Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 12
12 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Marína er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn skemmtiferðaskipa á Ak- ureyri. Þar var áður gamalt verk- stæði sem síðan var gert upp og hýsti skemmtistaðinn Oddvitann um árabil. Nú mun Dóróthea Jónsdóttir nýta húsið undir fjölbreytta starfsemi en hún hefur undanfarna mánuði stað- ið í undirbúningi. „Húsnæðið mun meðal annars hýsa þjónustu fyrir er- lenda ferðamenn þar sem handverk og minjagripir verða í hávegum hafðir,“ segir Dóróthea, sem er vel kunnug ís- lensku handverki sem framkvæmda- stjóri handverkssýningarinnar á Hrafnagili síðastliðin tvö ár. „Húsið er vel staðsett niðri við höfn þar sem skemmtiferðaskipin stoppa og við ætlum að leggja áherslu á að kynna þjóðlegt handverk fyrir ferðamönn- um,“ segir Dóróthea, en í húsinu verð- ur einnig aðstaða fyrir handverksfólk til að sýna vinnu sína. Einnig munu ferðamenn geta nálgast upplýsing- ar um dagskrá í bænum og hvað hægt er að gera í nágrenninu, auk þess sem þjóðlegar veitingar eins og rúgbrauð og flatbrauð með hangikjöti verða á boðstólum. „Við ætlum að spila þetta eftir eyranu en sjáum fyrir okkur að ferðamenn fái nasasjón af íslenskri matarhefð. Síðan ætlum við jafnvel að bjóða upp á íslenska kjötsúpu líka.“ Það er auðheyrt á Dórótheu að henni er annt um íslenska menningu og handverk og vill að því sé komið vel á framfæri. „Ég veit hvar maður finnur fallega minjagripi og ég vil skapa vett- vang fyrir handverksfólk til að selja vörur sínar. Sjálf hef ég sótt fjölda handverksnámskeiða og er búin að koma mér í samband við aðila víða. Ég vil sýna útlendingum hvað við eigum stórmerkilega hluti í handverkinu.“ Í dag er fyrsti markaðsdagur sum- arsins og markmiðið er að hafa slíka daga aðra hverja helgi í sumar. „Til að byrja með verður þetta opið þannig að fólk geti komið með notað og nýtt. Fólk sem er að flytja búferlum og þarf að losna við eldhússtólana getur selt þá hér og svo aðrir sem flytja inn til dæmis skartgripi og snyrtivörur svo hér verður allt mögulegt í bland.“ Dóróthea segir að markmiðið sé að skapa líflegan fjölnota stað sem geti nýst sem flestum. Dagskráin er rétt að fara í gang en á döfinni eru ýmsar spennandi uppákomur. „Margir vilja endurvekja gömlu KEA-stemming- una eða dansiböllin sem lauk klukk- an tvö. Næstu helgi ætla ég að prófa það með sýningunni Gráu hárin heilla og hér verður leikin tónlist í anda sjö- unda áratugarins. Gestur Einar út- varpsmaður verður kynnir og Helena Eyjólfs verður meðal söngvara. Svo hingað getur fólk komið og rifjað upp Bítlaárin.“ heida@frettabladid.is ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐIN MARÍNA: OPNUÐ Á AKUREYRI Á GAMLA ODDVITANUM Líflegur staður með handverk ÞJÓÐLEGT HANDVERK Dóróthea Jónsdóttir býður ferðamönnum upp á íslenskt handverk og stendur fyrir uppákomum á Oddeyrinni á Akureyri. MYND/ÖRLYGUR Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, Jóhannesar Sævars Jóhannessonar frá Vestmannaeyjum, Suðurtúni 19, Álftanesi. Sérstakar þakkir fá Gréta Konráðsdóttir djákni, Sverrir Björn Björnsson, Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins og IOOF-Ingólfur. Ágústa G. M. Ágústsdóttir Svava Jóhannesdóttir Alda Lára Jóhannesdóttir Halldór Klemenzson Jóhanna María, Þórunn Ágústa, Ella og Anna Lillý Þórunn Alda Björnsdóttir og systkini hins látna. Við þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur vinarhug og samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hrefnu Magnúsdóttur frá Litladal, sem jarðsungin var frá Munkaþverárkirkju, laugar- daginn 5. apríl sl. Snæbjörg Bjartmarsdóttir Ólafur Ragnarsson Kristján Bjartmarsson Halldóra Guðmundsdóttir Jónína Bjartmarsdóttir Benjamín Bjartmarsson Ólöf Steingrímsdóttir Fanney Bjartmarsdóttir Bert Sjögren Hrefna Bjartmarsdóttir Aðalsteinn Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður S. R. Markússon vöruflutningabílstjóri, Ægisvöllum 10, Keflavík, lést á heimili sínu 11. