Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 24
Sjávarréttaveisla ÞRÍR LJÚFFENGIR RÉTTIR 8 matur Staðurinn er svipaður að stærð og hann var áður, en staðsetningin er betri. Við vorum áður í bak- húsi á Laugavegi sem var mjög sjarmerandi en sáumst ekki eins vel,“ segir Kristj- án Nói Sæmundsson, eig- andi veitingahússins Víns og skeljar sem var nýlega flutt um set í gamla Fálka- húsið að Laugavegi 24. Að sögn Kristjáns hafa litlar sem engar breytingar verið gerðar á starfseminni, nema að nú er einnig haft opið í hádeginu, og hélt þema staðarins sér við flutn- inginn; fjölbreyttir sjávar- réttir eru enn hafðir í fyrir- rúmi á matseðli þótt kjöt sé einnig í boði og mikið lagt upp úr fersku íslensku hrá- efni. Nýtur staðurinn mikilla vinsælda bæði á meðal landsmanna sem og ferða- manna sem eru sólgnir í hrefnukjötið sem þar er boðið upp á. „Það hefur verið nóg að gera eftir að við fluttum okkur, ekki síður í hádeginu en á kvöldin,“ útskýrir Kristján, sem ásamt kokkum staðarins var svo vinsamlegur að galdra fram ljúffenga sjávarrétta- tvennu fyrir lesendur. Fjölbreyttir LAX OG HLÝRI AÐ HÆTTI KOKKA VÍNS OG SKELJAR Uppskrift fyir 4 FISKITVENNA Lax og hlýri, 200 g á mann með roði. Steikið á pönnu með olíu, salti og pipar. Eldað á roðinu í um það bil 2 mínútur og 1 mínútu á hinni hliðinni og setjið í 200° C heitan ofn í 4-5 mínútur. SÍTRÓNUGRASSÓSA 1 stk. sítrónugras (má nota niðursoðið) 50 g saxaður laukur 75 ml hvítvín 1 tsk. túrmerik 100 ml fisksoð 100 ml rjómi 2 msk. ólífuolía 2 msk. smjör Skerið sítrónugras í litla bita. Setjið það því næst í pott ásamt lauk, olíu og túrmerikinu. Setjið hvítvín sett út í, því næst fiskisoð. Setjið rjóma síðast út í ásamt smjörinu. Þykkt er háð smekk. GRÆNMETI 150 g zucchini 150 g sellerírót 150 g gulrætur smjör, salt og pipar Skerið í þunna og mjóa strimla og steikið á heitri pönnunni með smjöri. Eldið í um það bil 1 mínútu. FONDANT KARTÖFLA 4 bökunarkartöflur 1 stk. kjúklingakraftur og vatn smjör, salt og pipar Skerið kartöflurnar í eins kubba og steikið upp úr olíu svo þær brúnist. Setjið þær því næst í eldfast mót og hellið vatni og krafti í mót svo það nái að helmingi kartöflunar. Eldið í 35 mínútur við 150° C. KRYDDJURTASALAT 1 poki af lollorosso dill kerfill koríander graslaukur sítróna olía og salt Skolið salatið og pillið í hæfilega stærð. Takið kryddjurtirnar af stilkum og blandað saman í hæfilegu magni við salat. Setjið sítrónusafa,salt og olíu út í eftir smekk. Lax, hlýri og meðlæti að hætti kokkanna á veitingastaðnum Víni og skel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við opnuðum hádegis-verðarstaðinn Nítj-anda á samnefndri hæð fyrir skömmu og höfum haft fullt út úr dyrum síðan,“ segir Sigurður Gíslason, yfirmatreiðlumeistari og framkvæmdastjóri Veislu- turnsins í Kópavogi við Smáratorg sem er nú hæsta bygging landsins. Á 21. hæð turnins eru veislusalir með sex metra lofthæð, bar og setusofu. Að sögn Sigurðar hentar salur- inn vel fyrir veislur og mót- tökur. „Hugmyndin að staðnum kom til fyrir tveim- ur árum og við höfum lagt mikla vinnu í þetta. Meðal annars fórum við bæði til Las Vegas og London. Þar kynntum við okkur nýjustu veislusalina og skörtum nú nýjustu tækni fyrir bæði fundi, ráðstefnur og veislur,“ segir Sigurður og nefnir einnig barinn T 20 sem trónir á efstu hæð eins og nafnið gefur til kynna. Yfirþjónn er Gunnar Rafn Heiðarsson og yfirbarþjónn er Valgarður Finnbogason, sem er að sögn Sigurðar einn af fáum faglærðum barþjónum á Íslandi. Hádegisverðarstaðurinn Nítjánda býður upp á létta hádegisverði; ferska fisk- rétti og kjötrétti, súpur og sushi. Sigurður segir að innan skamms verði boðið upp á dögurð um helgar með fallegt útsýni til allra átta. Margar nýjungar standa fyrir dyrum hjá Veisluturn- inum, meðal annars svoköll- uð Fjölbragðaveisla sem samanstendur af fjölda rétta; forréttum, aðal- og eftirréttum sem lagðir eru á borð gestanna sem tína á diska eftir eigin höfði. Fyrir- komulagið hentar fólki með ólíkan matarsmekk þar sem margir ólíkir réttir eru bornir fram í einu. Sjá www.veisluturninn.is - rh Hádegisverður Sigurður Gíslason framkvæmda- stjóri og yfirmatreiðslumeistari býður í hádegisverð í háloftun- um á Nítjánda, sem er nýr veit- ingastaður í hæsta húsi landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÖTUSELUR 800 g hreinsaður skötuselur 100 g smjör salt pipar Skötuselurinn er kryddað- ur með salti og steiktur í um þann bil 2-3 mín á hvorri hlið upp úr smjöri. KARTÖFLUMAUK 2 bökunarkartöflur 2 hvítlauksgeirar ½ bolli rjómi 100 g smjör salt Afhýðið kartöflur og hvítlauksgeirana. Sjóðið í söltu vatni. Maukið kartöflurnar með hvít- lauknum og bætið rjóma og smjöri saman við. MANGÓSALAT 1 mangó skorið 1 paprika 50 g steiktir sveppir salt ólífuolía Skerið niður allt græn- metið fínt. Blandið saman og kryddið til með salti og olífu olíu og setjið undir fiskinn. SKÖTUSELUR MEÐ HVÍTLAUKSKARTÖFLUMAUKI OG MANGÓSALATI Skötuselurinn bragðast kannski enn betur í háloftunum í vorinu. Frá hádegisverðarstaðnum Nítjánda með kartöflumauki og mangósalati. í háloftunum Veisluturninn í Kópavogi var opnaður á dögunum og er þar með hæsti veitingastaður landsins. Þar er margt gott í boði og meðal annars dýrindis skötuselur. réttir í fyrirrúmi Kokkar veitingastaðarins Víns og skeljar kunna uppskrift að góm- sætum lax og hlýra í sítrónugrassósu. A A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.