjóma. F R É T TA B L A Ð IÐ /A N T O N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.