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Elín Óla Einarsdóttir Kristín R. Sigurðardóttir Þórunn Sigurðardóttir Grétar Ólason Katrín Sigurðardóttir Klemenz Sæmundsson barnabörn og barnabarnabarn. Við sendum öllum þeim innilegar þakkir sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, ömmu og langömmu, Guðrúnar Lilju Halldórsdóttur íþróttakennara, Barðaströnd 10, Seltjarnarnesi, sem lést þann 17. mars sl. Örn Ármann Sigurðsson Halldór Ármann Sigurðsson Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir Magnús Ármann Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, Nicolai Gissurar Bjarnasonar Stekkjargötu 53, Innri Njarðvík. Svanhildur Einarsdóttir Ingvar Gissurarson Margrét Hallgrímsdóttir Anton Gylfason Ingvar Gylfason Sigríður Erna Geirmundsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Pálína Guðmundsdóttir Birkimel 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 15.00. Kristín Björk Friðbertsdóttir Friðbert Friðbertsson Soffía Huld Friðbjarnardóttir Njáll Trausti Friðbertsson Guðrún Gyða Hauksdóttir Jóhann Grímur Friðbertsson Kristine Feldthus og ömmubörn. MERKISATBURÐIR 1203 Guðmundur Arason hinn góði er vígður Hólabiskup. 1412 Yfir tuttugu ensk skip far- ast í illviðri hér við Ís- landsstrendur. 1565 Danakonungur staðfestir Stóradóm, löggjöf um sið- ferðisbrot. 1741 Hollendingar mótmæla lélegu brauði. 1844 Jón Sigurðsson er kosinn á þing á sínum fyrsta kjör- fundi með 50 af 52 at- kvæðum. 1983 Harold Washington er kosinn fyrsti þeldökki borgarstjóri Chicago- borgar. 1979 Lengstu tvíliðakeppni í borðtennis lýkur eftir hundrað og eina klukku- stund. Jóhannes S. Kjarval var einn ástsælasti myndlistarmað- ur þjóðarinnar en hann fæddist árið 1885 í Efriey í Skaftafellssýslu. Áhugi hans á myndlist gerði snemma vart við sig og þegar hann flutti til Reykjavíkur sautján ára unglingur teiknaði hann hvenær sem færi gafst. Hann vann fyrir sér með sjómennsku og árið 1911 sigldi hann til London til að reyna inngöngu í listaskóla. Hann fékk ekki inngöngu en ári síðar komst hann inn í Konunglega listháskólann í Kaupmannahöfn. Hann flutti aftur heim 1922 með konu sinni Tove og börn- um en þau skildu og Tove flutti með börnin aftur til Kaupmannahafnar. Kjarval tók hlutverk sitt sem lista- maður á Íslandi alvarlega og dvaldi löngum stundum úti í náttúrunni einn og mál- aði. Hann málaði oft marg- ar myndir af sama lands- laginu en hann sagði að list sín væri innifalin í mótíf- inu. Hann gæti málað sama mótífið aftur og aftur því það liti aldrei eins út í mis- munandi veðrum. Margir segja að Kjarval hafi kennt þjóðinni að meta fegurðina í mosanum og hraungrjótinu. ÞETTA GERÐIST: 13. APRÍL 1972 Listin mín er innifalin í mótífinu GARY KASPAROV SKÁKMEISTARI ER 45 ÁRA Í DAG. „Skák er andleg pynting. Ég á erfitt með að ímynda mér lífið án skákíþróttarinnar.“ Gary Kasparov er rússneskur, fyrrverandi heimsmeistari í skák, rithöfundur og pólitískur aðgerðasinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.