Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 70
N A N N A R Ö G N V A L D A R D Ó T T I R S K R I F A R M A T A R H U G L E I Ð I N G A R 14 matur Ég ólst – eins og líklega flestir – upp við það að skyr væri ævinlega sykrað og oftast reyndar dísætt, alveg sama hvort það var borðað sem ábætisréttur eða morgunmatur. Og það var ekkert skrítið því skyrið sem ég þekkti var allt önnur vara en skyrið sem maður kaupir núna. Það var óhrært, mun þykkara og þurrara en það sem fólk þekkir nú og raunar svo þykkt að hægt var að skera það með hníf, og það var líka miklu súrara. Eiginlega var varla hægt að borða það nema moka út í það sykri. Þótt ég væri hér áður fyrr eitthvað að gera tilraunir með að nota skyr í brauð og kökur og jafnvel í einhverja ósæta rétti var það satt að segja breskur vinur minn sem opnaði augu mín fyrir möguleikum skyrsins. Hann kynntist því með opnum huga og tengdi það ekki umsvifalaust við sykur eins og ég hafði alltaf gert; þvert á móti leit hann á skyrið sem einhvers konar millistig fersks osts og grískrar jógúrtar og nálgaðist það þannig. Ég horfði opin- mynnt á þegar hann blandaði það með kryddjurtum og jós því yfir bakaðar kart- öflur eða hrærði hvítlauk saman við og notaði það með grilluðu kjöti. Eða hrærði bara góðu hunangi og örlitlu fersku timjani eða basilíku saman við skyrið og notaði það út á ávexti. Líklega hefði súra skyrið sem ég ólst upp við (og börnin mín kalla „forfeðraskyr“) ekki hentað nógu vel í þessa rétti. Súra bragðið er of krefjandi og það þarf svo mikið til að losna við það. Reyndar notuðu forfeðurnir skyrið einmitt í ósæta rétti – fyrr á öldum var sykur svo dýr að hann var afar lítið notaður; skyrið var þess í stað meðal annars notað í grauta og súpur. En öðru máli gegnir um milda og ferska skyrið sem við höfum núna; það er hægt að nota á ótrúlega fjölbreyttan hátt. Ekki bara í alls konar ábætisrétti, búðinga og rétti eins og „skyr-brûlée“ og „skyramisù“, sem sumir kannast við, sætar, ávaxta- eða hun- angsblandaðar sósur, skyrtertur, ýmiss konar bakkelsi, brauð og fleira, heldur einnig margskonar kaldar sósur, heita ofn- rétti og margt fleira – að ógleymdum öllum skyrdrykkjunum. Þegar skyrið er annars vegar er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða og leika sér að tilbrigðum við uppskriftirnar. Ef ég sé uppskrift í erlendri matreiðslubók eða -blaði þar sem notuð er grísk jógúrt, magur ferskostur eða eitthvað slíkt hugsa ég gjarnan: Skyldi ekki mega nota skyr? og þegar ég prófa kemur oftast í ljós að sú er einmitt raunin. Skyrsósur með grill- matnum eða fiskinum eru til dæmis afskaplega einfaldar – grunnurinn er bara hreint skyr, kannski svolítill rifinn eða fínsaxaður laukur og/eða hvítlaukur, pipar, salt og einhverjar kryddjurtir eða krydd eftir smekk. Og ef súra bragðið truflar má bæta við örfáum dropum af hunangi til að eyða því. Hér koma þrjár uppskriftir: skyr-kart- öflugratín, sem er mjög fitulítið þar sem notað er skyr og léttmjólk í staðinn fyrir rjóma eða matvinnslurjóma eins og oft er gert. Ef notað er magurt beikon, hráskinka, pylsur eða annað slíkt getur þetta gratín verið aðalréttur ásamt góðu salati en það má einnig hafa sem meðlæti með ýmsum réttum. Svo eru tvær sósur. Annars vegar grísk tzatziki-ídýfa sem ýmist er borin fram með pítubrauði eða höfð til dæmis með fiski. Hins vegar létt kokkteilsósa – næstum fitulaus – gerð úr skyri, tómatsósu, chilisósu og sinnepi. Ég nota hreint KEA-skyr í öllum upp- skriftunum vegna þess að mér finnst það einfaldlega henta best en það er auðvitað smekksatriði. – Það er engin þörf á að flysja kartöflurnar ef þær eru þunnt skorn- ar og endarnir ekki notaðir. SKYR-KARTÖFLUGRATÍN 700 g kartöflur 100-200 g magurt beikon (má sleppa) 3 vorlaukar 300 g skyr, hreint 2 egg 100 ml léttmjólk 1 tsk. ferskt timjan eða ¼ tsk. þurrkað pipar salt 1 msk. smjör eða olía Hitaðu ofninn í 200° C. Þvoðu og burstaðu kartöflurnar (eða flysjaðu þær) og skerðu í þunnar sneiðar. Steiktu beikonið (sé það notað) á þurri pönnu þar til það er stökkt, láttu renna af því á eldhúspappír og skerðu það svo í litla bita. Saxaðu vorlaukinn. Hrærðu skyr, egg og léttmjólk saman í skál og kryddaðu með timjani, pipar og salti. Penslaðu eldfast mót með smjöri eða olíu og dreifðu kartöflusneiðum á botninn. Dreifðu dálitlu beikoni og vorlauk yfir og helltu svolitlu af skyrblöndunni yfir kartöfl- urnar. Settu svo annað lag af kartöflusneið- um og þannig koll af kolli þar til allt er uppurið. Gættu þess að enda á skyrblöndu. Bakaðu kartöflugratínið í um eina klukku- stund, eða þar til kartöflurnar eru meyrar (prófaðu með því að stinga í það prjóni) og yfirborðið hefur tekið góðan lit. Ef það virðist ætla að verða of dökkt má breiða álpappír lauslega yfir gratínið seinni hluta steikingartímans. SKYR-TZATZIKI ½ gúrka, meðalstór 200 g (1 dós) hreint skyr 1 msk. rifinn laukur 2 hvítlauksgeirar (má vera meira), pressaðir 1 msk. ólífuolía pipar salt ef til vill nokkur mintulauf, söxuð smátt Rífðu gúrkuna smátt á rifjárni og pressaðu eins mikinn safa úr henni og þú getur, til dæmis með því að setja hana á viskastykki og vinda (gúrkur eru 97 prósent vatn og það kemur ótrúlega mikill safi). Settu hana í skál og hrærðu skyri, lauk, hvítlauk og ólífuolíu saman við. Kryddaðu með pipar og salti eftir smekk og bættu ef til vill mintu- laufi við. Láttu ídýfuna standa í kæli í að minnsta kosti hálftíma. Hún er góð með pítubrauði en einnig með steiktum og grilluðum fiski, grænmeti og jafnvel grilluðu kjöti. LÉTT SKYR-KOKKTEILSÓSA 200 g hreint skyr 4 msk. tómatsósa 1½ msk. sæt chili-sósa (Heinz) 1 msk. dijon-sinnep hvítur pipar salt Hrærðu allt vel saman og bragðbættu með pipar og salti eftir smekk. Notaðu hana eins og venjulega kokkteilsósu. Skyr – sætt, súrt og kryddað Skyr-tzatziki, létt skyr-kokkteilsósa og hráefni.Skyr-kartöflugratín skreytt með fersku timjan. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! y g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.